Kapítalisminn sem kveikti í Valgerður Árnadóttir skrifar 9. janúar 2020 08:00 Ég skrifa þennan pistil því ég er hætt að sofa á nóttunni. Þar sem ég sef ekki vegna þess að ég hugsa svo mikið um hversu lítils megnuð ég er gagnvart vandamálum heimsins þá get ég alveg eins skrifað niður það sem ég er að hugsa og vonað að það hafi einhver áhrif. Greta Thunberg sagði eftirminnilega: „Ég vil að þið bregðist við eins og það sé kviknað í húsinu ykkar, vegna þess að það er það!” og hún hafði rétt fyrir sér. Það er kviknað í húsinu okkar, þó að Ástralía og regnskógar Amazon og Afríku séu langt í burtu þá eru þau samt í “húsinu okkar”, á sömu jörð, og eldarnir þar koma okkur sannarlega við. Náttúra og dýralíf, heilu vistkerfin sem eru brunnin hefur áhrif á líf okkar allra og það til frambúðar, það er ekki aftur snúið fyrir hundruðir dýrategunda sem eru útdauð og fyrir þúsunda ára gróður og tré sem eru horfin. „500 milljón dýra hafa drepist í eldunum!”,- svona birtust tölurnar okkur fyrir nokkrum dögum, tölum sem nú hafa hækkað í tæplega þúsund milljónir. Fyrir nokkrum dögum hafði því sem samsvarað hálfu Íslandi brunnið, í dag var það komið í 80% af stærð Íslands, en á morgun? Ráðamenn um allan heim hafa brugðist okkur. Meira að segja í Ástralíu, í skíðlogandi húsinu standa menn og segja “Þetta er ekki hamfarahlýnun af mannavöldum um að kenna!” Jafnvel í miðjum eldinum afneita menn eldinum. Dýrin vissu það þegar mannskepnan lærði að kveikja eld að nú væri illa fyrir þeim komið og þau höfðu því miður rétt fyrir sér. Með allt okkar vit, yfirburði og völd hefur okkur tekist að eyðileggja og menga meira á jörðinni á 200 árum en öll árþúsundin þar á undan. Til hvers er þetta vit ef við gerum ekkert gott með það? Ég vil trúa því að fólk sé að mestu leiti gott. Kannski er það barnsleg trú því í samanburði við þessar tölur yfir dýr sem hafa dáið í eldunum þá tekur okkur einungis 2 daga að drepa sama magn í sláturhúsum. 250 milljónir dýra er slátrað á hverjum degi og það gerum við viljandi og meirihluti fólks þykir það bara í góðu lagi. Það ber fyrir sig að svona hafi þetta alltaf verið og að þetta sé “hringrás náttúrunnar”. Það er hins vegar ekki rétt, verksmiðjuframleiðsla og markaðsetning kjöt- og mjólkuriðnaðarins síðustu 100 ár hefur leitt til þess að vestræn manneskja borðar margfalt meira af kjöti og mjólkurvörum en áður var gert og mikið meira en hollt getur talist. Jafnvel þó lífsstílssjúkdómar séu stærsta heilsufarsvandamál okkar og kostar heilbrigðiskerfin billjónir árlega. Jafnvel þó framleiðsla dýraafurða sé annar stærsti þáttur í losun gróðurhúsaloftegunda, stærsta orsök eyðileggingar skóga, votlendis og vistkerfa er fólk í afneitun á eigin neyslu og neitar að horfast í augu við vandann. Löngum hefur þótt tabú og öfgafullt að kenna kapítalíska kerfinu um þessa þróun, ef man svo mikið sem gagnrýnir kapítalismann þá er man kölluð kommúnisti og öfgamanneskja. En það liggur frekar beint við að kerfi sem snýst um að hámarka hagnað, á kostnað alls annars, á kostnað mannréttinda, náttúru og dýra er um að kenna. Að kerfi sem snýst um að framleiða og selja miklu meira en nokkur þarf bara til að selja það er eyðileggingarmaskína. Kerfi sem níðist á þeim fátæku sem aldrei komast úr vítahring þrælavinnu og lætur öllum líða illa ef það á ekki nýjasta símann eða flottasta bílinn. Kerfi sem lætur okkur gleyma því hver við erum, að við erum í raun partur af náttúru, af hringrás sem við þurfum að bera virðingu fyrir því án hennar lifum við ekki af. Við lifum vel af án síma, bíls og snjallúrs en samt er það orðið okkar markmið í lífinu að eignast það, sjáið bara geislabaug fyrirsætunnar í Kringlu-auglýsingunni fyrir jólin, geislabaugur úr snjallsímum. Hún endurspeglar raunveruleika okkar. Hvaða glataði og innantómi raunveruleiki er það? Kapítalismi í núverandi mynd er sannarlega ekki kerfi sem styður vistkerfi jarðar og hringrás náttúrunnar. Í ágúst síðastliðnum tókum við í Pírötum undir með helstu náttúruverndarsamtökum landsins að lýsa ætti fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum og skuldbinda [Ísland] sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð.. En síðan hefur ekkert gerst og það sást bersýnilega í Kryddsíldinni á gamlársdag þegar formenn ríkisstjórnarflokkana voru spurðir út í hvað þeir ætla að gera varðandi þennan vanda að þau ætla ekki að aðhafast neitt frekar en þau nú þegar hafa gert, “við erum nefnilega að gera meira en sumir aðrir.” En það þýðir ekki að við séum að gera nóg! Við þurfum að vakna úr værum blundi núna. Gerum okkur grein fyrir því að það sem brennur núna er úrelt kerfi, slökkvum þessa elda og byggjum upp nýtt kerfi, kerfi sem setur náttúruna, undirstöðu alls lífs í fyrsta sæti. Lýsum yfir neyðarástandi, komum á nýrri stjórnarskrá og setjum alvöru aðgerðaáætun í gang! Notum þetta vit okkar nú einu sinni til góðs.Höfundur er umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Valgerður Árnadóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég skrifa þennan pistil því ég er hætt að sofa á nóttunni. Þar sem ég sef ekki vegna þess að ég hugsa svo mikið um hversu lítils megnuð ég er gagnvart vandamálum heimsins þá get ég alveg eins skrifað niður það sem ég er að hugsa og vonað að það hafi einhver áhrif. Greta Thunberg sagði eftirminnilega: „Ég vil að þið bregðist við eins og það sé kviknað í húsinu ykkar, vegna þess að það er það!” og hún hafði rétt fyrir sér. Það er kviknað í húsinu okkar, þó að Ástralía og regnskógar Amazon og Afríku séu langt í burtu þá eru þau samt í “húsinu okkar”, á sömu jörð, og eldarnir þar koma okkur sannarlega við. Náttúra og dýralíf, heilu vistkerfin sem eru brunnin hefur áhrif á líf okkar allra og það til frambúðar, það er ekki aftur snúið fyrir hundruðir dýrategunda sem eru útdauð og fyrir þúsunda ára gróður og tré sem eru horfin. „500 milljón dýra hafa drepist í eldunum!”,- svona birtust tölurnar okkur fyrir nokkrum dögum, tölum sem nú hafa hækkað í tæplega þúsund milljónir. Fyrir nokkrum dögum hafði því sem samsvarað hálfu Íslandi brunnið, í dag var það komið í 80% af stærð Íslands, en á morgun? Ráðamenn um allan heim hafa brugðist okkur. Meira að segja í Ástralíu, í skíðlogandi húsinu standa menn og segja “Þetta er ekki hamfarahlýnun af mannavöldum um að kenna!” Jafnvel í miðjum eldinum afneita menn eldinum. Dýrin vissu það þegar mannskepnan lærði að kveikja eld að nú væri illa fyrir þeim komið og þau höfðu því miður rétt fyrir sér. Með allt okkar vit, yfirburði og völd hefur okkur tekist að eyðileggja og menga meira á jörðinni á 200 árum en öll árþúsundin þar á undan. Til hvers er þetta vit ef við gerum ekkert gott með það? Ég vil trúa því að fólk sé að mestu leiti gott. Kannski er það barnsleg trú því í samanburði við þessar tölur yfir dýr sem hafa dáið í eldunum þá tekur okkur einungis 2 daga að drepa sama magn í sláturhúsum. 250 milljónir dýra er slátrað á hverjum degi og það gerum við viljandi og meirihluti fólks þykir það bara í góðu lagi. Það ber fyrir sig að svona hafi þetta alltaf verið og að þetta sé “hringrás náttúrunnar”. Það er hins vegar ekki rétt, verksmiðjuframleiðsla og markaðsetning kjöt- og mjólkuriðnaðarins síðustu 100 ár hefur leitt til þess að vestræn manneskja borðar margfalt meira af kjöti og mjólkurvörum en áður var gert og mikið meira en hollt getur talist. Jafnvel þó lífsstílssjúkdómar séu stærsta heilsufarsvandamál okkar og kostar heilbrigðiskerfin billjónir árlega. Jafnvel þó framleiðsla dýraafurða sé annar stærsti þáttur í losun gróðurhúsaloftegunda, stærsta orsök eyðileggingar skóga, votlendis og vistkerfa er fólk í afneitun á eigin neyslu og neitar að horfast í augu við vandann. Löngum hefur þótt tabú og öfgafullt að kenna kapítalíska kerfinu um þessa þróun, ef man svo mikið sem gagnrýnir kapítalismann þá er man kölluð kommúnisti og öfgamanneskja. En það liggur frekar beint við að kerfi sem snýst um að hámarka hagnað, á kostnað alls annars, á kostnað mannréttinda, náttúru og dýra er um að kenna. Að kerfi sem snýst um að framleiða og selja miklu meira en nokkur þarf bara til að selja það er eyðileggingarmaskína. Kerfi sem níðist á þeim fátæku sem aldrei komast úr vítahring þrælavinnu og lætur öllum líða illa ef það á ekki nýjasta símann eða flottasta bílinn. Kerfi sem lætur okkur gleyma því hver við erum, að við erum í raun partur af náttúru, af hringrás sem við þurfum að bera virðingu fyrir því án hennar lifum við ekki af. Við lifum vel af án síma, bíls og snjallúrs en samt er það orðið okkar markmið í lífinu að eignast það, sjáið bara geislabaug fyrirsætunnar í Kringlu-auglýsingunni fyrir jólin, geislabaugur úr snjallsímum. Hún endurspeglar raunveruleika okkar. Hvaða glataði og innantómi raunveruleiki er það? Kapítalismi í núverandi mynd er sannarlega ekki kerfi sem styður vistkerfi jarðar og hringrás náttúrunnar. Í ágúst síðastliðnum tókum við í Pírötum undir með helstu náttúruverndarsamtökum landsins að lýsa ætti fyrir neyðarástandi í loftslagsmálum og skuldbinda [Ísland] sem þjóð til að sýna alvöru ábyrgð.. En síðan hefur ekkert gerst og það sást bersýnilega í Kryddsíldinni á gamlársdag þegar formenn ríkisstjórnarflokkana voru spurðir út í hvað þeir ætla að gera varðandi þennan vanda að þau ætla ekki að aðhafast neitt frekar en þau nú þegar hafa gert, “við erum nefnilega að gera meira en sumir aðrir.” En það þýðir ekki að við séum að gera nóg! Við þurfum að vakna úr værum blundi núna. Gerum okkur grein fyrir því að það sem brennur núna er úrelt kerfi, slökkvum þessa elda og byggjum upp nýtt kerfi, kerfi sem setur náttúruna, undirstöðu alls lífs í fyrsta sæti. Lýsum yfir neyðarástandi, komum á nýrri stjórnarskrá og setjum alvöru aðgerðaáætun í gang! Notum þetta vit okkar nú einu sinni til góðs.Höfundur er umhverfisverndarsinni.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun