Fyrsta skólastigið en ekki þjónustustigið Haraldur Freyr Gíslason skrifar 7. desember 2020 15:01 Árið 2008 voru í fyrsta sinn sett lög um skólastarf á Íslandi sem gerðu ráð fyrir samhengi hlutverka leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir nemendur. Lögin um leikskólana, nr. 90/2008, afmarka hlutverk leikskólanna. Þar er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið fyrir börn sem ekki hafa náð skólaskyldualdri (en sem kunnugt er nær skólaskylda aðeins til barna í grunnskólum). Fyrsta grein laganna tiltekur hlutverk leikskólans: Hann skal annast uppeldi, umönnun og menntun barnanna í samræmi við nánari ákvæði laganna. Þar sem að ekki er skólaskylda á leikskólastiginu er það foreldra eða forsjáraðila að óska eftir leikskólaplássi fyrir börnin sín. Faglegt starf leikskóla byggir á að mæta þörfum barna og er gríðarlega fjölbreytt. Innan skólanna eru gerðar ríkulegar faglegar kröfur til að þess að tryggja þá þekkingu og hæfni sem til staðar þarf að vera svo að hægt sé að haga menntun, uppeldi og umönnun allra leikskólabarna í samræmi við rétt þeirra samkvæmt lögunum. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er til dæmis kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið leikskólans. Þetta er sérlega sorglegt í ljósi þess að umræða um þarfir barna og möguleika leikskólastigsins til að standa undir lögbundnu hlutverki sínu þarf algeran forgang, m.a. vegna mjög alvarlegs og víðtæks kennaraskorts. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaganna nú um mundir er að fjölga leikskólakennurum. Í lykiltölum um leikskólastigið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá að á árunum 2016-2018 fór hlutfall leikskólakennara er sinna uppeldi og menntun í leikskólum, úr 34% niður í 30%. Sláandi tölur sýna að frá byrjun árs 2018 til loka árs 2019 hafa 213 félagsmenn í Félagi leikskólakennara farið að kenna í grunnskóla, en einungis 46 félagsmenn í Félagi grunnskólakennara farið að kenna á leikskólastiginu. Munurinn er 167 félagsmenn leikskólastiginu í óhag. Helsta ástæðan fyrir þessu ójafnvægi eru ólíkir vinnutímakaflar í kjarasamningi skólastiganna. Þar hefur hingað til hallað mjög á leikskólann. Fyrsta janúar 2020 síðastliðinn tóku gildi lög sem meðal annars kveða á um að leyfisbréf geta gilt þvert á skólastig. Við þá breytingu jókst hættan enn á að leikskólakennarar flyttu sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Markmið laganna er meðal annars að auka flæði á milli skólastiganna. Það er gott markmið. En flæðið þarf að vera í báðar áttir. Það er best gert með því að bæta stafsaðstæður á leikskólastiginu. Í nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga (dags. 10. júní 2020) eru stigin skref til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og tryggja meiri tíma til að sinna undirbúningi fyrir fagleg störf. Töluverð aukning varð ennfremur á undirbúningstíma. Einnig var samið um skýrari og betri ramma varðandi framkvæmd undirbúningstímans. Þá var líka samið um styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021. Ýmsar útfærslur eru mögulegar og geta þær verið mismunandi eftir starfsstöðvum. Stytting vinnuvikunnar er snúið verkefni í leikskólum. Sums staðar gengur sú vinna vel en annars staðar eru ljón í veginum. Félag leikskólakennara bindur vonir við að skýrari rammi, fjölgun undirbúningstíma og stytting vinnuvikunnar, ef vel tekst til, muni jafna starfsaðstæður á milli skólastiga og um leið auka fagleg gæði skólastarfs börnum til heilla. Þá standa vonir til þess að með þessum hætti séu stigin skref til að hækka hlutfall réttindakennara í leikskólum. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla lögum samkvæmt. Þau eiga að hafa forystu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum landsins. Þau bera ábyrgð á starfsemi og þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði, sérúrræðum, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti sem og öflun og miðlun upplýsinga. Sveitarfélög skulu setja almenna stefnu um leikskólahald í hverju sveitarfélagi og kynna fyrir íbúum þess. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Lögum samkvæmt. Það er staðreynd. Hann byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Líka lögum samkvæmt. Hann býr ennfremur við margvíslegar áskoranir við að standa undir þessu hlutverki sínu. Hann hefur ekki rými til að taka auk þess við því þjónustuhlutverki sem krafa hefur verið gerð um og hent hefur verið á loft í pólitísku skyni í einstökum sveitarfélögum. Skyldurnar eru skýrar og þær sem beinast að sveitarstjórnum eiga sveitarstjórnirnar að taka alvarlega og standa undir. Stefnu, sem snýst um eitthvað allt annað, þarf að snúa. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Árið 2008 voru í fyrsta sinn sett lög um skólastarf á Íslandi sem gerðu ráð fyrir samhengi hlutverka leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir nemendur. Lögin um leikskólana, nr. 90/2008, afmarka hlutverk leikskólanna. Þar er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið fyrir börn sem ekki hafa náð skólaskyldualdri (en sem kunnugt er nær skólaskylda aðeins til barna í grunnskólum). Fyrsta grein laganna tiltekur hlutverk leikskólans: Hann skal annast uppeldi, umönnun og menntun barnanna í samræmi við nánari ákvæði laganna. Þar sem að ekki er skólaskylda á leikskólastiginu er það foreldra eða forsjáraðila að óska eftir leikskólaplássi fyrir börnin sín. Faglegt starf leikskóla byggir á að mæta þörfum barna og er gríðarlega fjölbreytt. Innan skólanna eru gerðar ríkulegar faglegar kröfur til að þess að tryggja þá þekkingu og hæfni sem til staðar þarf að vera svo að hægt sé að haga menntun, uppeldi og umönnun allra leikskólabarna í samræmi við rétt þeirra samkvæmt lögunum. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er til dæmis kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið leikskólans. Þetta er sérlega sorglegt í ljósi þess að umræða um þarfir barna og möguleika leikskólastigsins til að standa undir lögbundnu hlutverki sínu þarf algeran forgang, m.a. vegna mjög alvarlegs og víðtæks kennaraskorts. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaganna nú um mundir er að fjölga leikskólakennurum. Í lykiltölum um leikskólastigið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá að á árunum 2016-2018 fór hlutfall leikskólakennara er sinna uppeldi og menntun í leikskólum, úr 34% niður í 30%. Sláandi tölur sýna að frá byrjun árs 2018 til loka árs 2019 hafa 213 félagsmenn í Félagi leikskólakennara farið að kenna í grunnskóla, en einungis 46 félagsmenn í Félagi grunnskólakennara farið að kenna á leikskólastiginu. Munurinn er 167 félagsmenn leikskólastiginu í óhag. Helsta ástæðan fyrir þessu ójafnvægi eru ólíkir vinnutímakaflar í kjarasamningi skólastiganna. Þar hefur hingað til hallað mjög á leikskólann. Fyrsta janúar 2020 síðastliðinn tóku gildi lög sem meðal annars kveða á um að leyfisbréf geta gilt þvert á skólastig. Við þá breytingu jókst hættan enn á að leikskólakennarar flyttu sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Markmið laganna er meðal annars að auka flæði á milli skólastiganna. Það er gott markmið. En flæðið þarf að vera í báðar áttir. Það er best gert með því að bæta stafsaðstæður á leikskólastiginu. Í nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga (dags. 10. júní 2020) eru stigin skref til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og tryggja meiri tíma til að sinna undirbúningi fyrir fagleg störf. Töluverð aukning varð ennfremur á undirbúningstíma. Einnig var samið um skýrari og betri ramma varðandi framkvæmd undirbúningstímans. Þá var líka samið um styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021. Ýmsar útfærslur eru mögulegar og geta þær verið mismunandi eftir starfsstöðvum. Stytting vinnuvikunnar er snúið verkefni í leikskólum. Sums staðar gengur sú vinna vel en annars staðar eru ljón í veginum. Félag leikskólakennara bindur vonir við að skýrari rammi, fjölgun undirbúningstíma og stytting vinnuvikunnar, ef vel tekst til, muni jafna starfsaðstæður á milli skólastiga og um leið auka fagleg gæði skólastarfs börnum til heilla. Þá standa vonir til þess að með þessum hætti séu stigin skref til að hækka hlutfall réttindakennara í leikskólum. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla lögum samkvæmt. Þau eiga að hafa forystu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum landsins. Þau bera ábyrgð á starfsemi og þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði, sérúrræðum, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti sem og öflun og miðlun upplýsinga. Sveitarfélög skulu setja almenna stefnu um leikskólahald í hverju sveitarfélagi og kynna fyrir íbúum þess. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Lögum samkvæmt. Það er staðreynd. Hann byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Líka lögum samkvæmt. Hann býr ennfremur við margvíslegar áskoranir við að standa undir þessu hlutverki sínu. Hann hefur ekki rými til að taka auk þess við því þjónustuhlutverki sem krafa hefur verið gerð um og hent hefur verið á loft í pólitísku skyni í einstökum sveitarfélögum. Skyldurnar eru skýrar og þær sem beinast að sveitarstjórnum eiga sveitarstjórnirnar að taka alvarlega og standa undir. Stefnu, sem snýst um eitthvað allt annað, þarf að snúa. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun