Guardiola ósáttur með „Emptyhad“: Ég veit ekki af hverju var ekki fullt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 10:00 Það mættu mun færri en vanalega á Etihad leikvanginn um helgina en ekki þó alveg svona fáir. Getty/ Tim Goode Pep Guardiola talaði um lélega mætingu stuðningsmanna Manchester City á bikarleiknum á móti Fulham um helgina. Manchester City setti þar upp sýningu í 4-0 sigri á b-deildarliðinu. Það mættu reyndar 39.223 á leikinn sem var í þriðja sæti yfir þá leiki í enska bikarnum um helgina þar sem voru flestir áhorfendur. Í sjónvarpsútsendingu leiksins var það hins vegar mjög áberandi hversu mörg sæti voru auð og þar voru miklu færri en mæta vanalega á heimaleiki liðsins. Pep Guardiola was disappointed with Man City fans today. He hopes more of them turn up on Wednesday.https://t.co/XjIRNFGY33pic.twitter.com/1WDKrM0FeI— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2020 „Það var ekki fullt í dag og ég veit ekki af hverju,“ sagði Pep Guardiola en vonaðist eftir því að fleiri myndu mæta í vikunni á seinni undanúrslitaleik liðsins á móti Manchester United í enska deildabikarnum. „Þar fáum við tækifæri til að tryggja okkur leik á Wembley þriðja árið í röð. Vonandi koma stuðningsmennirnir okkar og fleiri heldur en í dag,“ sagði Guardiola en Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. „Vonandi getur stuðningsfólkið stutt okkur meira og hjálpað okkur að spila þennan leik af skynsemi,“ sagði Guardiola. Það fór eflaust ekki vel í harða stuðningsmenn félagsins að lesa um „Emptyhad“ í stað Ethiad á samfélasmiðlum í kringum leikinn. Miðaverðið á leikinn um helgina var frá 10 til 35 pundum fyrir fullorða og frá 1 til 20 pundum fyrir krakka sem eru ekki orðnir átján ára. Það er frá 1600 til 5700 krónur fyrir fullorðna og frá 163 til 3200 krónum fyrir börn. Það hafa komið 54.391 manns að meðaltali á deildarleiki Manchester City í vetur og yfir 50 þúsund hafa komið að meðaltali á leiki liðsins í Meistaradeildinni. Þessi aðsókn á móti er því stór breyting frá því og líka frá fyrsta bikarleik tímabilsins á móti Port Vale þar sem mættur 52.433 eða 13.210 fleiri en á móti Fulham um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guardiola hefur gagnrýnt stuðninginn frá Manchester City fólki því hann var líka vonsvikinn með að félagið seldui aðeins 25 af 30 þúsund miðum sem það fékk á undanúrslit enska bikarsins á móti Brighton á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Pep Guardiola talaði um lélega mætingu stuðningsmanna Manchester City á bikarleiknum á móti Fulham um helgina. Manchester City setti þar upp sýningu í 4-0 sigri á b-deildarliðinu. Það mættu reyndar 39.223 á leikinn sem var í þriðja sæti yfir þá leiki í enska bikarnum um helgina þar sem voru flestir áhorfendur. Í sjónvarpsútsendingu leiksins var það hins vegar mjög áberandi hversu mörg sæti voru auð og þar voru miklu færri en mæta vanalega á heimaleiki liðsins. Pep Guardiola was disappointed with Man City fans today. He hopes more of them turn up on Wednesday.https://t.co/XjIRNFGY33pic.twitter.com/1WDKrM0FeI— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2020 „Það var ekki fullt í dag og ég veit ekki af hverju,“ sagði Pep Guardiola en vonaðist eftir því að fleiri myndu mæta í vikunni á seinni undanúrslitaleik liðsins á móti Manchester United í enska deildabikarnum. „Þar fáum við tækifæri til að tryggja okkur leik á Wembley þriðja árið í röð. Vonandi koma stuðningsmennirnir okkar og fleiri heldur en í dag,“ sagði Guardiola en Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. „Vonandi getur stuðningsfólkið stutt okkur meira og hjálpað okkur að spila þennan leik af skynsemi,“ sagði Guardiola. Það fór eflaust ekki vel í harða stuðningsmenn félagsins að lesa um „Emptyhad“ í stað Ethiad á samfélasmiðlum í kringum leikinn. Miðaverðið á leikinn um helgina var frá 10 til 35 pundum fyrir fullorða og frá 1 til 20 pundum fyrir krakka sem eru ekki orðnir átján ára. Það er frá 1600 til 5700 krónur fyrir fullorðna og frá 163 til 3200 krónum fyrir börn. Það hafa komið 54.391 manns að meðaltali á deildarleiki Manchester City í vetur og yfir 50 þúsund hafa komið að meðaltali á leiki liðsins í Meistaradeildinni. Þessi aðsókn á móti er því stór breyting frá því og líka frá fyrsta bikarleik tímabilsins á móti Port Vale þar sem mættur 52.433 eða 13.210 fleiri en á móti Fulham um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guardiola hefur gagnrýnt stuðninginn frá Manchester City fólki því hann var líka vonsvikinn með að félagið seldui aðeins 25 af 30 þúsund miðum sem það fékk á undanúrslit enska bikarsins á móti Brighton á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira