Af hverju Ítalía? Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 13:23 Kona með öndunargrímu fyrir vitum sér í Mílanó á Norður-Ítalíu, þar sem faraldur kórónuveiru hefur verið einna skæðastur. Vísir/getty Hár aldur ítölsku þjóðarinnar, samskiptamynstur milli kynslóða og vágesturinn sem kannski fór huldu höfði til að byrja með gætu verið sumar ástæður þess að faraldur kórónuveiru hefur farið einna hörðustum höndum um Ítalíu síðustu vikur. Íslenskur doktor í félagssálfræði sem búsettur hefur verið á Ítalíu í um aldarfjórðung segir Ítalíu hafa verið einstaklega illa í stakk búna til að takast á við faraldurinn. Stjórnvöld um allan heim grípa nú til harðari aðgerða gegn kórónuveirunni, til að mynda á Ítalíu þar sem hátt í átta hundruð manns létu lífið í gær. Heildarfjöldi látinna á Ítalíu er því kominn upp í nær fimm þúsund – og er sá mesti á heimsvísu. En af hverju er ástandið svona slæmt á Ítalíu? Hvað gerir það að verkum að svo margir hafa látist á einmitt þessu svæði? Erlendir fjölmiðlar hafa margir velt þessu upp og freistað þess að varpa ljósi á ástæðurnar sem þar búa að baki. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Þannig fjallaði tímaritið Time ítarlega um hinn skæða faraldur á Ítalíu um miðjan mánuðinn, þegar dauðsföll í landinu voru aðeins 463. Þar eru ástæður að baki ástandinu m.a. raktar til árdaga faraldursins en veiran greindist fyrst í bænum Codogno í Langbarðalandi. Haft er eftir sérfræðingi hjá sóttvarnadeild ítalska heilbrigðisráðuneytisins í frétt Time að talið sé að veiran hafi borist til Ítalíu löngu áður en fyrsta smitið greindist. Það hafi jafnframt gerst á hátindi flensutímabilsins í landinu og að þá hafi óvenju margir greinst með lungnabólgu á sjúkrahúsi í Codogno. Þannig hafi veiran ef til vill dreift sér víða áður en hægt var að bregðast við henni. Blóðugur niðurskurður Agnes Allansdóttir doktor í félagssálfræði hefur verið búsett á Ítalíu í aldarfjórðung. Hún kennir við Háskólann í Sienna og ræddi ástandið í landinu, sem hún kvað þyngra en tárum taki, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún fór ítarlega yfir mögulegar ástæður þess að faraldurinn er svo skæður á Ítalíu og raun ber vitni. „Ítalía er einstaklega illa í stakk búin til að takast á við þetta. Hagkerfið hefur aldrei rétt úr kútnum eftir fjármálakreppuna. Og það hefur verið rosalegur samdráttur sem hefur verið mikið bitbein í stjórnmálum hér og blóðugur niðurskurður í öllu opinbera kerfinu. Það hefur verið mikið rifist um það til að byrja með en nú eru allir komnir í einhvern gír, við erum öll í þessu saman og við bara verðum að komast í gegnum þetta,“ sagði Agnes. Gömul þjóð og náin samskipti milli kynslóða Þá kvað hún nokkrar tilgátur, sem sérfræðingar hafa einmitt margir nefnt í erlendum fjölmiðlum, geta varpað ljósi á ástandið. „Það er kannski rétt að minna á það að Ítalía er óskaplega gamalt land. Þjóðin er svo gömul. Það eru bara Japanir sem eru eldri en við. Það hefur orðið mikill fólksflótti úr landinu, […] yngra og menntað fólk er bara farið, það léttir ekki á,“ sagði Agnes. „Svo er ein tilgáta sem er merkileg [og hún] er sú að samskiptamynstur kynslóða á Ítalíu er kannski öðruvísi heldur en til dæmis í Norður-Evrópu. Það er miklu meiri samgangur, ekki bara afi og amma að passa og þetta venjulega, og kannski eldra fólk sem býr heima hjá börnunum sínum, eða þá öfugt því það er mikið atvinnuleysi og erfiðleikar í efnahagslífinu, þá búa Ítalir almennt miklu lengur heima og þar með eru foreldrarnir almennt miklu eldri. Þetta þykir mörgum dálítið líkleg skýring.“ Pólitísk spenna Þá benti Agnes á að þar sem ástandið væri verst á Norður-Ítalíu væri vissulega merk framþróun að eiga sér stað en þar væri einnig mestur iðnaður – og þar af leiðandi mest mengun. Borgir eins og Mílanó og Tórínó, sem farið hafa mjög illa út úr faraldrinum, hafi þannig lengi verið að berjast við svifryk. „Þannig að ein tilgátan er sú að fólk sem býr á þessum svæðum, að lungun eru kannski veikari fyrir af alls konar ástæðum og þess vegna leggst þetta svona þungt á fólk þar. En það verður bara að koma í ljós.“ Þá benti hún á að mikið ósamræmi væri í talningu á smitum og dauðsföllum á Ítalíu, bæði innanlands og miðað við önnur lönd. Þá mætti einnig nefna pólitíska spennu á milli Norður- og Suður-Ítalíu. Fyrir um tuttugu árum hafi héruðunum verið veitt töluvert meira sjálfstæði frá ríkinu en þau höfðu áður. „Þar á meðal er heilsugæslan. Þannig að þegar þetta kemur upp eru ekki sérfræðingar smitsjúkdóma sem taka málin í sínar hendur heldur kannski bara bæjarstjórar og borgarstjórar minni borga, sem kannski höfðu ekki aðgang að þeirri sérfræðiþekkingu sem í raun og veru þarf,“ sagði Agnes. „Þannig að það tók dálítinn tíma fyrir ítalska ríkið að ná yfirráðum á stöðunni, að taka fram fyrir hendurnar á héraðsstjórnendum.“ Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:58 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Hár aldur ítölsku þjóðarinnar, samskiptamynstur milli kynslóða og vágesturinn sem kannski fór huldu höfði til að byrja með gætu verið sumar ástæður þess að faraldur kórónuveiru hefur farið einna hörðustum höndum um Ítalíu síðustu vikur. Íslenskur doktor í félagssálfræði sem búsettur hefur verið á Ítalíu í um aldarfjórðung segir Ítalíu hafa verið einstaklega illa í stakk búna til að takast á við faraldurinn. Stjórnvöld um allan heim grípa nú til harðari aðgerða gegn kórónuveirunni, til að mynda á Ítalíu þar sem hátt í átta hundruð manns létu lífið í gær. Heildarfjöldi látinna á Ítalíu er því kominn upp í nær fimm þúsund – og er sá mesti á heimsvísu. En af hverju er ástandið svona slæmt á Ítalíu? Hvað gerir það að verkum að svo margir hafa látist á einmitt þessu svæði? Erlendir fjölmiðlar hafa margir velt þessu upp og freistað þess að varpa ljósi á ástæðurnar sem þar búa að baki. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Þannig fjallaði tímaritið Time ítarlega um hinn skæða faraldur á Ítalíu um miðjan mánuðinn, þegar dauðsföll í landinu voru aðeins 463. Þar eru ástæður að baki ástandinu m.a. raktar til árdaga faraldursins en veiran greindist fyrst í bænum Codogno í Langbarðalandi. Haft er eftir sérfræðingi hjá sóttvarnadeild ítalska heilbrigðisráðuneytisins í frétt Time að talið sé að veiran hafi borist til Ítalíu löngu áður en fyrsta smitið greindist. Það hafi jafnframt gerst á hátindi flensutímabilsins í landinu og að þá hafi óvenju margir greinst með lungnabólgu á sjúkrahúsi í Codogno. Þannig hafi veiran ef til vill dreift sér víða áður en hægt var að bregðast við henni. Blóðugur niðurskurður Agnes Allansdóttir doktor í félagssálfræði hefur verið búsett á Ítalíu í aldarfjórðung. Hún kennir við Háskólann í Sienna og ræddi ástandið í landinu, sem hún kvað þyngra en tárum taki, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún fór ítarlega yfir mögulegar ástæður þess að faraldurinn er svo skæður á Ítalíu og raun ber vitni. „Ítalía er einstaklega illa í stakk búin til að takast á við þetta. Hagkerfið hefur aldrei rétt úr kútnum eftir fjármálakreppuna. Og það hefur verið rosalegur samdráttur sem hefur verið mikið bitbein í stjórnmálum hér og blóðugur niðurskurður í öllu opinbera kerfinu. Það hefur verið mikið rifist um það til að byrja með en nú eru allir komnir í einhvern gír, við erum öll í þessu saman og við bara verðum að komast í gegnum þetta,“ sagði Agnes. Gömul þjóð og náin samskipti milli kynslóða Þá kvað hún nokkrar tilgátur, sem sérfræðingar hafa einmitt margir nefnt í erlendum fjölmiðlum, geta varpað ljósi á ástandið. „Það er kannski rétt að minna á það að Ítalía er óskaplega gamalt land. Þjóðin er svo gömul. Það eru bara Japanir sem eru eldri en við. Það hefur orðið mikill fólksflótti úr landinu, […] yngra og menntað fólk er bara farið, það léttir ekki á,“ sagði Agnes. „Svo er ein tilgáta sem er merkileg [og hún] er sú að samskiptamynstur kynslóða á Ítalíu er kannski öðruvísi heldur en til dæmis í Norður-Evrópu. Það er miklu meiri samgangur, ekki bara afi og amma að passa og þetta venjulega, og kannski eldra fólk sem býr heima hjá börnunum sínum, eða þá öfugt því það er mikið atvinnuleysi og erfiðleikar í efnahagslífinu, þá búa Ítalir almennt miklu lengur heima og þar með eru foreldrarnir almennt miklu eldri. Þetta þykir mörgum dálítið líkleg skýring.“ Pólitísk spenna Þá benti Agnes á að þar sem ástandið væri verst á Norður-Ítalíu væri vissulega merk framþróun að eiga sér stað en þar væri einnig mestur iðnaður – og þar af leiðandi mest mengun. Borgir eins og Mílanó og Tórínó, sem farið hafa mjög illa út úr faraldrinum, hafi þannig lengi verið að berjast við svifryk. „Þannig að ein tilgátan er sú að fólk sem býr á þessum svæðum, að lungun eru kannski veikari fyrir af alls konar ástæðum og þess vegna leggst þetta svona þungt á fólk þar. En það verður bara að koma í ljós.“ Þá benti hún á að mikið ósamræmi væri í talningu á smitum og dauðsföllum á Ítalíu, bæði innanlands og miðað við önnur lönd. Þá mætti einnig nefna pólitíska spennu á milli Norður- og Suður-Ítalíu. Fyrir um tuttugu árum hafi héruðunum verið veitt töluvert meira sjálfstæði frá ríkinu en þau höfðu áður. „Þar á meðal er heilsugæslan. Þannig að þegar þetta kemur upp eru ekki sérfræðingar smitsjúkdóma sem taka málin í sínar hendur heldur kannski bara bæjarstjórar og borgarstjórar minni borga, sem kannski höfðu ekki aðgang að þeirri sérfræðiþekkingu sem í raun og veru þarf,“ sagði Agnes. „Þannig að það tók dálítinn tíma fyrir ítalska ríkið að ná yfirráðum á stöðunni, að taka fram fyrir hendurnar á héraðsstjórnendum.“
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:58 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:58
793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15