Stúdentar og COVID-19 Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 08:30 Of stór hluti stúdenta glímir við kvíða, þunglyndi og streitu. Um leið eru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ástæða þess að stúdentar tefjast í námi í heilt ár eða meira. Óvissuástandið sem við stöndum nú frammi fyrir er fordæmalaust fyrir samfélagið. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að huga að þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda. Við sjáum fram á að stór hluti stúdenta geti lent í erfiðri stöðu vegna ástandsins en nú þegar hafa stúdentar í hlutastörfum fundið fyrir afleiðingum samkomubannsins á tekjur sínar. Aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnuleysi vegna COVID-19 þurfa að gera ráð fyrir stúdentum í hlutastörfum sem treysta á þær tekjur sér til framfærslu og greiðslu leigu. Frumvarp sem rætt var á þingi 17. mars 2020 um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar boðar því miður ekki slík svör en Stúdentaráð sendi inn umsögn vegna málsins. 86% stúdenta sem vinna með námi segjast gera það til að eiga efni á helstu nauðsynjum og 71% stúdenta vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að vera í námi. Stúdentar á Íslandi vinna almennt mikið með námi, sérstaklega í samanburði við Norðurlöndin. Samkvæmt EUROSTUDENT VI, eru aðeins 31.8 % stúdenta ekki í neinni vinnu meðan námi stendur. Þá vinna 49.5% stúdenta allt skólaárið með námi og 18.7% stúdenta vinna stöku sinnum með námi eða “occasional paid job”. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert net sem grípur þá. Meirihluti stúdenta er í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum samkomubanns nái einnig til stúdenta. Mögulegt er að fjöldi stúdenta muni finna fyrir áhrifum samkomubannsins á vinnumarkaði en stúdentar finna sumir hverjir nú þegar fyrir afleiðingunum. Tryggjum stöðu stúdenta og grípum til aðgerða. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Of stór hluti stúdenta glímir við kvíða, þunglyndi og streitu. Um leið eru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ástæða þess að stúdentar tefjast í námi í heilt ár eða meira. Óvissuástandið sem við stöndum nú frammi fyrir er fordæmalaust fyrir samfélagið. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að huga að þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda. Við sjáum fram á að stór hluti stúdenta geti lent í erfiðri stöðu vegna ástandsins en nú þegar hafa stúdentar í hlutastörfum fundið fyrir afleiðingum samkomubannsins á tekjur sínar. Aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnuleysi vegna COVID-19 þurfa að gera ráð fyrir stúdentum í hlutastörfum sem treysta á þær tekjur sér til framfærslu og greiðslu leigu. Frumvarp sem rætt var á þingi 17. mars 2020 um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar boðar því miður ekki slík svör en Stúdentaráð sendi inn umsögn vegna málsins. 86% stúdenta sem vinna með námi segjast gera það til að eiga efni á helstu nauðsynjum og 71% stúdenta vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að vera í námi. Stúdentar á Íslandi vinna almennt mikið með námi, sérstaklega í samanburði við Norðurlöndin. Samkvæmt EUROSTUDENT VI, eru aðeins 31.8 % stúdenta ekki í neinni vinnu meðan námi stendur. Þá vinna 49.5% stúdenta allt skólaárið með námi og 18.7% stúdenta vinna stöku sinnum með námi eða “occasional paid job”. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert net sem grípur þá. Meirihluti stúdenta er í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum samkomubanns nái einnig til stúdenta. Mögulegt er að fjöldi stúdenta muni finna fyrir áhrifum samkomubannsins á vinnumarkaði en stúdentar finna sumir hverjir nú þegar fyrir afleiðingunum. Tryggjum stöðu stúdenta og grípum til aðgerða. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun