Manchester United hefur fest kaup á markverðinum Nathan Bishop frá Southend United.
Southend leikur í ensku C-deildinni. Knattspyrnustjóri liðsins er Sol Campbell en aðstoðarmaður hans er Hermann Hreiðarsson. Þeir léku saman hjá Portsmouth á sínum tíma og urðu bikarmeistarar með liðinu 2008.
Hinn tvítugi Bishop skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við United.
Bishop þreytti frumraun sína með Southend í desember 2017 og lék alls 39 leiki fyrir liðið.
Honum var úthlutað númerinu 30 hjá United. Hann er einn fjögurra markvarða í leikmannahópi United ásamt David de Gea, Sergio Ramos og Lee Grant. Þá er Dean Henderson á láni hjá Sheffield United.
