Af hverju Ítalía? Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 13:23 Kona með öndunargrímu fyrir vitum sér í Mílanó á Norður-Ítalíu, þar sem faraldur kórónuveiru hefur verið einna skæðastur. Vísir/getty Hár aldur ítölsku þjóðarinnar, samskiptamynstur milli kynslóða og vágesturinn sem kannski fór huldu höfði til að byrja með gætu verið sumar ástæður þess að faraldur kórónuveiru hefur farið einna hörðustum höndum um Ítalíu síðustu vikur. Íslenskur doktor í félagssálfræði sem búsettur hefur verið á Ítalíu í um aldarfjórðung segir Ítalíu hafa verið einstaklega illa í stakk búna til að takast á við faraldurinn. Stjórnvöld um allan heim grípa nú til harðari aðgerða gegn kórónuveirunni, til að mynda á Ítalíu þar sem hátt í átta hundruð manns létu lífið í gær. Heildarfjöldi látinna á Ítalíu er því kominn upp í nær fimm þúsund – og er sá mesti á heimsvísu. En af hverju er ástandið svona slæmt á Ítalíu? Hvað gerir það að verkum að svo margir hafa látist á einmitt þessu svæði? Erlendir fjölmiðlar hafa margir velt þessu upp og freistað þess að varpa ljósi á ástæðurnar sem þar búa að baki. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Þannig fjallaði tímaritið Time ítarlega um hinn skæða faraldur á Ítalíu um miðjan mánuðinn, þegar dauðsföll í landinu voru aðeins 463. Þar eru ástæður að baki ástandinu m.a. raktar til árdaga faraldursins en veiran greindist fyrst í bænum Codogno í Langbarðalandi. Haft er eftir sérfræðingi hjá sóttvarnadeild ítalska heilbrigðisráðuneytisins í frétt Time að talið sé að veiran hafi borist til Ítalíu löngu áður en fyrsta smitið greindist. Það hafi jafnframt gerst á hátindi flensutímabilsins í landinu og að þá hafi óvenju margir greinst með lungnabólgu á sjúkrahúsi í Codogno. Þannig hafi veiran ef til vill dreift sér víða áður en hægt var að bregðast við henni. Blóðugur niðurskurður Agnes Allansdóttir doktor í félagssálfræði hefur verið búsett á Ítalíu í aldarfjórðung. Hún kennir við Háskólann í Sienna og ræddi ástandið í landinu, sem hún kvað þyngra en tárum taki, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún fór ítarlega yfir mögulegar ástæður þess að faraldurinn er svo skæður á Ítalíu og raun ber vitni. „Ítalía er einstaklega illa í stakk búin til að takast á við þetta. Hagkerfið hefur aldrei rétt úr kútnum eftir fjármálakreppuna. Og það hefur verið rosalegur samdráttur sem hefur verið mikið bitbein í stjórnmálum hér og blóðugur niðurskurður í öllu opinbera kerfinu. Það hefur verið mikið rifist um það til að byrja með en nú eru allir komnir í einhvern gír, við erum öll í þessu saman og við bara verðum að komast í gegnum þetta,“ sagði Agnes. Gömul þjóð og náin samskipti milli kynslóða Þá kvað hún nokkrar tilgátur, sem sérfræðingar hafa einmitt margir nefnt í erlendum fjölmiðlum, geta varpað ljósi á ástandið. „Það er kannski rétt að minna á það að Ítalía er óskaplega gamalt land. Þjóðin er svo gömul. Það eru bara Japanir sem eru eldri en við. Það hefur orðið mikill fólksflótti úr landinu, […] yngra og menntað fólk er bara farið, það léttir ekki á,“ sagði Agnes. „Svo er ein tilgáta sem er merkileg [og hún] er sú að samskiptamynstur kynslóða á Ítalíu er kannski öðruvísi heldur en til dæmis í Norður-Evrópu. Það er miklu meiri samgangur, ekki bara afi og amma að passa og þetta venjulega, og kannski eldra fólk sem býr heima hjá börnunum sínum, eða þá öfugt því það er mikið atvinnuleysi og erfiðleikar í efnahagslífinu, þá búa Ítalir almennt miklu lengur heima og þar með eru foreldrarnir almennt miklu eldri. Þetta þykir mörgum dálítið líkleg skýring.“ Pólitísk spenna Þá benti Agnes á að þar sem ástandið væri verst á Norður-Ítalíu væri vissulega merk framþróun að eiga sér stað en þar væri einnig mestur iðnaður – og þar af leiðandi mest mengun. Borgir eins og Mílanó og Tórínó, sem farið hafa mjög illa út úr faraldrinum, hafi þannig lengi verið að berjast við svifryk. „Þannig að ein tilgátan er sú að fólk sem býr á þessum svæðum, að lungun eru kannski veikari fyrir af alls konar ástæðum og þess vegna leggst þetta svona þungt á fólk þar. En það verður bara að koma í ljós.“ Þá benti hún á að mikið ósamræmi væri í talningu á smitum og dauðsföllum á Ítalíu, bæði innanlands og miðað við önnur lönd. Þá mætti einnig nefna pólitíska spennu á milli Norður- og Suður-Ítalíu. Fyrir um tuttugu árum hafi héruðunum verið veitt töluvert meira sjálfstæði frá ríkinu en þau höfðu áður. „Þar á meðal er heilsugæslan. Þannig að þegar þetta kemur upp eru ekki sérfræðingar smitsjúkdóma sem taka málin í sínar hendur heldur kannski bara bæjarstjórar og borgarstjórar minni borga, sem kannski höfðu ekki aðgang að þeirri sérfræðiþekkingu sem í raun og veru þarf,“ sagði Agnes. „Þannig að það tók dálítinn tíma fyrir ítalska ríkið að ná yfirráðum á stöðunni, að taka fram fyrir hendurnar á héraðsstjórnendum.“ Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:58 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Hár aldur ítölsku þjóðarinnar, samskiptamynstur milli kynslóða og vágesturinn sem kannski fór huldu höfði til að byrja með gætu verið sumar ástæður þess að faraldur kórónuveiru hefur farið einna hörðustum höndum um Ítalíu síðustu vikur. Íslenskur doktor í félagssálfræði sem búsettur hefur verið á Ítalíu í um aldarfjórðung segir Ítalíu hafa verið einstaklega illa í stakk búna til að takast á við faraldurinn. Stjórnvöld um allan heim grípa nú til harðari aðgerða gegn kórónuveirunni, til að mynda á Ítalíu þar sem hátt í átta hundruð manns létu lífið í gær. Heildarfjöldi látinna á Ítalíu er því kominn upp í nær fimm þúsund – og er sá mesti á heimsvísu. En af hverju er ástandið svona slæmt á Ítalíu? Hvað gerir það að verkum að svo margir hafa látist á einmitt þessu svæði? Erlendir fjölmiðlar hafa margir velt þessu upp og freistað þess að varpa ljósi á ástæðurnar sem þar búa að baki. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Þannig fjallaði tímaritið Time ítarlega um hinn skæða faraldur á Ítalíu um miðjan mánuðinn, þegar dauðsföll í landinu voru aðeins 463. Þar eru ástæður að baki ástandinu m.a. raktar til árdaga faraldursins en veiran greindist fyrst í bænum Codogno í Langbarðalandi. Haft er eftir sérfræðingi hjá sóttvarnadeild ítalska heilbrigðisráðuneytisins í frétt Time að talið sé að veiran hafi borist til Ítalíu löngu áður en fyrsta smitið greindist. Það hafi jafnframt gerst á hátindi flensutímabilsins í landinu og að þá hafi óvenju margir greinst með lungnabólgu á sjúkrahúsi í Codogno. Þannig hafi veiran ef til vill dreift sér víða áður en hægt var að bregðast við henni. Blóðugur niðurskurður Agnes Allansdóttir doktor í félagssálfræði hefur verið búsett á Ítalíu í aldarfjórðung. Hún kennir við Háskólann í Sienna og ræddi ástandið í landinu, sem hún kvað þyngra en tárum taki, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún fór ítarlega yfir mögulegar ástæður þess að faraldurinn er svo skæður á Ítalíu og raun ber vitni. „Ítalía er einstaklega illa í stakk búin til að takast á við þetta. Hagkerfið hefur aldrei rétt úr kútnum eftir fjármálakreppuna. Og það hefur verið rosalegur samdráttur sem hefur verið mikið bitbein í stjórnmálum hér og blóðugur niðurskurður í öllu opinbera kerfinu. Það hefur verið mikið rifist um það til að byrja með en nú eru allir komnir í einhvern gír, við erum öll í þessu saman og við bara verðum að komast í gegnum þetta,“ sagði Agnes. Gömul þjóð og náin samskipti milli kynslóða Þá kvað hún nokkrar tilgátur, sem sérfræðingar hafa einmitt margir nefnt í erlendum fjölmiðlum, geta varpað ljósi á ástandið. „Það er kannski rétt að minna á það að Ítalía er óskaplega gamalt land. Þjóðin er svo gömul. Það eru bara Japanir sem eru eldri en við. Það hefur orðið mikill fólksflótti úr landinu, […] yngra og menntað fólk er bara farið, það léttir ekki á,“ sagði Agnes. „Svo er ein tilgáta sem er merkileg [og hún] er sú að samskiptamynstur kynslóða á Ítalíu er kannski öðruvísi heldur en til dæmis í Norður-Evrópu. Það er miklu meiri samgangur, ekki bara afi og amma að passa og þetta venjulega, og kannski eldra fólk sem býr heima hjá börnunum sínum, eða þá öfugt því það er mikið atvinnuleysi og erfiðleikar í efnahagslífinu, þá búa Ítalir almennt miklu lengur heima og þar með eru foreldrarnir almennt miklu eldri. Þetta þykir mörgum dálítið líkleg skýring.“ Pólitísk spenna Þá benti Agnes á að þar sem ástandið væri verst á Norður-Ítalíu væri vissulega merk framþróun að eiga sér stað en þar væri einnig mestur iðnaður – og þar af leiðandi mest mengun. Borgir eins og Mílanó og Tórínó, sem farið hafa mjög illa út úr faraldrinum, hafi þannig lengi verið að berjast við svifryk. „Þannig að ein tilgátan er sú að fólk sem býr á þessum svæðum, að lungun eru kannski veikari fyrir af alls konar ástæðum og þess vegna leggst þetta svona þungt á fólk þar. En það verður bara að koma í ljós.“ Þá benti hún á að mikið ósamræmi væri í talningu á smitum og dauðsföllum á Ítalíu, bæði innanlands og miðað við önnur lönd. Þá mætti einnig nefna pólitíska spennu á milli Norður- og Suður-Ítalíu. Fyrir um tuttugu árum hafi héruðunum verið veitt töluvert meira sjálfstæði frá ríkinu en þau höfðu áður. „Þar á meðal er heilsugæslan. Þannig að þegar þetta kemur upp eru ekki sérfræðingar smitsjúkdóma sem taka málin í sínar hendur heldur kannski bara bæjarstjórar og borgarstjórar minni borga, sem kannski höfðu ekki aðgang að þeirri sérfræðiþekkingu sem í raun og veru þarf,“ sagði Agnes. „Þannig að það tók dálítinn tíma fyrir ítalska ríkið að ná yfirráðum á stöðunni, að taka fram fyrir hendurnar á héraðsstjórnendum.“
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:58 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:58
793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15