Loftslagsmálin og sveitarfélagið mitt Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. október 2020 07:30 Við stöndum frammi fyrir því yfirgripsmikla verkefni að standa vörð um umhverfið okkar og hvert sem litið er eru verkefnin ærin. Nú hafa verið sett lög sem kveða á um að öll sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu með skilgreindum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun og aðgerðum til að ná þeim markmiðum. Enn er Reykjavík eina sveitarfélagið sem það hefur gert. Frá sóknaráætlun til samráðsvettvangsins og heim í hérað Í sóknaráætlun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru loftslagsmál eitt af forgangsverkefnum næstu ára, þar sem fyrsta skref verður að koma á stöðluðum mælingum á kolefnisspor sveitarfélaganna. Slíkar mælingar eru forsenda þess að hægt sé að setja fram áætlunanir til að draga úr kolefnisspori. Blásið hefur verið til samráðs og skapaður sérstakur vettvangur fyrir sveitarfélögin um land allt. Samráðsvettvangar hafa vissulega mikilvægu hlutverki að gegna til þess að miðla og deila reynslu og upplýsingum þannig að allir njóti góðs af. En ég spyr hvar er að finna áherslur sveitarfélaganna í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með völd, í loftslagsmálum. Hvar eru þau sem hafa vopnin í höndum sér til þess að setja málið á dagskrá og hefjast handa? Hvar fer samtalið fram? Hvenær ætla Sjálfstæðismenn hér í Kraganum að stíga fram til að leiða þá umræðu og vinnu sem þarf til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji sér loftslagsstefnu, líkt og Reykjavík hefur gert? Því miður fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu enn sem komið er. Í Garðabæ hefur hvergi verið stofnað til samtalsins eða vettvangnum fundinn staður þannig að kjörnir fulltrúar deili sýn og sameinist um leið. Loftslagsmál eru þannig mál að það skiptir máli að um þau skapist þverpólitísk samstaða. Það er samfélaginu öllu til heilla. Ekki er gott að segjahvers vegna Sjálfstæðismenn tala sig ekki hása í þessum málaflokki. Því má velta fyrir sér hvort um einhvers konar kerfislegt áhugaleysi sé um að ræða eða hvort samruni stjórnsýslu og pólitísks valds í þessum sveitarfélögum leiði umræðuna til stjórnsýslunnar í stað þess að hið pólitíska samtal eigi sér stað. Það lyktar einhvern veginn þannig. Mín ósk er sú að pólitískir valdhafar lofti út og bjóði upp á alvöru samtal. Að þau sem valdið hafa byggi umræðuna á lýðræðislegri vinnu þar sem aðkoma allra er sett ofar flokkadráttum eða kerfislægri villu sem felur embættismönnum ekki bara alla vinnuna heldur líka hina pólitísku stefnumótun. Það er skrýtin pólitík. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir því yfirgripsmikla verkefni að standa vörð um umhverfið okkar og hvert sem litið er eru verkefnin ærin. Nú hafa verið sett lög sem kveða á um að öll sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu með skilgreindum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun og aðgerðum til að ná þeim markmiðum. Enn er Reykjavík eina sveitarfélagið sem það hefur gert. Frá sóknaráætlun til samráðsvettvangsins og heim í hérað Í sóknaráætlun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru loftslagsmál eitt af forgangsverkefnum næstu ára, þar sem fyrsta skref verður að koma á stöðluðum mælingum á kolefnisspor sveitarfélaganna. Slíkar mælingar eru forsenda þess að hægt sé að setja fram áætlunanir til að draga úr kolefnisspori. Blásið hefur verið til samráðs og skapaður sérstakur vettvangur fyrir sveitarfélögin um land allt. Samráðsvettvangar hafa vissulega mikilvægu hlutverki að gegna til þess að miðla og deila reynslu og upplýsingum þannig að allir njóti góðs af. En ég spyr hvar er að finna áherslur sveitarfélaganna í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með völd, í loftslagsmálum. Hvar eru þau sem hafa vopnin í höndum sér til þess að setja málið á dagskrá og hefjast handa? Hvar fer samtalið fram? Hvenær ætla Sjálfstæðismenn hér í Kraganum að stíga fram til að leiða þá umræðu og vinnu sem þarf til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji sér loftslagsstefnu, líkt og Reykjavík hefur gert? Því miður fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu enn sem komið er. Í Garðabæ hefur hvergi verið stofnað til samtalsins eða vettvangnum fundinn staður þannig að kjörnir fulltrúar deili sýn og sameinist um leið. Loftslagsmál eru þannig mál að það skiptir máli að um þau skapist þverpólitísk samstaða. Það er samfélaginu öllu til heilla. Ekki er gott að segjahvers vegna Sjálfstæðismenn tala sig ekki hása í þessum málaflokki. Því má velta fyrir sér hvort um einhvers konar kerfislegt áhugaleysi sé um að ræða eða hvort samruni stjórnsýslu og pólitísks valds í þessum sveitarfélögum leiði umræðuna til stjórnsýslunnar í stað þess að hið pólitíska samtal eigi sér stað. Það lyktar einhvern veginn þannig. Mín ósk er sú að pólitískir valdhafar lofti út og bjóði upp á alvöru samtal. Að þau sem valdið hafa byggi umræðuna á lýðræðislegri vinnu þar sem aðkoma allra er sett ofar flokkadráttum eða kerfislægri villu sem felur embættismönnum ekki bara alla vinnuna heldur líka hina pólitísku stefnumótun. Það er skrýtin pólitík. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun