Framtíðin er norræn hringrás Bjarni Herrera, Hrund Gunnsteinsdóttir og Harpa Júlíusdóttir skrifa 8. september 2020 07:30 Nú í september 2020 voru sett á fót samnorræn samtök sem ætlað er að vera regnhlífarsamtök um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Samtökin bera heitið ‘NordicCircularHotspot’ og hafa hlotið fjármögnun frá Nordic Innovation að fjárhæð 1,5m norskra króna. Stofnendur og stjórnendur þessara samtaka eru helstu sérfræðingar Norðurlandanna í hringrásarhagkerfinu og eru undirrituð hluti af þeim hóp. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni mun þá gegna því hlutverki að vera miðja samtakanna hér á landi. Af hverju er þetta mikilvægt? Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) er hagkerfi þar sem leitast er við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi (að öllum úrgangi sé skilað aftur í hringrásina). Þannig má draga úr sóun, nýta betur auðlindir heimsins og ýta undir sjálfbærni. Með iðnbyltingunni fór manneskjan að búa til ótrúlegustu hluti, allt frá bensínvélum til fartölva og tískufatnaðar í massavís. Þessi hugmyndafræði byggði á því að auðlindir heimsins væru ótæmandi og vinnuafl til staðar. Okkar núverandi nálgun hefur náð endimörkum og virkar ekki lengur fyrir fólk, atvinnulíf og umfram allt, jörðina okkar og náttúruna. Nú er því ekki lengur um “rusl” að ræða heldur “úrgang” eða “virði” sem hægt er að nýta. Tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation, leiðandi hugveitu um hringrásarhagkerfið á heimsvísu. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessari þróun á Íslandi: nýsköpunartækifæri, atvinnusköpun og fjárfestingartækifæri sem gætu verið til þess fallin að skapa útflutningsverðmæti, bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka hagsæld á Íslandi. Þannig myndu hráefni nýtast betur og útblástur minnka sem styður við skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Betur má ef duga skal Noregur gerði nýlega heildstæða úttekt á því hvar þjóðin stendur þegar kemur að innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Niðurstaðan er að einungis 2.4% af norsku hagkerfi er í anda hringrásarhagkerfisins. Finnar eru komnir einna lengst af Norðurlöndunum, en þarlend stjórnvöld hafa gert aðgerðaráætlun í víðtæku samráði ólíkra hagaðila og sett sér það markmið að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Í þessum mánuði samþykktu norrænu atvinnuvegaráðherrarnir áætlun þar sem fjármagn er lagt til í verkefni og nýsköpun sem styður við sjálfbærar lausnir og hringrásarhagkerfið. Samvinna fyrirtækja, atvinnugeira og þjóða er ein af þungamiðjum hringrásarhagkerfisins og í þeim anda stendur nú yfir stofnun Nordic Circular Hotspot, samnorræns vettvangs um norræna hringrás. Því betur má ef duga skal. Aðgengi Íslands að vettvangi Nordic Circular Hotspot opnar á fjölda tækifæra til þess að deila reynslu á milli Norðurlandanna, auka samstarf og flýta umbreytingu hagkerfis okkar úr línulegu yfir í hringrásarhagkerfi með tilheyrandi verðmætasköpun. Bjarni Herrera, framkvæmdarstjóri CIRCULAR Solutions Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í september 2020 voru sett á fót samnorræn samtök sem ætlað er að vera regnhlífarsamtök um hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Samtökin bera heitið ‘NordicCircularHotspot’ og hafa hlotið fjármögnun frá Nordic Innovation að fjárhæð 1,5m norskra króna. Stofnendur og stjórnendur þessara samtaka eru helstu sérfræðingar Norðurlandanna í hringrásarhagkerfinu og eru undirrituð hluti af þeim hóp. Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni mun þá gegna því hlutverki að vera miðja samtakanna hér á landi. Af hverju er þetta mikilvægt? Hringrásarhagkerfið (e. circular economy) er hagkerfi þar sem leitast er við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi (að öllum úrgangi sé skilað aftur í hringrásina). Þannig má draga úr sóun, nýta betur auðlindir heimsins og ýta undir sjálfbærni. Með iðnbyltingunni fór manneskjan að búa til ótrúlegustu hluti, allt frá bensínvélum til fartölva og tískufatnaðar í massavís. Þessi hugmyndafræði byggði á því að auðlindir heimsins væru ótæmandi og vinnuafl til staðar. Okkar núverandi nálgun hefur náð endimörkum og virkar ekki lengur fyrir fólk, atvinnulíf og umfram allt, jörðina okkar og náttúruna. Nú er því ekki lengur um “rusl” að ræða heldur “úrgang” eða “virði” sem hægt er að nýta. Tækifæri tengd hringrásarhagkerfinu Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation, leiðandi hugveitu um hringrásarhagkerfið á heimsvísu. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Gríðarleg tækifæri eru fólgin í þessari þróun á Íslandi: nýsköpunartækifæri, atvinnusköpun og fjárfestingartækifæri sem gætu verið til þess fallin að skapa útflutningsverðmæti, bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka hagsæld á Íslandi. Þannig myndu hráefni nýtast betur og útblástur minnka sem styður við skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Betur má ef duga skal Noregur gerði nýlega heildstæða úttekt á því hvar þjóðin stendur þegar kemur að innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Niðurstaðan er að einungis 2.4% af norsku hagkerfi er í anda hringrásarhagkerfisins. Finnar eru komnir einna lengst af Norðurlöndunum, en þarlend stjórnvöld hafa gert aðgerðaráætlun í víðtæku samráði ólíkra hagaðila og sett sér það markmið að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Í þessum mánuði samþykktu norrænu atvinnuvegaráðherrarnir áætlun þar sem fjármagn er lagt til í verkefni og nýsköpun sem styður við sjálfbærar lausnir og hringrásarhagkerfið. Samvinna fyrirtækja, atvinnugeira og þjóða er ein af þungamiðjum hringrásarhagkerfisins og í þeim anda stendur nú yfir stofnun Nordic Circular Hotspot, samnorræns vettvangs um norræna hringrás. Því betur má ef duga skal. Aðgengi Íslands að vettvangi Nordic Circular Hotspot opnar á fjölda tækifæra til þess að deila reynslu á milli Norðurlandanna, auka samstarf og flýta umbreytingu hagkerfis okkar úr línulegu yfir í hringrásarhagkerfi með tilheyrandi verðmætasköpun. Bjarni Herrera, framkvæmdarstjóri CIRCULAR Solutions Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni Harpa Júlíusdóttir, verkefnastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun