Tíu leikmenn Liverpool liðsins hafa aldrei tapað á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 10:00 Sadio Mane hefur aldrei tapað á Anfield en Bobby Firmino var með í síðasta tapleiknum í apríl 2017. Getty/John Powell Liverpool er á góðri leið með að tryggja sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990 og getur náð nítján stiga forskot á toppi deildarinnar með sigri á West Ham í London í kvöld. Liverpool liðið hefur unnið 22 af 23 deildarleikjum sínum á leiktíðinni og hefur ekki tapað í 40 deildarleikjum í röð. Stemmningin á Anfield, heimavelli Liverpool, er engu lík og stuðningsmenn félagsins muna varla eftir síðasta tapleik liðsins á vellinum. Það er kannski ekkert skrýtið því tíu leikmenn í leikmannahópi Liverpool í dag hafa aldrei tapað deildarleik á Anfield. Liverpool lék sinn 50. deildarleik í röð án taps þegar liðið vann Úlfana í síðasta leik ársins en hefur síðan unnið báða leiki sína á Anfield, fyrst 2-0 sigur á Sheffield United og svo 2-0 sigur á Manchester United. Síðasta deildartap Liverpool á Anfield kom á móti Crystal Palace 23. apríl 2017. Sadio Mane er sá af þeim sem hefur spilað flesta leiki á Anfield án þess að tapa en þeir eru núna orðnir 59 talsins. Af þessum 59 leikjum Mane á Anfield hafa 50 þeirra unnist. Mane var leikmaður Liverpool í apríl 2017 en missti af leiknum á móti Crystal Palace vegna hnémeiðsla. Mane missti líka af tapleik á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea City í janúar þetta sama tímabil því hann var þá í landsliðsverkefni með Senegal. Gylfi skoraði sigurmark Swansea í þeim leik sem er næstsíðasta deildartap Liverpool á Anfield. Hinir taplausu leikmennirnir eru: Mohamed Salah (49 leikir), Andy Robertson (43 leikir), Virgil van Dijk (38 leikir), Alisson Becker (27 leikir), Alex Oxlade-Chamberlain (23 leikir), Fabinho (21 leikur), Naby Keita (15 leikir), Xherdan Shaqiri (15 leikir) og Adrian (6 leikir). Næsti heimaleikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er á móti Southampton um næstu helgi. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Liverpool er á góðri leið með að tryggja sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990 og getur náð nítján stiga forskot á toppi deildarinnar með sigri á West Ham í London í kvöld. Liverpool liðið hefur unnið 22 af 23 deildarleikjum sínum á leiktíðinni og hefur ekki tapað í 40 deildarleikjum í röð. Stemmningin á Anfield, heimavelli Liverpool, er engu lík og stuðningsmenn félagsins muna varla eftir síðasta tapleik liðsins á vellinum. Það er kannski ekkert skrýtið því tíu leikmenn í leikmannahópi Liverpool í dag hafa aldrei tapað deildarleik á Anfield. Liverpool lék sinn 50. deildarleik í röð án taps þegar liðið vann Úlfana í síðasta leik ársins en hefur síðan unnið báða leiki sína á Anfield, fyrst 2-0 sigur á Sheffield United og svo 2-0 sigur á Manchester United. Síðasta deildartap Liverpool á Anfield kom á móti Crystal Palace 23. apríl 2017. Sadio Mane er sá af þeim sem hefur spilað flesta leiki á Anfield án þess að tapa en þeir eru núna orðnir 59 talsins. Af þessum 59 leikjum Mane á Anfield hafa 50 þeirra unnist. Mane var leikmaður Liverpool í apríl 2017 en missti af leiknum á móti Crystal Palace vegna hnémeiðsla. Mane missti líka af tapleik á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea City í janúar þetta sama tímabil því hann var þá í landsliðsverkefni með Senegal. Gylfi skoraði sigurmark Swansea í þeim leik sem er næstsíðasta deildartap Liverpool á Anfield. Hinir taplausu leikmennirnir eru: Mohamed Salah (49 leikir), Andy Robertson (43 leikir), Virgil van Dijk (38 leikir), Alisson Becker (27 leikir), Alex Oxlade-Chamberlain (23 leikir), Fabinho (21 leikur), Naby Keita (15 leikir), Xherdan Shaqiri (15 leikir) og Adrian (6 leikir). Næsti heimaleikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er á móti Southampton um næstu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira