Gylfi Þór kominn í 100 marka klúbbinn á Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 22:00 Everton v Salford City - Carabao Cup Second Round LIVERPOOL ENGLAND - SEPTEMBER 16: Gylfi Sigurdsson of Everton celebrates his goal during the Carabao Cup Second Round match between Everton and Salford City at Goodison Park on September 16, 2020 in Liverpool, England. (Photo by Tony McArdle/Everton FC via Getty Images) Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skoraði sitt 100. mark á Englandi er Everton lagði D-deildarlið Salford City á heimavelli sínum - Goodison Park - í enska deildarbikarnum í kvöld. Lauk leiknum með 3-0 sigri lærisveina Carlo Ancelotti og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri en Everton óð í færum og skaut að lágmarki fjórum sinnum í marksúlur mótherjanna í kvöld. Liðið er nú komið í 32-liða úrslit deildarbikarsins þar sem Fleetwood Town bíður. Gylfi Þór hóf leikinn gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina á varamannabekk Everton. Ancelotti gerði tíu breytingar á liði sínu frá þeim leik og kom Gylfi meðal annars inn á miðjuna, bar hann fyrirliðabandið í kvöld. Var þetta hans 100. leikur í byrjunarliði Everton. goals in English football starts for #EFCGylfi Sigurdsson. pic.twitter.com/auoGPj8jx2— Everton (@Everton) September 16, 2020 Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu en heimamenn þurftu að bíða lengi eftir næsta marki. Kom það á 73. mínútu þegar Anthony Gordon átti fína sendingu meðfram jörðinni frá vinstri vængnum inn á teig. Gylfi Þór afgreiddi færið snyrtilega í netið og skoraði þar með sitt 100. mark í enskum fótbolta. Gylfi var nálægt því að bæta því 101. í safnið en hann átti skot í stöng sem og Everton fékk vítaspyrnu. Hinn ungi Moise Kean fór á punktinn og skoraði af öryggi en á öðrum degi hefði Gylfi mögulega tekið vítið. Kean hafði klúðraði úrvalsfæri í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sendingu Gylfa inn á teig svo það var við hæfi að hann hann fengi tækifæri til þess að komast á blað. Af 100 mörkum Gylfa á Englandi hafa 24 komið síðan han gekk í raðir Everton árið 2017. Gylfi hefur leikið á Englandi nær allan sinn feril ef frá er talið eitt og hálft tímabil með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Ásamt því að hafa skorað fyrir Everton hefur Gylfi skorað fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur, Reading, Crewe Alexandra og Shrewsbury Town. 100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football:37 | Swansea City24 | Everton22 | Reading13 | Tottenham Hotspur3 | Crewe Alexandra1 | Shrewsbury TownGeyser.#CarabaoCup pic.twitter.com/qwXFQDeFXd— OptaJoe (@OptaJoe) September 16, 2020 Hinn 31 árs gamli Gylfi fékk hæstu einkunn allra leikmanna Everton á vefsíðunni Sofascore í kvöld. Hann var með 9 í einkunn, þar á eftir kom Michael Keane með 8.2 og Anthony Gordon með 8.0. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skoraði sitt 100. mark á Englandi er Everton lagði D-deildarlið Salford City á heimavelli sínum - Goodison Park - í enska deildarbikarnum í kvöld. Lauk leiknum með 3-0 sigri lærisveina Carlo Ancelotti og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri en Everton óð í færum og skaut að lágmarki fjórum sinnum í marksúlur mótherjanna í kvöld. Liðið er nú komið í 32-liða úrslit deildarbikarsins þar sem Fleetwood Town bíður. Gylfi Þór hóf leikinn gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina á varamannabekk Everton. Ancelotti gerði tíu breytingar á liði sínu frá þeim leik og kom Gylfi meðal annars inn á miðjuna, bar hann fyrirliðabandið í kvöld. Var þetta hans 100. leikur í byrjunarliði Everton. goals in English football starts for #EFCGylfi Sigurdsson. pic.twitter.com/auoGPj8jx2— Everton (@Everton) September 16, 2020 Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu en heimamenn þurftu að bíða lengi eftir næsta marki. Kom það á 73. mínútu þegar Anthony Gordon átti fína sendingu meðfram jörðinni frá vinstri vængnum inn á teig. Gylfi Þór afgreiddi færið snyrtilega í netið og skoraði þar með sitt 100. mark í enskum fótbolta. Gylfi var nálægt því að bæta því 101. í safnið en hann átti skot í stöng sem og Everton fékk vítaspyrnu. Hinn ungi Moise Kean fór á punktinn og skoraði af öryggi en á öðrum degi hefði Gylfi mögulega tekið vítið. Kean hafði klúðraði úrvalsfæri í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sendingu Gylfa inn á teig svo það var við hæfi að hann hann fengi tækifæri til þess að komast á blað. Af 100 mörkum Gylfa á Englandi hafa 24 komið síðan han gekk í raðir Everton árið 2017. Gylfi hefur leikið á Englandi nær allan sinn feril ef frá er talið eitt og hálft tímabil með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Ásamt því að hafa skorað fyrir Everton hefur Gylfi skorað fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur, Reading, Crewe Alexandra og Shrewsbury Town. 100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football:37 | Swansea City24 | Everton22 | Reading13 | Tottenham Hotspur3 | Crewe Alexandra1 | Shrewsbury TownGeyser.#CarabaoCup pic.twitter.com/qwXFQDeFXd— OptaJoe (@OptaJoe) September 16, 2020 Hinn 31 árs gamli Gylfi fékk hæstu einkunn allra leikmanna Everton á vefsíðunni Sofascore í kvöld. Hann var með 9 í einkunn, þar á eftir kom Michael Keane með 8.2 og Anthony Gordon með 8.0.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira