Sjúkraliðar sækja fram! Sandra B. Franks skrifar 20. júlí 2020 09:48 Í heilbrigðiskerfinu hafa sjúkraliðar oft verið hin gleymda stétt. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að sjúkraliðar eru orðin burðarstétt í hjúkrun inni á spítölum og bera uppi umönnunarkerfin fyrir aldraða. Sterk fagvitund stéttarinnar hefur birst í því að sjúkraliðar hafa sett fram sterkari kröfur um bætt vinnuumhverfi, um aukin áhrif innan heilbrigðisgeirans, og um aukin tækifæri til menntunar. Á öllum þessum vígstöðvum hafa sögulegir áfangar náðst á þessu ári. Stytting vinnuvikunnar Starf sjúkraliða er erfitt og krefjandi. Þeir búa við mikið líkamlegt og andlegt álag í starfi. Sjúkraliðum er því hættara við kulnun og örorku en mörgum öðrum heilbrigðisstéttum. Krafan um heilsuvænna vinnuumhverfi með styttingu vinnuvikunnar var því sett á oddinn í kjarasamningum liðins vetrar. Í mikilvægri samvinnu við BSRB náðust þau tímamót að fallist var á kröfu okkar um að 80% vinna í krefjandi vaktavinnu jafngildi 100% vinnuframlagi. Í þessu felst sérstaklega mikilvæg kjarabót fyrir vaktavinnufólk. Það skiptir máli fyrir sjúkraliða því langflestir þeirra vinna á vöktum, eða um 90%. Vinnuskylda þeirra fer því úr 173,3 í 156 stundir á mánuði, eða niður í 36 stundir á viku. í sumum tilvikum er hægt að stytta vinnutímann allt niður í 32 stundir. Með styttri vinnuviku og betri vinnutíma munu lífskjör sjúkraliða batna með hærri launum og meira samræmi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í þessu felst sögulegur áfangi fyrir stéttina. Ný fagráð - aðild sjúkraliða Sjálfstraust stéttarinnar hefur vaxið með aukinni menntun og stærra hlutverki í heilbrigðisgeiranum. Það hefur leitt til þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjúkraliðar fái til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir tækifæri til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Rökstuddum kröfum um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans var þó jafnan hafnað, síðast þegar ég varð formaður Sjúkraliðafélagsins árið 2018. Sú framkoma sýnir vel hvernig reynt var lengi vel að halda stéttinni í miklu þrengri stöðu en núverandi styrkur og mikilvægi sjúkraliða réttlætir. Við höfum svarað því með því að berjast fyrir að tekin verði upp fagráð með aðild allra fagstétta. Slík ráð eru í fullu samræmi við stjórnunarhætti á heilbrigðisstofnunum nútímans þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, teymisstjórnun og samvinnu fagstétta. Sjálf sendi ég velferðarnefnd Alþingis rökstutt álit félagsins þar sem mælt var með því að hjúkrunarráð yrði lagt niður og fagráð tekin upp á öllum heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkraliða er því mikið fagnaðarefni að Alþingi samþykkti í byrjun sumars ný lög, þar sem hjúkrunarráð Landspítalans er lagt niður og ný fagráð verða tekin upp. Við skipan í þau verður ekki gengið framhjá sjúkraliðum, enda eru þeir - svo vitnað sé til orða Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á ráðstefnu fyrir nokkrum árum – „algjör burðarstétt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Diplómanám fyrir sjúkraliða Í vor gerðust svo þau stórtíðindi í menntasögu félagsins að fallist var á eindregnar kröfur félagsins að tveggja ára diplómanám í sjúkraliðun verður tekið upp við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Aðfaranám hefst á næstu haustdögum. Möguleikar á námi á háskólastigi mun gjörbreyta stöðu stéttarinnar til framtíðar. Með því er búið að skapa samfellda námsleið frá framhaldsskóla inn á háskólastig. Þetta svalar í senn þorsta margra sjúkraliða um frekara nám, auðveldar nýliðun í stéttinni þar sem ungt fólk sér í sjúkraliðun aukin tækifæri, og hærra menntastig stéttarinnar mun auka gæði hjúkrunar í landinu. Með aukinni menntun og þarmeð færni mun stéttin gera kröfur um aukna ábyrgð innan heilbrigðisgeirans. Aukin ábyrgð kallar á betri kjör. Sagan sýnir hins vegar að stjórnendur sjúkra- og hjúkrunarstofnana hafa ekki lagað stofnanir sínar nægilega að aukinni menntun og þarmeð meiri hæfni sjúkraliða með því að bjóða skipuleg tækifæri til aukinnar ábyrðar, frama og bættra kjara. Hluti af framrás stéttarinnar og auknum metnaði er að breyta því. Sjúkraliðafélagið mun því samhliða innleiðingu háskólanáms í sjúkraliðun gera skýrar kröfur um að stjórnendur aðlagi stofnanir heilbrigðisgeirans að aukinni menntun stéttarinnar með starfsleiðum sem bjóða upp á meiri ábyrgð í starfi, aukna mögleika á starfsframa og bætt kjör. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu hafa sjúkraliðar oft verið hin gleymda stétt. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að sjúkraliðar eru orðin burðarstétt í hjúkrun inni á spítölum og bera uppi umönnunarkerfin fyrir aldraða. Sterk fagvitund stéttarinnar hefur birst í því að sjúkraliðar hafa sett fram sterkari kröfur um bætt vinnuumhverfi, um aukin áhrif innan heilbrigðisgeirans, og um aukin tækifæri til menntunar. Á öllum þessum vígstöðvum hafa sögulegir áfangar náðst á þessu ári. Stytting vinnuvikunnar Starf sjúkraliða er erfitt og krefjandi. Þeir búa við mikið líkamlegt og andlegt álag í starfi. Sjúkraliðum er því hættara við kulnun og örorku en mörgum öðrum heilbrigðisstéttum. Krafan um heilsuvænna vinnuumhverfi með styttingu vinnuvikunnar var því sett á oddinn í kjarasamningum liðins vetrar. Í mikilvægri samvinnu við BSRB náðust þau tímamót að fallist var á kröfu okkar um að 80% vinna í krefjandi vaktavinnu jafngildi 100% vinnuframlagi. Í þessu felst sérstaklega mikilvæg kjarabót fyrir vaktavinnufólk. Það skiptir máli fyrir sjúkraliða því langflestir þeirra vinna á vöktum, eða um 90%. Vinnuskylda þeirra fer því úr 173,3 í 156 stundir á mánuði, eða niður í 36 stundir á viku. í sumum tilvikum er hægt að stytta vinnutímann allt niður í 32 stundir. Með styttri vinnuviku og betri vinnutíma munu lífskjör sjúkraliða batna með hærri launum og meira samræmi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í þessu felst sögulegur áfangi fyrir stéttina. Ný fagráð - aðild sjúkraliða Sjálfstraust stéttarinnar hefur vaxið með aukinni menntun og stærra hlutverki í heilbrigðisgeiranum. Það hefur leitt til þeirrar sjálfsögðu kröfu að sjúkraliðar fái til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir tækifæri til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Rökstuddum kröfum um aðild sjúkraliða að hjúkrunarráði Landspítalans var þó jafnan hafnað, síðast þegar ég varð formaður Sjúkraliðafélagsins árið 2018. Sú framkoma sýnir vel hvernig reynt var lengi vel að halda stéttinni í miklu þrengri stöðu en núverandi styrkur og mikilvægi sjúkraliða réttlætir. Við höfum svarað því með því að berjast fyrir að tekin verði upp fagráð með aðild allra fagstétta. Slík ráð eru í fullu samræmi við stjórnunarhætti á heilbrigðisstofnunum nútímans þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, teymisstjórnun og samvinnu fagstétta. Sjálf sendi ég velferðarnefnd Alþingis rökstutt álit félagsins þar sem mælt var með því að hjúkrunarráð yrði lagt niður og fagráð tekin upp á öllum heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkraliða er því mikið fagnaðarefni að Alþingi samþykkti í byrjun sumars ný lög, þar sem hjúkrunarráð Landspítalans er lagt niður og ný fagráð verða tekin upp. Við skipan í þau verður ekki gengið framhjá sjúkraliðum, enda eru þeir - svo vitnað sé til orða Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans á ráðstefnu fyrir nokkrum árum – „algjör burðarstétt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Diplómanám fyrir sjúkraliða Í vor gerðust svo þau stórtíðindi í menntasögu félagsins að fallist var á eindregnar kröfur félagsins að tveggja ára diplómanám í sjúkraliðun verður tekið upp við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Aðfaranám hefst á næstu haustdögum. Möguleikar á námi á háskólastigi mun gjörbreyta stöðu stéttarinnar til framtíðar. Með því er búið að skapa samfellda námsleið frá framhaldsskóla inn á háskólastig. Þetta svalar í senn þorsta margra sjúkraliða um frekara nám, auðveldar nýliðun í stéttinni þar sem ungt fólk sér í sjúkraliðun aukin tækifæri, og hærra menntastig stéttarinnar mun auka gæði hjúkrunar í landinu. Með aukinni menntun og þarmeð færni mun stéttin gera kröfur um aukna ábyrgð innan heilbrigðisgeirans. Aukin ábyrgð kallar á betri kjör. Sagan sýnir hins vegar að stjórnendur sjúkra- og hjúkrunarstofnana hafa ekki lagað stofnanir sínar nægilega að aukinni menntun og þarmeð meiri hæfni sjúkraliða með því að bjóða skipuleg tækifæri til aukinnar ábyrðar, frama og bættra kjara. Hluti af framrás stéttarinnar og auknum metnaði er að breyta því. Sjúkraliðafélagið mun því samhliða innleiðingu háskólanáms í sjúkraliðun gera skýrar kröfur um að stjórnendur aðlagi stofnanir heilbrigðisgeirans að aukinni menntun stéttarinnar með starfsleiðum sem bjóða upp á meiri ábyrgð í starfi, aukna mögleika á starfsframa og bætt kjör. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun