Atlaga gegn lífríki Íslands Ingólfur Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2020 15:00 Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Á myndum á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum má sjá að Halamið út af Vestfjörðum og sjálft Djúpið eru eftirsóttustu og gjöfulustu fiskimið við landið. Uppeldisstöðvar þorsksins og fjölmargra annarra nytjafisktegunda eru á Vestfjörðum og þá sérstaklega í Djúpinu. Það er ekki að ástæðulausu að Djúpið hefur löngum verið kallað helsta matarkista Íslendinga. Á meðfylgjandi mynd af vef Hafrannsóknastofnunar sést glögglega hversu feikilega dýrmætt forðabúr Djúpið er. Feigðarflan með fjöreggið Það stappar nærri sturlun að áform séu uppi um að setja þarna niður tugþúsundir tonna af eldislaxi í opnum sjókvíum, jafnvel þó áhrif svo gríðarmikils lífmassa á vistkerfi svæðisins hafi ekki verið rannsökuð. Dökka svæðið í gula fletinum út af Vestfjörðum er á Halamiðum, gjöfulustu fiskimiðum við Ísland. Litirnir á kortinu sýna þau mið sem fiskiskipaflotinn sótti árið 2018. Takið líka eftir hversu fengsælt er í Djúpinu. Þar eru uppeldisstöðvar margra fisktegunda.Mynd af vef Hafró Norskir sjómenn halda því fram að sjókvíaeldið þar við land hafi haft skelfileg áhrif á rækjustofna og þorskinn. Þeir beinlínis fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Hrikalegar afleiðingar skordýraeitursins sem notað er í sjókvíaeldi, fyrir rækjuna eru vel þekktar. Norðmenn er hins vegar bara rétt nýbyrjaðir að rannsaka áhrif sjókvíaeldis á þorskstofninn en haustið 2018 ákvað norska ríkisstjórnin að setja fjármagn að andvirði um 650 milljónum íslenskra króna í það verkefni. Rannsóknin hófst svo í janúar 2019 og á að standa í fimm ár. Meðal annars á að rannsaka hvort sjókvíaeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu hans og vöxt. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að í Noregi hrygnir þorsksstofninn við ströndina og heldur svo út til hafs. Þar er miklu minna um að fiskungviði haldi sig inn til fjarða eins og á við hér þar sem þorskurinn hrygnir í fjörðunum. Það er algjört glapræði ef sjávarútvegsráðherra ætlar að láta þessar tilraunir fara fram í náttúrunni sjálfri hér á Íslandi. Því skal seint trúað að útvegsmenn landsins muni sitja aðgerðarlausir hjá í slíku feigðarflani með fjöregg þjóðarinnar. Laxa- og silungsstofnar munu þurrkast út Áhrifi sjókvíaeldis á þorskinn eru sem sagt enn óþekkt. Sama gildir ekki um eyðingarmátt þessa iðnaðar þegar kemur að villtum laxi og silungi. Í Noregi bera tæplega 70 prósent villtra laxastofna merki erfðablöndunar við eldislax. Þar hefur erfðaefni úr þessu hraðvaxta húsdýri komið inn í náttúruval, sem hefur orðið til á þúsundum ára, með þeim ömurlegu afleiðingum að geta villtra stofna til að lifa af í náttúrunni hefur beðið hnekki. Í Djúpinu eru fjölmargar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem hafa átt þar heimkynni löngu áður en Ísland var numið. Þeir munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef eldi í opnum sjókvíum verður heimilað í Djúpinu. Kæru lesendur, munið þetta: Sá ráðherra og sú ríkisstjórnar sem hleypir sjókvíaeldi í Djúpið á sinni vakt mun sitja uppi með ábyrgð á þeirri atlögu gegn lífríki Íslands. Ingólfur Ásgeirsson er flugstjóri og meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - iwf.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Á myndum á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum má sjá að Halamið út af Vestfjörðum og sjálft Djúpið eru eftirsóttustu og gjöfulustu fiskimið við landið. Uppeldisstöðvar þorsksins og fjölmargra annarra nytjafisktegunda eru á Vestfjörðum og þá sérstaklega í Djúpinu. Það er ekki að ástæðulausu að Djúpið hefur löngum verið kallað helsta matarkista Íslendinga. Á meðfylgjandi mynd af vef Hafrannsóknastofnunar sést glögglega hversu feikilega dýrmætt forðabúr Djúpið er. Feigðarflan með fjöreggið Það stappar nærri sturlun að áform séu uppi um að setja þarna niður tugþúsundir tonna af eldislaxi í opnum sjókvíum, jafnvel þó áhrif svo gríðarmikils lífmassa á vistkerfi svæðisins hafi ekki verið rannsökuð. Dökka svæðið í gula fletinum út af Vestfjörðum er á Halamiðum, gjöfulustu fiskimiðum við Ísland. Litirnir á kortinu sýna þau mið sem fiskiskipaflotinn sótti árið 2018. Takið líka eftir hversu fengsælt er í Djúpinu. Þar eru uppeldisstöðvar margra fisktegunda.Mynd af vef Hafró Norskir sjómenn halda því fram að sjókvíaeldið þar við land hafi haft skelfileg áhrif á rækjustofna og þorskinn. Þeir beinlínis fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Hrikalegar afleiðingar skordýraeitursins sem notað er í sjókvíaeldi, fyrir rækjuna eru vel þekktar. Norðmenn er hins vegar bara rétt nýbyrjaðir að rannsaka áhrif sjókvíaeldis á þorskstofninn en haustið 2018 ákvað norska ríkisstjórnin að setja fjármagn að andvirði um 650 milljónum íslenskra króna í það verkefni. Rannsóknin hófst svo í janúar 2019 og á að standa í fimm ár. Meðal annars á að rannsaka hvort sjókvíaeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu hans og vöxt. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að í Noregi hrygnir þorsksstofninn við ströndina og heldur svo út til hafs. Þar er miklu minna um að fiskungviði haldi sig inn til fjarða eins og á við hér þar sem þorskurinn hrygnir í fjörðunum. Það er algjört glapræði ef sjávarútvegsráðherra ætlar að láta þessar tilraunir fara fram í náttúrunni sjálfri hér á Íslandi. Því skal seint trúað að útvegsmenn landsins muni sitja aðgerðarlausir hjá í slíku feigðarflani með fjöregg þjóðarinnar. Laxa- og silungsstofnar munu þurrkast út Áhrifi sjókvíaeldis á þorskinn eru sem sagt enn óþekkt. Sama gildir ekki um eyðingarmátt þessa iðnaðar þegar kemur að villtum laxi og silungi. Í Noregi bera tæplega 70 prósent villtra laxastofna merki erfðablöndunar við eldislax. Þar hefur erfðaefni úr þessu hraðvaxta húsdýri komið inn í náttúruval, sem hefur orðið til á þúsundum ára, með þeim ömurlegu afleiðingum að geta villtra stofna til að lifa af í náttúrunni hefur beðið hnekki. Í Djúpinu eru fjölmargar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem hafa átt þar heimkynni löngu áður en Ísland var numið. Þeir munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef eldi í opnum sjókvíum verður heimilað í Djúpinu. Kæru lesendur, munið þetta: Sá ráðherra og sú ríkisstjórnar sem hleypir sjókvíaeldi í Djúpið á sinni vakt mun sitja uppi með ábyrgð á þeirri atlögu gegn lífríki Íslands. Ingólfur Ásgeirsson er flugstjóri og meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - iwf.is
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun