Meira af verðmyndun auðlinda – er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 11. febrúar 2020 09:00 Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu. En það er fleira sem hefur vakið athygli okkar hjá VM - félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Árið 2016 lét fjármála- og efnahagsráðuneytið útbúa fyrir sig skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í þeim starfshóp áttu sæti meðal annars fólk frá Fjármálaeftirlitinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt skæyrslunni er grunur um að útflutningaverð sjávarafurða sé 8,3% lægra frá Íslandi en innflutningsverð þegar fiskurinn er kominn á leiðarenda erlendis, og því möguleiki á milliverðlagningu. Þessi spurning hefur því legið í loftinu í næstum því fjögur ár en ríkisvaldið virðist ekkert hafa skoðað þetta síðan skýrslan kom út. Það er ótrúlegt að skrifuð er skýrsla sem útilokar ekki þann möguleika að ekki sé verið að gefa upp rétt verð á afla sem veiddur er á Íslandi, og ekkert er gert. Sé þetta sett í tölulegt samhengi þá þýðir 8.3% munur á fiskverði 19,9 milljarða munur á útflutningsverðmæti ef miðað er við útflutningsverð frá 2018. Í skýrslunni kemur einnig fram að til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti.Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna. VM, sem stéttarfélag sjómanna, telur sig verða að spyrja hvort að þeir sem fari með íslensku fiskveiðiauðlindina séu að stinga hluta af ágóðanum í eigin vasa? Það er staðreynd að mörg íslensk útgerðarfyrirtæki eiga sín eigin sölufyrirtæki erlendis, til dæmis í Asíu, Frakklandi, Grikklandi og víðar. Hér er ég ekki að fullyrða að þessi félög séu notuð til milliverðlagningu afurða, en það er mjög skrýtið þegar skýrsluhöfundar á vegum fjármála og efnahagsráðherra varpa fram þessum spurningum, að það sé ekki kannað frekar. Í mínum huga er það ljóst, þegar fyrirtæki fara með nýttingarrétt yfir auðlind þjóðarinnar þá þarf það að vera krafa númer eitt, tvö og þrjú að þjóðin fái réttlátan arð fyrir auðlindir landsins. Höfundur er formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Sjávarútvegur Tengdar fréttir Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. 23. janúar 2020 13:00 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu. En það er fleira sem hefur vakið athygli okkar hjá VM - félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Árið 2016 lét fjármála- og efnahagsráðuneytið útbúa fyrir sig skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Í þeim starfshóp áttu sæti meðal annars fólk frá Fjármálaeftirlitinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt skæyrslunni er grunur um að útflutningaverð sjávarafurða sé 8,3% lægra frá Íslandi en innflutningsverð þegar fiskurinn er kominn á leiðarenda erlendis, og því möguleiki á milliverðlagningu. Þessi spurning hefur því legið í loftinu í næstum því fjögur ár en ríkisvaldið virðist ekkert hafa skoðað þetta síðan skýrslan kom út. Það er ótrúlegt að skrifuð er skýrsla sem útilokar ekki þann möguleika að ekki sé verið að gefa upp rétt verð á afla sem veiddur er á Íslandi, og ekkert er gert. Sé þetta sett í tölulegt samhengi þá þýðir 8.3% munur á fiskverði 19,9 milljarða munur á útflutningsverðmæti ef miðað er við útflutningsverð frá 2018. Í skýrslunni kemur einnig fram að til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti.Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna. VM, sem stéttarfélag sjómanna, telur sig verða að spyrja hvort að þeir sem fari með íslensku fiskveiðiauðlindina séu að stinga hluta af ágóðanum í eigin vasa? Það er staðreynd að mörg íslensk útgerðarfyrirtæki eiga sín eigin sölufyrirtæki erlendis, til dæmis í Asíu, Frakklandi, Grikklandi og víðar. Hér er ég ekki að fullyrða að þessi félög séu notuð til milliverðlagningu afurða, en það er mjög skrýtið þegar skýrsluhöfundar á vegum fjármála og efnahagsráðherra varpa fram þessum spurningum, að það sé ekki kannað frekar. Í mínum huga er það ljóst, þegar fyrirtæki fara með nýttingarrétt yfir auðlind þjóðarinnar þá þarf það að vera krafa númer eitt, tvö og þrjú að þjóðin fái réttlátan arð fyrir auðlindir landsins. Höfundur er formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. 23. janúar 2020 13:00
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar