Gerræði í skjóli krísu Björn Leví Gunnarsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifa 31. mars 2020 16:23 Krísur geta auðveldlega orðið jarðvegur gerræðislegra ákvarðanna gegn einstaklingsfrelsi og lýðræðislegum sjónarmiðum í skjóli öryggis og utanaðkomandi hættu. Þekkt er að stjórnvöld noti krísur til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings. Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum samdi ráðuneytið frumvarp og lagði fyrir Alþingi um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá því að fylgja sveitarstjórnarlögum! Sú breyting hefði í raun þýtt að ráðherra hefði í höndum sér að veita sveitarfélögum leyfi til að víkja frá sveitastjórnarlögum. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Sveitarstjórnarlög eru nefnilega nokkurs konar stjórnarskrá sveitarstjórnarstigsins þar sem er að finna mörg mikilvæg ákvæði um eftirlit með valdi meirihlutans sem og um minnihlutavernd þar sem staðið er vörð um aðgengi allra fulltrúa að stjórn sveitarfélagsins. Á tímum sem þessum er mikilvægt að vinna hratt en um leið ber að varast að velja sleggju þar sem hamar dugar. Öll gerum við okkur grein fyrir því að viðhafa markvissar aðgerðir sem tryggja eðlilegan rekstur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í neyðarástandi en það er ekki hægt að bjóða upp á að lýðræðinu sé ýtt til hliðar eins og lagt var til. Þingflokkur Pírata lagði því til breytingar á upprunalega frumvarpinu þar eru talin voru upp þau ákvæði sem hafa áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga til að veita heimild til að víkja frá þeim án þess að skapa óþarfa svigrúm sem hægt er að misnota. Á grundvelli þeirra var frumvarpinu gjörbreytt og svigrúmið takmarkað við tiltekin ákvæði sem snerust um að sveitarstjórn geti verið starfhæf við neyðarástand. Á síðasta borgarstjórnarfundi virkjaði borgarstjórn svo ákvæði til fjarfunda með vísan í þessi nýju heimild. Þannig getur borgarstjórn og fagráð hennar haldið störfum sínum áfram en gætt jafnframt að velferð og heilsu kjörinna fulltrúa og starfsfólks - án þess að gengið sé óþarflega langt í því. Lýðræðisríki standa vörð um lýðræðið, sérstaklega á tímum neyðarástands þegar sumir myndu fórna því fyrir falska von um aukið öryggi. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd og fyrir þessu berjast Píratar hvort sem þeir eru í meirihluta í borgarstjórn eða minnihluta á þingi. Höfundar eru þingmaður Pírata annars vegar og borgarfulltrúi Pírata hins vegar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Krísur geta auðveldlega orðið jarðvegur gerræðislegra ákvarðanna gegn einstaklingsfrelsi og lýðræðislegum sjónarmiðum í skjóli öryggis og utanaðkomandi hættu. Þekkt er að stjórnvöld noti krísur til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings. Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum samdi ráðuneytið frumvarp og lagði fyrir Alþingi um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá því að fylgja sveitarstjórnarlögum! Sú breyting hefði í raun þýtt að ráðherra hefði í höndum sér að veita sveitarfélögum leyfi til að víkja frá sveitastjórnarlögum. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Sveitarstjórnarlög eru nefnilega nokkurs konar stjórnarskrá sveitarstjórnarstigsins þar sem er að finna mörg mikilvæg ákvæði um eftirlit með valdi meirihlutans sem og um minnihlutavernd þar sem staðið er vörð um aðgengi allra fulltrúa að stjórn sveitarfélagsins. Á tímum sem þessum er mikilvægt að vinna hratt en um leið ber að varast að velja sleggju þar sem hamar dugar. Öll gerum við okkur grein fyrir því að viðhafa markvissar aðgerðir sem tryggja eðlilegan rekstur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í neyðarástandi en það er ekki hægt að bjóða upp á að lýðræðinu sé ýtt til hliðar eins og lagt var til. Þingflokkur Pírata lagði því til breytingar á upprunalega frumvarpinu þar eru talin voru upp þau ákvæði sem hafa áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga til að veita heimild til að víkja frá þeim án þess að skapa óþarfa svigrúm sem hægt er að misnota. Á grundvelli þeirra var frumvarpinu gjörbreytt og svigrúmið takmarkað við tiltekin ákvæði sem snerust um að sveitarstjórn geti verið starfhæf við neyðarástand. Á síðasta borgarstjórnarfundi virkjaði borgarstjórn svo ákvæði til fjarfunda með vísan í þessi nýju heimild. Þannig getur borgarstjórn og fagráð hennar haldið störfum sínum áfram en gætt jafnframt að velferð og heilsu kjörinna fulltrúa og starfsfólks - án þess að gengið sé óþarflega langt í því. Lýðræðisríki standa vörð um lýðræðið, sérstaklega á tímum neyðarástands þegar sumir myndu fórna því fyrir falska von um aukið öryggi. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd og fyrir þessu berjast Píratar hvort sem þeir eru í meirihluta í borgarstjórn eða minnihluta á þingi. Höfundar eru þingmaður Pírata annars vegar og borgarfulltrúi Pírata hins vegar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun