Sjallar eru og verða sjallar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. október 2020 10:30 Auðvitað er þetta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En stundum birtist hún okkur þannig að við veigrum okkur við að kenna aðfarir ráðherra Sjálfstæðisflokksins við þá mætu konu. Þegar við sjáum blika á niðurskurðarhníf gagnvart nauðsynlegri þjónustu; þegar við sjáum ríghaldið í skerðingar sem halda fólki í fátæktargildrum; þegar sveitarfélög eru svelt svo að nærþjónustan er í hættu; þegar stuðningur við einkarekna fjölmiðla er klæðskerasniðinn að Mogganum; þegar staðinn er vörður um gjafakvóta á auðlindanot; þegar átt er í illvígum deilum við fjölmennar umönnunarstéttir; þegar viðraðar eru af dómsmálaráðherra hugmyndir um sérstakar flóttamannabúðir svo að börnin sem hingað leita komist örugglega ekki í skóla og kynnist engum ... Þannig má lengi telja. Mér er minnisstætt ágætt mál sem kom frá ríkisstjórninni í fyrra og verkalýðshreyfingin (og raunar SA líka) hafði troðið upp á hana í lífskjarasamningunum. Það snerist um kennitöluflakk og löngu tímabærar aðgerðir til að taka á þeirri þjóðarskömm. Ég sat í þeirri þingnefndsem vann málið og það var nánast sama hver kom fyrir nefndina: allir aðilar vinnumarkaðarins luku upp einum munni um það hversu brýnt og ágætt málið væri. Það voru aðeins einhverjir lögfræðingar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem reyndust andvígir málinu. Sem dugði til þess að þrátt fyrir nægan tíma komst það aldrei út úr nefndinni vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Já auðvitað: þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. En ríkisstjórn hennar er ekki einhver önnur ríkisstjórn en stjórnin sem Sjallar sitja í. Sjallar hætta ekkert að vera Sjallar. Og Sjallar hætta ekki að hugsa um sína.Og hætta ekki að standa vörð um það sem þeir álíta gamlar og góðar hefðir í íslensku viðskiptalífi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingi Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað er þetta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En stundum birtist hún okkur þannig að við veigrum okkur við að kenna aðfarir ráðherra Sjálfstæðisflokksins við þá mætu konu. Þegar við sjáum blika á niðurskurðarhníf gagnvart nauðsynlegri þjónustu; þegar við sjáum ríghaldið í skerðingar sem halda fólki í fátæktargildrum; þegar sveitarfélög eru svelt svo að nærþjónustan er í hættu; þegar stuðningur við einkarekna fjölmiðla er klæðskerasniðinn að Mogganum; þegar staðinn er vörður um gjafakvóta á auðlindanot; þegar átt er í illvígum deilum við fjölmennar umönnunarstéttir; þegar viðraðar eru af dómsmálaráðherra hugmyndir um sérstakar flóttamannabúðir svo að börnin sem hingað leita komist örugglega ekki í skóla og kynnist engum ... Þannig má lengi telja. Mér er minnisstætt ágætt mál sem kom frá ríkisstjórninni í fyrra og verkalýðshreyfingin (og raunar SA líka) hafði troðið upp á hana í lífskjarasamningunum. Það snerist um kennitöluflakk og löngu tímabærar aðgerðir til að taka á þeirri þjóðarskömm. Ég sat í þeirri þingnefndsem vann málið og það var nánast sama hver kom fyrir nefndina: allir aðilar vinnumarkaðarins luku upp einum munni um það hversu brýnt og ágætt málið væri. Það voru aðeins einhverjir lögfræðingar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem reyndust andvígir málinu. Sem dugði til þess að þrátt fyrir nægan tíma komst það aldrei út úr nefndinni vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Já auðvitað: þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. En ríkisstjórn hennar er ekki einhver önnur ríkisstjórn en stjórnin sem Sjallar sitja í. Sjallar hætta ekkert að vera Sjallar. Og Sjallar hætta ekki að hugsa um sína.Og hætta ekki að standa vörð um það sem þeir álíta gamlar og góðar hefðir í íslensku viðskiptalífi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar