Borgaraleg ferming Siðmenntar - Ævintýralegur vöxtur á örfáum árum! Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. október 2020 13:01 Árið 1989 fór fyrsta borgaralega fermingin fram á Íslandi en þá voru fermingarbörnin alls 16 talsins. Þegar Hope Knútsson skipulagði þessa fermingu óraði hana sennilega ekki fyrir því að 30 árum seinna myndu 13% fermingarárgangsins fermast borgaralega hjá Siðmennt. Fyrstu árin voru fermingarhóparnir vissulega fámennir og þeir sem völdu að fermast borgarlega voru sannkallaðir frumkvöðlar: Unglingar sem þorðu að skera sig úr hópnum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Árið 2015 voru fermingarbörnin svo skyndilega orðin 304, og síðan þá hefur þeim bara fjölgað ár frá ári. Er aukningin rétt um 90% síðastliðin 5 ár, sem er hreint út sagt ævintýraleg fjölgun. Árið 2020 fermdust 577 börn hjá Siðmennt. Borgaraleg ferming er ekki lengur valkostur á jaðrinum sem aðeins þeir sem þora að sigla á móti straumnum velja, heldur eðlilegur og sjálfsagður veraldlegur valkostur sem sífellt fleiri velja. Fermingarbörnin velja borgaralega fermingu á sínum forsendum og koma úr öllum áttum og af öllu landinu. En hvernig stendur á þessari miklu fjölgun og hver er kjarninn í borgaralegri fermingu? Í sem allra fæstum orðum er kjarninn fermingarnámskeiðið sjálft, sem byggir á heimspekilegum grunni og norskri fyrirmynd. Námskeiðið er kennt vikulega í 11 vikur, og lýkur borgaralegri fermingu svo með hátíðlegri athöfn, þar sem fermingarbörnin sjálf fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma fram ef þau vilja. Stærstu athafnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu en á hverju ári eru haldnar glæsilegar borgaralegar fermingarathafnir víða um land, og einnig er boðið uppá helgarnámskeið víðsvegar um landið. Á námskeiðunum leitumst við eftir því að gefa börnunum tæki og tól til að horfa á heiminn á gagnrýninn hátt, hugsa sjálfstætt og hjálpa þeim að verða betri í því að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þjálfum þau í að taka vel ígrundaða afstöðu og gefum þeim traustan grunn til að verða virkir og réttlátir þátttakendur í samfélaginu okkar. Hugmyndafræðilegur grunnur námskeiðanna er húmanisminn, en félagið okkar heitir einmitt fullu nafni “Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi” og var stofnað á sínum tíma í kringum borgaralega fermingu. Stundum er sagt að húmanisminn hafi að viðfangsefni lífið sjálft. Nokkrir af meginþáttum húmanismans eru gagnrýnin hugsun, rökræðan, siðferðileg heilindi, mannréttindi og veraldlegar athafnir. Má glöggt sjá hvernig þessir þættir fléttast listilega inn í það sem við þekkjum í dag sem borgaralega fermingu. Það er sammannlegt að vilja fagna tímamótum í lífinu og hjá Siðmennt höfum við byggt upp afar faglega og persónulega veraldlega athafnaþjónustu fyrir þessar stóru stundir. Við fögnum lífinu frá vöggu til grafar og öllu sem kemur þar á milli, og gerum það án aðkomu trúarbragða eða æðri máttarvalda. Á Íslandi er fermingin ein af þessum stóru stundum og er borgaraleg ferming valkostur fyrir öll ungmenni, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Siggeir F. Ævarsson Fermingar Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1989 fór fyrsta borgaralega fermingin fram á Íslandi en þá voru fermingarbörnin alls 16 talsins. Þegar Hope Knútsson skipulagði þessa fermingu óraði hana sennilega ekki fyrir því að 30 árum seinna myndu 13% fermingarárgangsins fermast borgaralega hjá Siðmennt. Fyrstu árin voru fermingarhóparnir vissulega fámennir og þeir sem völdu að fermast borgarlega voru sannkallaðir frumkvöðlar: Unglingar sem þorðu að skera sig úr hópnum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Árið 2015 voru fermingarbörnin svo skyndilega orðin 304, og síðan þá hefur þeim bara fjölgað ár frá ári. Er aukningin rétt um 90% síðastliðin 5 ár, sem er hreint út sagt ævintýraleg fjölgun. Árið 2020 fermdust 577 börn hjá Siðmennt. Borgaraleg ferming er ekki lengur valkostur á jaðrinum sem aðeins þeir sem þora að sigla á móti straumnum velja, heldur eðlilegur og sjálfsagður veraldlegur valkostur sem sífellt fleiri velja. Fermingarbörnin velja borgaralega fermingu á sínum forsendum og koma úr öllum áttum og af öllu landinu. En hvernig stendur á þessari miklu fjölgun og hver er kjarninn í borgaralegri fermingu? Í sem allra fæstum orðum er kjarninn fermingarnámskeiðið sjálft, sem byggir á heimspekilegum grunni og norskri fyrirmynd. Námskeiðið er kennt vikulega í 11 vikur, og lýkur borgaralegri fermingu svo með hátíðlegri athöfn, þar sem fermingarbörnin sjálf fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma fram ef þau vilja. Stærstu athafnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu en á hverju ári eru haldnar glæsilegar borgaralegar fermingarathafnir víða um land, og einnig er boðið uppá helgarnámskeið víðsvegar um landið. Á námskeiðunum leitumst við eftir því að gefa börnunum tæki og tól til að horfa á heiminn á gagnrýninn hátt, hugsa sjálfstætt og hjálpa þeim að verða betri í því að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þjálfum þau í að taka vel ígrundaða afstöðu og gefum þeim traustan grunn til að verða virkir og réttlátir þátttakendur í samfélaginu okkar. Hugmyndafræðilegur grunnur námskeiðanna er húmanisminn, en félagið okkar heitir einmitt fullu nafni “Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi” og var stofnað á sínum tíma í kringum borgaralega fermingu. Stundum er sagt að húmanisminn hafi að viðfangsefni lífið sjálft. Nokkrir af meginþáttum húmanismans eru gagnrýnin hugsun, rökræðan, siðferðileg heilindi, mannréttindi og veraldlegar athafnir. Má glöggt sjá hvernig þessir þættir fléttast listilega inn í það sem við þekkjum í dag sem borgaralega fermingu. Það er sammannlegt að vilja fagna tímamótum í lífinu og hjá Siðmennt höfum við byggt upp afar faglega og persónulega veraldlega athafnaþjónustu fyrir þessar stóru stundir. Við fögnum lífinu frá vöggu til grafar og öllu sem kemur þar á milli, og gerum það án aðkomu trúarbragða eða æðri máttarvalda. Á Íslandi er fermingin ein af þessum stóru stundum og er borgaraleg ferming valkostur fyrir öll ungmenni, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar