Bestu kvennalið Evrópu hefja leik í Baskalandi og allt í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 16:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér Þýskalandsmeistaratitlinum með nú fyrrum liðsfélögum sínum í VfL Wolfsburg liðinu. Getty/Maja Hitij Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum og hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi en spilað verður á heimavelli Athletic Bilbao (San Mamés) og heimavelli Real Sociedad (Anoeta). Lokaúrslitin verða kláruð á tíu dögum frá 21. ágúst til 30. ágúst. Undanúrslitin verða 25. og 26 ágúst en úrslitaleikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Sociedad sunnudaginn 30. ágúst. Ísland á sinn fulltrúa í úrslitunum í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Evrópumeisturum Olympique Lyon. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gamla liðið hennar, VfL Wolfsburg, vegnar eftir að liðið missti Söru af miðjunni sinni. TOMORROW!!!! See the schedule as #UWCL IS BACK — #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 Við þurfum samt að bíða eftir leik Lyon þar til á laugardaginn en annað kvöld fara fram tveir leikir og þar á meðal er leikur Wolfsburg liðsins. Wolfsburg datt út úr átta liða úrslitunum í fyrra en liðið var þó óheppið í drættinum og lenti á móti verðandi Evrópumeisturum Lyon. Að þessu sinni eru mótherjarnir skosku meistararnir í Glasgow City en þær unnu skoska titilinn þrettánda árið í röð á síðasta ári. Meðal leikmanna Glasgow City liðsins er hin norður-írska Lauren Wade sem hjálpaði Þrótti upp í Pepsi Max deildina fyrir ári síðan. Wade skoraði þá 25 mörk í 21 leik í deild og bikar. Wolfsburg fékk miðjumann í stað Söru í sumar en það er þýska unglingalandsliðskonan Lena Oberdorf sem er aðeins átján ára gömul. Hún var kosin besti leikmaður EM U17 árið 2017 þar sem Þýskaland vann gull og er þegar búin að spila þrettán A-landsleiki fyrir Þýskaland. She-Wolf Lena #Oberdorf has been awarded the Fritz Walter Gold Medal. Best young player https://t.co/LAPxAxGvNO#VfLWolfsburg @VfLWob_Frauen pic.twitter.com/yNKwvD1K0E— VfL Wolfsburg EN (@VfLWolfsburg_EN) August 19, 2020 Hinn leikur dagsins er á milli spænsku liðanna Atlético Madrid og Barcelona. Atlético Madrid er í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum en Barcelona fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Atlético Madrid vann spænska titilinn 2019 en Barcelona fékk titilinn fyrir árið 2020 þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er einvígi á milli bestu spænsku liðanna sem hafa barist um spænska titilinn undanfarin ár. Leikur liðanna í fyrra vakti mikla athygli þegar meira en sextíu þúsund manns mættu á Metropolitano og settu nýtt áhorfendamet á kvennaleik. Það verða mörg augu á þeim Toni Duggan hjá Atlético Madrid og Jenni Hermoso hjá Barcelona. Ekki aðeins eru þær frábærir leikmenn heldur spiluðu þær fyrir hitt liðið í fyrra, Hermoso hjá Atlético og Duggan hjá Barca. Two strikers that swapped clubs last summer - and are set to meet when @AtletiFemenino face @FCBfemeni in the #UWCL quarter-finals on Friday: who will come out on top?1 @toniduggan2 @Jennihermoso pic.twitter.com/E55vEv3lIk— #UWCL (@UWCL) August 18, 2020 Sigurvegarar úr leikjum föstudagskvöldsins mætast síðan í undanúrslitunum. Leikir morgundagsins hefjast báðir klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 (Atletico Madrid - Barcelona) og Stöð 2 Sport 3 (Glasgow City - Wolfsburg). Most likely to They have #UWCL quarter-final tomorrow - but more importantly which @VfLWob_Frauen player would win a quiz? The players explain all pic.twitter.com/ESZmvhIC0Q— #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 | Good Morning!Here is a look at the squad heading to Spain yesterday. #PetershillRoarAtHome pic.twitter.com/0mqKBtSbiQ— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) August 20, 2020 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum og hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara síðan fram á laugardaginn. Allir leikirnir fara fram í Baskalandi en spilað verður á heimavelli Athletic Bilbao (San Mamés) og heimavelli Real Sociedad (Anoeta). Lokaúrslitin verða kláruð á tíu dögum frá 21. ágúst til 30. ágúst. Undanúrslitin verða 25. og 26 ágúst en úrslitaleikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Sociedad sunnudaginn 30. ágúst. Ísland á sinn fulltrúa í úrslitunum í ár því landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir spilar með Evrópumeisturum Olympique Lyon. Það verður einnig fróðlegt að sjá hvernig gamla liðið hennar, VfL Wolfsburg, vegnar eftir að liðið missti Söru af miðjunni sinni. TOMORROW!!!! See the schedule as #UWCL IS BACK — #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 Við þurfum samt að bíða eftir leik Lyon þar til á laugardaginn en annað kvöld fara fram tveir leikir og þar á meðal er leikur Wolfsburg liðsins. Wolfsburg datt út úr átta liða úrslitunum í fyrra en liðið var þó óheppið í drættinum og lenti á móti verðandi Evrópumeisturum Lyon. Að þessu sinni eru mótherjarnir skosku meistararnir í Glasgow City en þær unnu skoska titilinn þrettánda árið í röð á síðasta ári. Meðal leikmanna Glasgow City liðsins er hin norður-írska Lauren Wade sem hjálpaði Þrótti upp í Pepsi Max deildina fyrir ári síðan. Wade skoraði þá 25 mörk í 21 leik í deild og bikar. Wolfsburg fékk miðjumann í stað Söru í sumar en það er þýska unglingalandsliðskonan Lena Oberdorf sem er aðeins átján ára gömul. Hún var kosin besti leikmaður EM U17 árið 2017 þar sem Þýskaland vann gull og er þegar búin að spila þrettán A-landsleiki fyrir Þýskaland. She-Wolf Lena #Oberdorf has been awarded the Fritz Walter Gold Medal. Best young player https://t.co/LAPxAxGvNO#VfLWolfsburg @VfLWob_Frauen pic.twitter.com/yNKwvD1K0E— VfL Wolfsburg EN (@VfLWolfsburg_EN) August 19, 2020 Hinn leikur dagsins er á milli spænsku liðanna Atlético Madrid og Barcelona. Atlético Madrid er í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum en Barcelona fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra. Atlético Madrid vann spænska titilinn 2019 en Barcelona fékk titilinn fyrir árið 2020 þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er einvígi á milli bestu spænsku liðanna sem hafa barist um spænska titilinn undanfarin ár. Leikur liðanna í fyrra vakti mikla athygli þegar meira en sextíu þúsund manns mættu á Metropolitano og settu nýtt áhorfendamet á kvennaleik. Það verða mörg augu á þeim Toni Duggan hjá Atlético Madrid og Jenni Hermoso hjá Barcelona. Ekki aðeins eru þær frábærir leikmenn heldur spiluðu þær fyrir hitt liðið í fyrra, Hermoso hjá Atlético og Duggan hjá Barca. Two strikers that swapped clubs last summer - and are set to meet when @AtletiFemenino face @FCBfemeni in the #UWCL quarter-finals on Friday: who will come out on top?1 @toniduggan2 @Jennihermoso pic.twitter.com/E55vEv3lIk— #UWCL (@UWCL) August 18, 2020 Sigurvegarar úr leikjum föstudagskvöldsins mætast síðan í undanúrslitunum. Leikir morgundagsins hefjast báðir klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 (Atletico Madrid - Barcelona) og Stöð 2 Sport 3 (Glasgow City - Wolfsburg). Most likely to They have #UWCL quarter-final tomorrow - but more importantly which @VfLWob_Frauen player would win a quiz? The players explain all pic.twitter.com/ESZmvhIC0Q— #UWCL (@UWCL) August 20, 2020 | Good Morning!Here is a look at the squad heading to Spain yesterday. #PetershillRoarAtHome pic.twitter.com/0mqKBtSbiQ— Glasgow City FC (@GlasgowCityFC) August 20, 2020
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti