Brotin sem enginn vill vita af Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 15. nóvember 2020 22:37 Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur. Af þeim sökum lagði ég fram mitt fyrsta frumvarp fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni frumvarpsins er aukin útbreiðsla barnaníðsefnis og umfang slíkra mála sem koma til kasta lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Þessi veruleiki kallar á þær lagabreytingar sem lagðar eru til. Eins jákvæð og tækniþróunin er þá er það hins vegar um leið staðreynd að á henni eru dökkar hliðar. Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því, efni sem sýnir börn og ungmenni á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slík brot eru umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Þessi þróun er alþjóðleg og Ísland er þar ekki undanskilið. Alþjóðleg samvinna lögreglu er gríðarlega mikilvæg á þessu sviði og hefur leitt til þess að yfirvöld eru að fá inn á borð til sín mál sem stærri að umfangi en áður. Slík er staðan hér núna, lögregla hefur nokkur mjög stór mál til meðferðar. Vitaskuld hefur þetta frumvarp ekki bein áhrif á þau mál, enda refsilöggjöf aldrei afturvirk. En staðan undirstrikar þörfina. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má jafnframt sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Meginbreytingin sem lögð er til er að refsirammi fyrir stórfelld brot á þessu ákvæði verði hækkaður og fari úr 2 árum og upp í 6 ár. Með því værum við með refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á öðrum Norðurlöndum. Við vinnslu frumvarpsins skoðaði ég sérstaklega hver þróun löggjafar hefur verið á Norðurlöndunum að þessu leyti. Og það er eðlilegt að svo sé, að það sé samræmi þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri, að sýnin sé hin sama. Efri mörk refsirammans mun eftir sem áður aðeins taka til þessara stóru mála, sem í ákvæðinu kallast stórfelld Samskipti á netinu auðvelda aðgengi að barnaníðsefni. Það verður til þess að myndskeið af kynferðisbrotum gegn börnum geta náð gríðarlega mikilli útbreiðslu. Brot gegn viðkomandi barni felst þá annars vegar í því að beita barnið kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru í mestri hættu gagnvart brotum af þessu tagi og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Með hærra refsihámarki fyrir stórfelld brot mun ákvæðið skýrlega bera með sér þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða afla sér eða öðrum, eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Framhjá þessu verður einfaldlega ekki litið. Barnaníðsefni verður nefnilega eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má. Með frumvarpi þessu eru janframt lögð fram í greinargerð ákveðin sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brots og atriði sem litið skal til við ákvörðun refsingar. Þar var farin sú leið að miða við sömu atriði og lögð eru til grundvallar í danskri og sænskri refsilöggjöf. Mér hefur fundist gott að finna stuðninginn við málið á Alþingi. Þingflokkur Viðreisnar stendur saman að þessu máli, en meðflutningsmenn okkar koma úr öllum flokkum á þingi. Fyrir það er ég þakklát og það er von mín að það sé vísbending um að þetta frumvarp geti orðið að lögum á þessu þingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að nefna hér brotin sem við viljum helst ekki vita af. Ekki heyra um og ekki sjá að séu til. Veruleikinn er því miður engu að síður sá að barnaníðsefni er vaxandi brotaflokkur. Af þeim sökum lagði ég fram mitt fyrsta frumvarp fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum. Tilefni frumvarpsins er aukin útbreiðsla barnaníðsefnis og umfang slíkra mála sem koma til kasta lögreglu, ákæruvalds og dómstóla. Þessi veruleiki kallar á þær lagabreytingar sem lagðar eru til. Eins jákvæð og tækniþróunin er þá er það hins vegar um leið staðreynd að á henni eru dökkar hliðar. Samhliða framþróun tækninnar hefur orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni á netinu sem og að dreifa því, efni sem sýnir börn og ungmenni á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slík brot eru umfangsmeiri, skipulagðari og grófari en áður. Þessi þróun er alþjóðleg og Ísland er þar ekki undanskilið. Alþjóðleg samvinna lögreglu er gríðarlega mikilvæg á þessu sviði og hefur leitt til þess að yfirvöld eru að fá inn á borð til sín mál sem stærri að umfangi en áður. Slík er staðan hér núna, lögregla hefur nokkur mjög stór mál til meðferðar. Vitaskuld hefur þetta frumvarp ekki bein áhrif á þau mál, enda refsilöggjöf aldrei afturvirk. En staðan undirstrikar þörfina. Þegar dómar fyrir brot gegn 210. gr. a almennra hegningarlaga eru rýndir má jafnframt sjá að þegar um stórfelld brot hefur verið að ræða hafa sakborningar verið með tugi þúsunda mynda í vörslum sínum. Meginbreytingin sem lögð er til er að refsirammi fyrir stórfelld brot á þessu ákvæði verði hækkaður og fari úr 2 árum og upp í 6 ár. Með því værum við með refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á öðrum Norðurlöndum. Við vinnslu frumvarpsins skoðaði ég sérstaklega hver þróun löggjafar hefur verið á Norðurlöndunum að þessu leyti. Og það er eðlilegt að svo sé, að það sé samræmi þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri, að sýnin sé hin sama. Efri mörk refsirammans mun eftir sem áður aðeins taka til þessara stóru mála, sem í ákvæðinu kallast stórfelld Samskipti á netinu auðvelda aðgengi að barnaníðsefni. Það verður til þess að myndskeið af kynferðisbrotum gegn börnum geta náð gríðarlega mikilli útbreiðslu. Brot gegn viðkomandi barni felst þá annars vegar í því að beita barnið kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í því að efni sem sýnir brotið er aðgengilegt öðrum brotamönnum á netinu. Sem fyrr eru það börn í viðkvæmri stöðu sem eru í mestri hættu gagnvart brotum af þessu tagi og börn í ákveðnum löndum og svæðum þar sem iðnaður sem þessi þrífst. Með hærra refsihámarki fyrir stórfelld brot mun ákvæðið skýrlega bera með sér þá afstöðu löggjafans að menn sem skoða barnaníðsefni, hafa það í vörslum sínum eða afla sér eða öðrum, eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt. Framhjá þessu verður einfaldlega ekki litið. Barnaníðsefni verður nefnilega eingöngu til vegna þess að eftirspurn eftir slíku ofbeldi gegn börnum og ungmennum er fyrir hendi. Mikilvægt er sömuleiðis að hafa í huga að við framleiðslu barnaníðsefnis er framið brot gegn því barni eða þeim börnum sem sjá má. Með frumvarpi þessu eru janframt lögð fram í greinargerð ákveðin sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brots og atriði sem litið skal til við ákvörðun refsingar. Þar var farin sú leið að miða við sömu atriði og lögð eru til grundvallar í danskri og sænskri refsilöggjöf. Mér hefur fundist gott að finna stuðninginn við málið á Alþingi. Þingflokkur Viðreisnar stendur saman að þessu máli, en meðflutningsmenn okkar koma úr öllum flokkum á þingi. Fyrir það er ég þakklát og það er von mín að það sé vísbending um að þetta frumvarp geti orðið að lögum á þessu þingi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun