Það geta ekki allir verið Bubbi Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 26. september 2020 08:00 Í vikunni hlustaði ég á ágætt spjall Bubba við Sölva Tryggvason. Það var margt mjög skemmtilegt í þessu viðtali og ég hló oft upphátt. Athyglisverðast fannst mér hvað Bubbi hefur náð langt. Hæfileikar hans eru óumdeildir sem tónlistarmanns, en það voru ekki lögin 800 sem vöktu athygli mína. Út frá fíknfræðum er saga Bubba stórmerkileg. Barn sem elst upp við mikla óreglu, ofbeldi og óumflýjanlega vanrækslu er í áhættuhópi hvað varðar neyslu. Til viðbótar talar hann sjálfur um að vera með „einhverjar raskanir“. Bubbi hefur því mögulega verið í tvöföldum áhættuhópi: vegna þess umhverfis sem hann elst upp í og einnig út frá líffræðilegum orsökum. Almennt séð geta raskanir þýtt að boðefnakerfi heilans virka ekki alveg rétt. Það eru margar kenningar á sveimi, en einfaldast er að útskýra það þannig að vellíðunarstöðvar heilans eru ekki eins virkar og hjá mörgum. ADHD er dæmi um röskun sem er oft nefnd í þessu samhengi. Það þarf þó engar raskanir til að ánetjast vanabindandi efnum, þótt margir telji að það geti verið áhættuþáttur. Vanabindandi efni geta skapað vellíðan í stutta stund, sem getur verið hvatning til að að neyta þeirra aftur. Neyslan er fljót að breytast í vítahring. Líkaminn er einstakt tæki og leitast við að finna jafnvægi. Þegar neytt er efna sem raska boðefnakerfi heilans þá reynir heilinn að draga úr áhrifum þeirra. Þannig myndast þol fyrir efninu – það þarf meira magn til að finna sömu áhrif. Þegar einstaklingar stæra sig t.d. af því magni sem þeir geta drukkið er það oft vegna þess að líkaminn er búinn að mynda mjög mikið þol. Það er alls ekki góðs viti. Þegar efnið hættir að hafa sömu áhrif þá er hætt við að neyslan sé aukin eða farið sé út í önnur og jafnvel sterkari efni til að finna aftur þessa vellíðunartilfinningu. Reglubundin neysla getur verið það vanabindandi að líkja mætti því að hætta neyslu, fyrir þann einstakling, við að Jón Jónsson hætti að sofa eða borða. Neyslan er orðin frumþörf. Margir neyta mismunandi efna, sem er algeng og mjög skiljanleg þróun þegar stjórnleysi er annars vegar. Með tímanum og reglulegri neyslu á vanabindandi efnum, hvort sem þau eru ólögleg eður ei, þá er boðefnakerfi heilans orðið mikið raskað. Svo mikið hjá öllum sem eru orðnir háðir þeim að þeir þurfa efnin til þess eins að líða venjulega - ekki til að líða vel. Það má segja að vellíðunarstöðvar heilans séu í mínus. Á þessum tímapunkti er líklegt að frekari vandamál geri vart við sig og það fari að halla undan fæti á mörgum vígstöðum. Þegar vandamál hrannast upp, oft fjárhagsleg og félagsleg, auk þess sem það þarf efni til þess eins að líða þokkalega, getur maður rétt ímyndað sér hvað það er mikið átak að breyta um lífstíl. Þá komum við aftur að Bubba. Hann lýsir því hvernig hann fékk nóg af neyslu og varð tilbúinn til að snúa við blaðinu. Hann virðist ekki hafa náð einhverjum botni, varð einfaldlega fullkomlega sannfærður um að hann ætlaði að hætta. Þó fólk sé komið á þann stað getur verið nánast ógerningur að snúa við blaðinu án hjálpar. Bubbi leitaði sér hjálpar og hefur, sýnist mér haldið áfram að vinna í sér og er löngu hættur allri neyslu. Þetta er stórkostlegt afrek. Í dag virðist Bubbi hafa fundið leiðir til að næra vellíðunarstöðvar heilans á heilbrigðan hátt t.d. með líkamsrækt, áhugamálum, tónlist, hugleiðslu og nánd við sína nánustu. Það geta ekki allir verið Bubbi, en ómetanleg fyrirmynd er hann fyrir marga. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hlustaði ég á ágætt spjall Bubba við Sölva Tryggvason. Það var margt mjög skemmtilegt í þessu viðtali og ég hló oft upphátt. Athyglisverðast fannst mér hvað Bubbi hefur náð langt. Hæfileikar hans eru óumdeildir sem tónlistarmanns, en það voru ekki lögin 800 sem vöktu athygli mína. Út frá fíknfræðum er saga Bubba stórmerkileg. Barn sem elst upp við mikla óreglu, ofbeldi og óumflýjanlega vanrækslu er í áhættuhópi hvað varðar neyslu. Til viðbótar talar hann sjálfur um að vera með „einhverjar raskanir“. Bubbi hefur því mögulega verið í tvöföldum áhættuhópi: vegna þess umhverfis sem hann elst upp í og einnig út frá líffræðilegum orsökum. Almennt séð geta raskanir þýtt að boðefnakerfi heilans virka ekki alveg rétt. Það eru margar kenningar á sveimi, en einfaldast er að útskýra það þannig að vellíðunarstöðvar heilans eru ekki eins virkar og hjá mörgum. ADHD er dæmi um röskun sem er oft nefnd í þessu samhengi. Það þarf þó engar raskanir til að ánetjast vanabindandi efnum, þótt margir telji að það geti verið áhættuþáttur. Vanabindandi efni geta skapað vellíðan í stutta stund, sem getur verið hvatning til að að neyta þeirra aftur. Neyslan er fljót að breytast í vítahring. Líkaminn er einstakt tæki og leitast við að finna jafnvægi. Þegar neytt er efna sem raska boðefnakerfi heilans þá reynir heilinn að draga úr áhrifum þeirra. Þannig myndast þol fyrir efninu – það þarf meira magn til að finna sömu áhrif. Þegar einstaklingar stæra sig t.d. af því magni sem þeir geta drukkið er það oft vegna þess að líkaminn er búinn að mynda mjög mikið þol. Það er alls ekki góðs viti. Þegar efnið hættir að hafa sömu áhrif þá er hætt við að neyslan sé aukin eða farið sé út í önnur og jafnvel sterkari efni til að finna aftur þessa vellíðunartilfinningu. Reglubundin neysla getur verið það vanabindandi að líkja mætti því að hætta neyslu, fyrir þann einstakling, við að Jón Jónsson hætti að sofa eða borða. Neyslan er orðin frumþörf. Margir neyta mismunandi efna, sem er algeng og mjög skiljanleg þróun þegar stjórnleysi er annars vegar. Með tímanum og reglulegri neyslu á vanabindandi efnum, hvort sem þau eru ólögleg eður ei, þá er boðefnakerfi heilans orðið mikið raskað. Svo mikið hjá öllum sem eru orðnir háðir þeim að þeir þurfa efnin til þess eins að líða venjulega - ekki til að líða vel. Það má segja að vellíðunarstöðvar heilans séu í mínus. Á þessum tímapunkti er líklegt að frekari vandamál geri vart við sig og það fari að halla undan fæti á mörgum vígstöðum. Þegar vandamál hrannast upp, oft fjárhagsleg og félagsleg, auk þess sem það þarf efni til þess eins að líða þokkalega, getur maður rétt ímyndað sér hvað það er mikið átak að breyta um lífstíl. Þá komum við aftur að Bubba. Hann lýsir því hvernig hann fékk nóg af neyslu og varð tilbúinn til að snúa við blaðinu. Hann virðist ekki hafa náð einhverjum botni, varð einfaldlega fullkomlega sannfærður um að hann ætlaði að hætta. Þó fólk sé komið á þann stað getur verið nánast ógerningur að snúa við blaðinu án hjálpar. Bubbi leitaði sér hjálpar og hefur, sýnist mér haldið áfram að vinna í sér og er löngu hættur allri neyslu. Þetta er stórkostlegt afrek. Í dag virðist Bubbi hafa fundið leiðir til að næra vellíðunarstöðvar heilans á heilbrigðan hátt t.d. með líkamsrækt, áhugamálum, tónlist, hugleiðslu og nánd við sína nánustu. Það geta ekki allir verið Bubbi, en ómetanleg fyrirmynd er hann fyrir marga. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun