Tíu leikmenn Liverpool liðsins hafa aldrei tapað á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 10:00 Sadio Mane hefur aldrei tapað á Anfield en Bobby Firmino var með í síðasta tapleiknum í apríl 2017. Getty/John Powell Liverpool er á góðri leið með að tryggja sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990 og getur náð nítján stiga forskot á toppi deildarinnar með sigri á West Ham í London í kvöld. Liverpool liðið hefur unnið 22 af 23 deildarleikjum sínum á leiktíðinni og hefur ekki tapað í 40 deildarleikjum í röð. Stemmningin á Anfield, heimavelli Liverpool, er engu lík og stuðningsmenn félagsins muna varla eftir síðasta tapleik liðsins á vellinum. Það er kannski ekkert skrýtið því tíu leikmenn í leikmannahópi Liverpool í dag hafa aldrei tapað deildarleik á Anfield. Liverpool lék sinn 50. deildarleik í röð án taps þegar liðið vann Úlfana í síðasta leik ársins en hefur síðan unnið báða leiki sína á Anfield, fyrst 2-0 sigur á Sheffield United og svo 2-0 sigur á Manchester United. Síðasta deildartap Liverpool á Anfield kom á móti Crystal Palace 23. apríl 2017. Sadio Mane er sá af þeim sem hefur spilað flesta leiki á Anfield án þess að tapa en þeir eru núna orðnir 59 talsins. Af þessum 59 leikjum Mane á Anfield hafa 50 þeirra unnist. Mane var leikmaður Liverpool í apríl 2017 en missti af leiknum á móti Crystal Palace vegna hnémeiðsla. Mane missti líka af tapleik á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea City í janúar þetta sama tímabil því hann var þá í landsliðsverkefni með Senegal. Gylfi skoraði sigurmark Swansea í þeim leik sem er næstsíðasta deildartap Liverpool á Anfield. Hinir taplausu leikmennirnir eru: Mohamed Salah (49 leikir), Andy Robertson (43 leikir), Virgil van Dijk (38 leikir), Alisson Becker (27 leikir), Alex Oxlade-Chamberlain (23 leikir), Fabinho (21 leikur), Naby Keita (15 leikir), Xherdan Shaqiri (15 leikir) og Adrian (6 leikir). Næsti heimaleikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er á móti Southampton um næstu helgi. Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Liverpool er á góðri leið með að tryggja sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990 og getur náð nítján stiga forskot á toppi deildarinnar með sigri á West Ham í London í kvöld. Liverpool liðið hefur unnið 22 af 23 deildarleikjum sínum á leiktíðinni og hefur ekki tapað í 40 deildarleikjum í röð. Stemmningin á Anfield, heimavelli Liverpool, er engu lík og stuðningsmenn félagsins muna varla eftir síðasta tapleik liðsins á vellinum. Það er kannski ekkert skrýtið því tíu leikmenn í leikmannahópi Liverpool í dag hafa aldrei tapað deildarleik á Anfield. Liverpool lék sinn 50. deildarleik í röð án taps þegar liðið vann Úlfana í síðasta leik ársins en hefur síðan unnið báða leiki sína á Anfield, fyrst 2-0 sigur á Sheffield United og svo 2-0 sigur á Manchester United. Síðasta deildartap Liverpool á Anfield kom á móti Crystal Palace 23. apríl 2017. Sadio Mane er sá af þeim sem hefur spilað flesta leiki á Anfield án þess að tapa en þeir eru núna orðnir 59 talsins. Af þessum 59 leikjum Mane á Anfield hafa 50 þeirra unnist. Mane var leikmaður Liverpool í apríl 2017 en missti af leiknum á móti Crystal Palace vegna hnémeiðsla. Mane missti líka af tapleik á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea City í janúar þetta sama tímabil því hann var þá í landsliðsverkefni með Senegal. Gylfi skoraði sigurmark Swansea í þeim leik sem er næstsíðasta deildartap Liverpool á Anfield. Hinir taplausu leikmennirnir eru: Mohamed Salah (49 leikir), Andy Robertson (43 leikir), Virgil van Dijk (38 leikir), Alisson Becker (27 leikir), Alex Oxlade-Chamberlain (23 leikir), Fabinho (21 leikur), Naby Keita (15 leikir), Xherdan Shaqiri (15 leikir) og Adrian (6 leikir). Næsti heimaleikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er á móti Southampton um næstu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira