Aftökur án dóms og laga Anna Lúðvíksdóttir skrifar 16. september 2020 08:01 Í litlu þorpi í borginni Quezon á Filippseyjum varar presturinn Robert Reyes íbúana við ógn sem er sýnu verri en kórónuveirufaraldurinn, ítrekaðar aftökur án dóms og laga. Á aðeins hálfs mánaðar tímabili jarðsetti séra Reyes þrjú fórnarlömb sem voru tekin af lífi án dóms og laga á svæðinu. Eitt þeirra var Gilbert Paala, 49 ára gamall sölumaður, sem hafði nýverið lokið 10 ára fangelsisafplánun fyrir brot á lögum um vímuefni. Stutt var síðan hann hóf að sjá fyrir fjölskyldu sinni að nýju. Hann var tekinn af lífi þann 20. júlí 2020. Í fyrra hitti ég Marissu Lazaro, móður Christophers filippseysks drengs sem kvöld eitt árið 2017 kom ekki heim. Þegar hún hóf að leita hans hjá lögreglu kom í ljós að hann hafði verið tekinn af lífi án dóms og laga í aðgerðum lögreglu í „stríðinu gegn fíkniefnum”. Hann var tvítugur þegar hann var myrtur. Þegar hún deildi sögu sonar síns, um þau grimmilegu örlög sem hann hlaut, hvernig lífi fjölskyldunnar var snúið á hvolf, óttann og að hvergi væri réttlæti að finna, var ekki annað hægt en að gráta með henni en finna einnig þann mikla styrk sem hún býr yfir. Saga þessa drengs og fjölskyldu hans er aðeins ein af þúsundum. Þrátt fyrir að kastljós alþjóðasamfélagsins hafi í auknum mæli beinst að grafalvarlegum mannréttindabrotum undir stjórn Duterte í „stríðinu gegn fíkniefnum” viðgangast þau enn og ekki sér fyrir endann á þeim. Hinn mikli fjöldi aftaka án dóms og laga á Filippseyjum gerðist ekki af sjálfu sér heldur vegna stefnu ríkisins sem mörkuð var í efstu embættum. Duterte sjálfur hefur margsinnis hvatt til drápa á fólki tengdu fíkniefnaheiminum. Hann segir: „Fyrirskipun mín er að þið verðið skotin til bana. Trúið mér þegar ég segi að mannréttindi skipta mig engu máli.“ Refsileysið er nánast algjört og aðeins örfá dæmi eru um að gerendur hafi verið dregnir til ábyrgðar. Forseti landsins og annað háttsett embættisfólk heldur áfram að hvetja lögreglu til aftaka án dóms og laga. Refsileysið skapar ugg og ótta hjá þolendum, svo sem fjölskyldum fórnarlamba „stríðsins gegn fíkniefnum“ og öðrum sem berjast fyrir mannréttindum í landinu og þóknast ekki yfirvöldum. Það veltur á alþjóðasamfélaginu undir forystu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að taka áþreifanleg og haldbær skref til þess að stemma stigu við þessi mannréttindabrot. Þegar Ísland leiddi ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2019 vegna stöðu mannréttinda á Filippseyjum var það í fyrsta skipti í sögu ráðsins sem ályktun um Filippseyjar var lögð fram. Amnesty International, önnur alþjóðleg mannréttindasamtök, alþjóðasamfélagið í Genf og filippseyskir borgarar fögnuðu framtaki íslenskra stjórnvalda þar sem þau sýndu í verki hve máttug smáríki eru þegar kemur að því að láta til sín taka í baráttunni fyrir bættri stöðu mannréttinda um allan heim. Forysta Íslands markaði tímamót. Í kjölfarið kom út skýrsla mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem varpaði ljósi á hvernig mannréttindi eru fótum troðin undir stjórn Dutertes, m.a. með víðtækum og kerfisbundnum aftökum þúsunda einstaklinga án dóms og laga vegna gruns um brot á lögum um vímuefni. Skýrslan fjallaði einnig um það refsileysi sem viðgengst vegna morðanna og að nánast enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir þessi voðaverk. Fjölskyldur fórnarlambanna upplifa vanmátt og úrræðaleysi þar sem hindranirnar í átt að réttlæti eru nánast óyfirstíganlegar enda bera stjórnvöld ábyrgð á óréttlætinu. Á síðustu fjórum árum hafa mannréttindasamtök, Amnesty International þar á meðal, greint frá því að margar aftökur án dóms og laga eru framkvæmdar af lögreglu eða leyniskyttum sem fá greiðslu frá lögreglu fyrir morðin. Ekki er nóg með að stjórnvöld leyfi þessu að viðgangast refsilaust heldur verðlauna þau jafnvel fyrir aftökurnar með því að veita gerendum stöðuhækkanir eða annars konar viðurkenningu. Þróun síðustu mánaða hefur síst verið til hins betra þegar kemur að mannréttindum. Mannréttindafrömuðurinn Zara Alvarez og friðarsinninn Randall Echanis voru myrt með viku millibili í ágúst. Á aðeins hálfu ári voru yfir 100 þúsund einstaklingar handteknir í aðgerðum stjórnvalda til að takast á við kórónuveirufaraldurinn, harðneskjuleg löggjöf gegn hryðjuverkum var samþykkt og forsetinn hefur ítrekað kallað eftir því að dauðarefsingar verði teknar upp að nýju í landinu. Mannréttindaráðið kemur saman í Genf nú í september og mun taka þar ákvarðanir um hvernig skuli bregðast við þeirri dökku mynd sem skýrsla mannréttindastofnunar dregur upp af ástandinu á Filippseyjum. Ályktun ráðsins um Filippseyjar og skýrsla Sameinuðu þjóðanna sem fylgdi í kjölfarið voru mikilvæg fyrstu skref í átt að því að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í landinu. Þúsundum fjölskyldna sem hafa misst ástvini sína í „stríðinu gegn fíkniefnum“ var veitt von og skilaboð til stjórnvalda og gerenda voru skýr um að kastljósi alþjóðasamfélagsins væri nú beint að þeim brotum sem þarna eiga sér stað og þau verði ekki látin óátalin. Þó að ákveðinn áfangasigur hafi verið unninn með gerð ályktunarinnar og útgáfu skýrslu Sameinuðu þjóðanna er eftirfylgnin ekki síður mikilvæg. Hver verða viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þeim brotum sem skýrslan greinir frá? Mannréttindasamtök og Filippseyingar horfa til Íslands og mannréttindaráðsins alls í þeirri von að gripið verði til raunverulegra aðgerða til að stemma stigu við það ástand sem ríkir á Filippseyjum. Nú er mál að linni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Filippseyjar Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í litlu þorpi í borginni Quezon á Filippseyjum varar presturinn Robert Reyes íbúana við ógn sem er sýnu verri en kórónuveirufaraldurinn, ítrekaðar aftökur án dóms og laga. Á aðeins hálfs mánaðar tímabili jarðsetti séra Reyes þrjú fórnarlömb sem voru tekin af lífi án dóms og laga á svæðinu. Eitt þeirra var Gilbert Paala, 49 ára gamall sölumaður, sem hafði nýverið lokið 10 ára fangelsisafplánun fyrir brot á lögum um vímuefni. Stutt var síðan hann hóf að sjá fyrir fjölskyldu sinni að nýju. Hann var tekinn af lífi þann 20. júlí 2020. Í fyrra hitti ég Marissu Lazaro, móður Christophers filippseysks drengs sem kvöld eitt árið 2017 kom ekki heim. Þegar hún hóf að leita hans hjá lögreglu kom í ljós að hann hafði verið tekinn af lífi án dóms og laga í aðgerðum lögreglu í „stríðinu gegn fíkniefnum”. Hann var tvítugur þegar hann var myrtur. Þegar hún deildi sögu sonar síns, um þau grimmilegu örlög sem hann hlaut, hvernig lífi fjölskyldunnar var snúið á hvolf, óttann og að hvergi væri réttlæti að finna, var ekki annað hægt en að gráta með henni en finna einnig þann mikla styrk sem hún býr yfir. Saga þessa drengs og fjölskyldu hans er aðeins ein af þúsundum. Þrátt fyrir að kastljós alþjóðasamfélagsins hafi í auknum mæli beinst að grafalvarlegum mannréttindabrotum undir stjórn Duterte í „stríðinu gegn fíkniefnum” viðgangast þau enn og ekki sér fyrir endann á þeim. Hinn mikli fjöldi aftaka án dóms og laga á Filippseyjum gerðist ekki af sjálfu sér heldur vegna stefnu ríkisins sem mörkuð var í efstu embættum. Duterte sjálfur hefur margsinnis hvatt til drápa á fólki tengdu fíkniefnaheiminum. Hann segir: „Fyrirskipun mín er að þið verðið skotin til bana. Trúið mér þegar ég segi að mannréttindi skipta mig engu máli.“ Refsileysið er nánast algjört og aðeins örfá dæmi eru um að gerendur hafi verið dregnir til ábyrgðar. Forseti landsins og annað háttsett embættisfólk heldur áfram að hvetja lögreglu til aftaka án dóms og laga. Refsileysið skapar ugg og ótta hjá þolendum, svo sem fjölskyldum fórnarlamba „stríðsins gegn fíkniefnum“ og öðrum sem berjast fyrir mannréttindum í landinu og þóknast ekki yfirvöldum. Það veltur á alþjóðasamfélaginu undir forystu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að taka áþreifanleg og haldbær skref til þess að stemma stigu við þessi mannréttindabrot. Þegar Ísland leiddi ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2019 vegna stöðu mannréttinda á Filippseyjum var það í fyrsta skipti í sögu ráðsins sem ályktun um Filippseyjar var lögð fram. Amnesty International, önnur alþjóðleg mannréttindasamtök, alþjóðasamfélagið í Genf og filippseyskir borgarar fögnuðu framtaki íslenskra stjórnvalda þar sem þau sýndu í verki hve máttug smáríki eru þegar kemur að því að láta til sín taka í baráttunni fyrir bættri stöðu mannréttinda um allan heim. Forysta Íslands markaði tímamót. Í kjölfarið kom út skýrsla mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem varpaði ljósi á hvernig mannréttindi eru fótum troðin undir stjórn Dutertes, m.a. með víðtækum og kerfisbundnum aftökum þúsunda einstaklinga án dóms og laga vegna gruns um brot á lögum um vímuefni. Skýrslan fjallaði einnig um það refsileysi sem viðgengst vegna morðanna og að nánast enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir þessi voðaverk. Fjölskyldur fórnarlambanna upplifa vanmátt og úrræðaleysi þar sem hindranirnar í átt að réttlæti eru nánast óyfirstíganlegar enda bera stjórnvöld ábyrgð á óréttlætinu. Á síðustu fjórum árum hafa mannréttindasamtök, Amnesty International þar á meðal, greint frá því að margar aftökur án dóms og laga eru framkvæmdar af lögreglu eða leyniskyttum sem fá greiðslu frá lögreglu fyrir morðin. Ekki er nóg með að stjórnvöld leyfi þessu að viðgangast refsilaust heldur verðlauna þau jafnvel fyrir aftökurnar með því að veita gerendum stöðuhækkanir eða annars konar viðurkenningu. Þróun síðustu mánaða hefur síst verið til hins betra þegar kemur að mannréttindum. Mannréttindafrömuðurinn Zara Alvarez og friðarsinninn Randall Echanis voru myrt með viku millibili í ágúst. Á aðeins hálfu ári voru yfir 100 þúsund einstaklingar handteknir í aðgerðum stjórnvalda til að takast á við kórónuveirufaraldurinn, harðneskjuleg löggjöf gegn hryðjuverkum var samþykkt og forsetinn hefur ítrekað kallað eftir því að dauðarefsingar verði teknar upp að nýju í landinu. Mannréttindaráðið kemur saman í Genf nú í september og mun taka þar ákvarðanir um hvernig skuli bregðast við þeirri dökku mynd sem skýrsla mannréttindastofnunar dregur upp af ástandinu á Filippseyjum. Ályktun ráðsins um Filippseyjar og skýrsla Sameinuðu þjóðanna sem fylgdi í kjölfarið voru mikilvæg fyrstu skref í átt að því að taka á því ófremdarástandi sem ríkir í landinu. Þúsundum fjölskyldna sem hafa misst ástvini sína í „stríðinu gegn fíkniefnum“ var veitt von og skilaboð til stjórnvalda og gerenda voru skýr um að kastljósi alþjóðasamfélagsins væri nú beint að þeim brotum sem þarna eiga sér stað og þau verði ekki látin óátalin. Þó að ákveðinn áfangasigur hafi verið unninn með gerð ályktunarinnar og útgáfu skýrslu Sameinuðu þjóðanna er eftirfylgnin ekki síður mikilvæg. Hver verða viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þeim brotum sem skýrslan greinir frá? Mannréttindasamtök og Filippseyingar horfa til Íslands og mannréttindaráðsins alls í þeirri von að gripið verði til raunverulegra aðgerða til að stemma stigu við það ástand sem ríkir á Filippseyjum. Nú er mál að linni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun