Lýðræðið spyr ekki að hentisemi Bjarni Halldór Janusson skrifar 25. september 2020 12:01 Lýðræðið er mikið til umræðu þessa dagana. Hvenær er um eiginlegt „lýðræði“ að ræða? Hvað er æskileg kjörsókn? Skipta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur nokkru máli? – þetta eru meðal þeirra spurninga sem hafa verið ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni, einkum vegna deilna um drög að nýrri stjórnarskrá. Það er kannski við hæfi að staldra aðeins við og ræða lýðræðishugtakið betur. Lýðræðisleg þátttaka Lýðræðið er margslungið hugtak sem erfitt er að festa reiður á. Kjarni lýðræðisréttarins er þó sá að stjórnvaldið heyri ekki eingöngu undir útvalda og einstaka. Jafnframt gefur lýðræðið okkur kost á að tjá skoðanir okkar, óskir og óánægju með friðsamlegum hætti. Sú upplýsingamiðlun tryggir að samfélagið mótist samkvæmt vilja fólksins og nær fram sáttum með því að leita lausna án ofbeldis. Þess vegna er æskilegast að sjónarmið sem flestra komi fram og að meginþorri þjóðarinnar taki þátt í hinu lýðræðislega ferli með einum eða öðrum hætti. Lýðræðið gerir þannig beinlínis kröfu um virka þátttöku almennings, því í lýðræðisskipulaginu er uppspretta stjórnmálavaldsins rakin til almennings. Vandinn er þó sá að dregið hefur úr kosningaþátttöku á síðastliðnum áratugum og vantraust í garð stjórnmála aukist. Þetta getur gefið misvísandi skilaboð um vilja þjóðarinnar og dregur jafnvel úr áreiðanleika lýðræðislegra niðurstaða. Jafnframt dregur dvínandi traust úr lögmæti skipulagsins sem við búum við. Flestir hugsa um kosningar þegar lýðræðið berst til tals – en hvernig getum við metið lýðræðið eingöngu út frá kosningum þegar lýðræðisleg þátttaka almennings birtist líka á fjölmörgum öðrum sviðum? Vantraust eykst þegar kröfum þjóðarinnar er ekki mætt. Líklegt er að nýlegar þjóðfélagsbreytingar hafa valdið því að nú séu annars konar þarfir í fyrirrúmi meðal íbúa vestrænna ríkja – sem ganga ekki eingöngu út á efnislega og efnahagslega þætti. Óánægðir lýðræðissinnar, svonefndir, láta óánægju sína í ljós með því að mæta ekki á kjörstaði og láta skoðanir sínar í ljós með öðrum hætti, svo sem með mótmælum og almennu andófi sínu. Þetta andóf beinist ekki endilega gegn einstökum kosningum, heldur beinist það fremur gegn kerfinu sem slíku. Nýja stjórnarskráin Hvað umræðuna um nýju stjórnarskrána varðar skiptir það ekki öllu máli að kjörsókn hafi eingöngu verið 49% - eða að atkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána árið 2012 hafi eingöngu verið ráðgefandi. Væru þau rök ávallt gild, hefðu sambandslögin árið 1918 ekki tekið gildi, enda var kjörsókn þá ekki nema 44% þó að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi samþykkt þau. Í Evrópuþingkosningum nær kjörsókn sjaldnast yfir 50%. Að sama skapi má vísa til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, þar sem ríflega 52% þjóðarinnar kaus með útgöngu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Voru þær kosningar lýðræðislegri en kosningarnar um nýju stjórnarskrána, þar sem 67% kjósenda kusu nýja stjórnarskrá og yfir 70% og jafnvel 80-90% þeirra kusu með helstu tillögum hennar? Einfalt reikningsdæmi segir að svo sé ekki. Hefði fullyrðingin „ráðgefandi kosningar skipta ekki máli“ verið gild árið 2016, þá hefðu Bretar ekki yfirgefið Evrópusambandið, en þar datt fáum stjórnmálamönnum í hug að draga í efa niðurstöður kosninganna. Hefði fullyrðingin „kjörsókn verður að vera meiri en 50%“ átt við árið 1918, þá hefðu sambandslögin svonefndu, sem lögðu grunn að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki hlotið samþykki. Til að meta kosningarnar um nýja stjórnarskrá þurfum við einnig að meta það ferli sem átti sér stað við mótun tillagna hennar. Þjóðfundur með 950 einstaklingum völdum af handahófi lögðu til þau grunngildi sem skyldi hafa að leiðarljósi við mótun nýrrar stjórnarskrár. Í Stjórnlagaráði sátu 25 lýðræðislega kjörnir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og komu að vinnu nýrrar stjórnarskrár. Þar að auki komu fjölmargir aðrir áhugasamir að því starfi með athugasemdum sínum og ábendingum. Lýðræðislega þátttakan var því þó nokkur. Jafnframt má vísa til skoðanakannana, en þar hefur meirihluti aðspurðra lýst stuðningi við nýja stjórnarskrá, og sömuleiðis eru þeir fleiri sem segjast óánægðir en ánægðir með núgildandi stjórnarskrá. Hér með er ég ekki að taka afstöðu til kosninga ársins 2012 eða nýju stjórnarskrárinnar sem slíkrar. Ég er ekki að leggja mat á það hversu lýðræðisleg niðurstaða þeirra kosninga var, þó ég sé raunar þeirrar skoðunar að ekki megi gera lítið úr þeim. Ég er einfaldlega að benda á að svo margir þættir spila inn í og móta hið lýðræðislega ferli okkar. Það snýst ekki allt bara um nákvæmar prósentutölur og önnur formsatriði. Til að meta lýðræðislegan vilja þarf að horfa til annarra atriða sömuleiðis. Lýðræðið snýst fyrst og fremst um þátttöku almennings og virkt samráð við almenning er þannig nauðsynlegur hluti lýðræðislegra stjórnarhátta. Þess vegna ber okkur að meta vilja þjóðarinnar út frá öðrum þáttum en eingöngu þeim sem snúa að ákveðnum formsatriðum og prósentutölum kosninga. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Stjórnarskrá Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Lýðræðið er mikið til umræðu þessa dagana. Hvenær er um eiginlegt „lýðræði“ að ræða? Hvað er æskileg kjörsókn? Skipta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur nokkru máli? – þetta eru meðal þeirra spurninga sem hafa verið ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni, einkum vegna deilna um drög að nýrri stjórnarskrá. Það er kannski við hæfi að staldra aðeins við og ræða lýðræðishugtakið betur. Lýðræðisleg þátttaka Lýðræðið er margslungið hugtak sem erfitt er að festa reiður á. Kjarni lýðræðisréttarins er þó sá að stjórnvaldið heyri ekki eingöngu undir útvalda og einstaka. Jafnframt gefur lýðræðið okkur kost á að tjá skoðanir okkar, óskir og óánægju með friðsamlegum hætti. Sú upplýsingamiðlun tryggir að samfélagið mótist samkvæmt vilja fólksins og nær fram sáttum með því að leita lausna án ofbeldis. Þess vegna er æskilegast að sjónarmið sem flestra komi fram og að meginþorri þjóðarinnar taki þátt í hinu lýðræðislega ferli með einum eða öðrum hætti. Lýðræðið gerir þannig beinlínis kröfu um virka þátttöku almennings, því í lýðræðisskipulaginu er uppspretta stjórnmálavaldsins rakin til almennings. Vandinn er þó sá að dregið hefur úr kosningaþátttöku á síðastliðnum áratugum og vantraust í garð stjórnmála aukist. Þetta getur gefið misvísandi skilaboð um vilja þjóðarinnar og dregur jafnvel úr áreiðanleika lýðræðislegra niðurstaða. Jafnframt dregur dvínandi traust úr lögmæti skipulagsins sem við búum við. Flestir hugsa um kosningar þegar lýðræðið berst til tals – en hvernig getum við metið lýðræðið eingöngu út frá kosningum þegar lýðræðisleg þátttaka almennings birtist líka á fjölmörgum öðrum sviðum? Vantraust eykst þegar kröfum þjóðarinnar er ekki mætt. Líklegt er að nýlegar þjóðfélagsbreytingar hafa valdið því að nú séu annars konar þarfir í fyrirrúmi meðal íbúa vestrænna ríkja – sem ganga ekki eingöngu út á efnislega og efnahagslega þætti. Óánægðir lýðræðissinnar, svonefndir, láta óánægju sína í ljós með því að mæta ekki á kjörstaði og láta skoðanir sínar í ljós með öðrum hætti, svo sem með mótmælum og almennu andófi sínu. Þetta andóf beinist ekki endilega gegn einstökum kosningum, heldur beinist það fremur gegn kerfinu sem slíku. Nýja stjórnarskráin Hvað umræðuna um nýju stjórnarskrána varðar skiptir það ekki öllu máli að kjörsókn hafi eingöngu verið 49% - eða að atkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána árið 2012 hafi eingöngu verið ráðgefandi. Væru þau rök ávallt gild, hefðu sambandslögin árið 1918 ekki tekið gildi, enda var kjörsókn þá ekki nema 44% þó að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi samþykkt þau. Í Evrópuþingkosningum nær kjörsókn sjaldnast yfir 50%. Að sama skapi má vísa til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, þar sem ríflega 52% þjóðarinnar kaus með útgöngu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Voru þær kosningar lýðræðislegri en kosningarnar um nýju stjórnarskrána, þar sem 67% kjósenda kusu nýja stjórnarskrá og yfir 70% og jafnvel 80-90% þeirra kusu með helstu tillögum hennar? Einfalt reikningsdæmi segir að svo sé ekki. Hefði fullyrðingin „ráðgefandi kosningar skipta ekki máli“ verið gild árið 2016, þá hefðu Bretar ekki yfirgefið Evrópusambandið, en þar datt fáum stjórnmálamönnum í hug að draga í efa niðurstöður kosninganna. Hefði fullyrðingin „kjörsókn verður að vera meiri en 50%“ átt við árið 1918, þá hefðu sambandslögin svonefndu, sem lögðu grunn að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki hlotið samþykki. Til að meta kosningarnar um nýja stjórnarskrá þurfum við einnig að meta það ferli sem átti sér stað við mótun tillagna hennar. Þjóðfundur með 950 einstaklingum völdum af handahófi lögðu til þau grunngildi sem skyldi hafa að leiðarljósi við mótun nýrrar stjórnarskrár. Í Stjórnlagaráði sátu 25 lýðræðislega kjörnir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og komu að vinnu nýrrar stjórnarskrár. Þar að auki komu fjölmargir aðrir áhugasamir að því starfi með athugasemdum sínum og ábendingum. Lýðræðislega þátttakan var því þó nokkur. Jafnframt má vísa til skoðanakannana, en þar hefur meirihluti aðspurðra lýst stuðningi við nýja stjórnarskrá, og sömuleiðis eru þeir fleiri sem segjast óánægðir en ánægðir með núgildandi stjórnarskrá. Hér með er ég ekki að taka afstöðu til kosninga ársins 2012 eða nýju stjórnarskrárinnar sem slíkrar. Ég er ekki að leggja mat á það hversu lýðræðisleg niðurstaða þeirra kosninga var, þó ég sé raunar þeirrar skoðunar að ekki megi gera lítið úr þeim. Ég er einfaldlega að benda á að svo margir þættir spila inn í og móta hið lýðræðislega ferli okkar. Það snýst ekki allt bara um nákvæmar prósentutölur og önnur formsatriði. Til að meta lýðræðislegan vilja þarf að horfa til annarra atriða sömuleiðis. Lýðræðið snýst fyrst og fremst um þátttöku almennings og virkt samráð við almenning er þannig nauðsynlegur hluti lýðræðislegra stjórnarhátta. Þess vegna ber okkur að meta vilja þjóðarinnar út frá öðrum þáttum en eingöngu þeim sem snúa að ákveðnum formsatriðum og prósentutölum kosninga. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun