Próteinvinnsla úr lífmassa Magnús Guðmundsson skrifar 30. apríl 2020 08:30 Gæðaprótein úr vannýttu hráefni Fiskeldi eykst hröðum skrefum hér á landi og með því vex eftirspurn eftir próteini af miklum gæðum fyrir fóður. Jurtaprótein er notað í miklum mæli en minna af fiskmjöli þótt það sé talið betra. Jurtaprótein eins og sojaprótein er mun ódýrara en fiskmjöl og er þess vegna reynt að hafa sem mest af því í fóðurblöndum. Jurtaprótein geta þó ekki alfarið komið í stað fiskpróteins, m.a. vegna amínósýrusamsetningar. Heimsframleiðslan fiskeldis vex hratt en fiskmjölsframleiðsla eykst ekki að sama skapi. Hámarksnýtingu uppsjávarstofna er þegar náð og heimsafli hefur ekki aukist í áratugi. Því er nauðsynlegt að framleiða gæðaprótein eftir öðrum leiðum. Heyfyrningar og trefjaríkur lífmassi með jarðvarma Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði sem felst í að umbreyta heyi og öðrum trefjaríkum lífmassa svo að hægt sé að framleiða prótein. Jarðvarmi (180-200° C) er nýttur til að brjóta niður hráefnið ásamt ensímum og fæst þá næringarríkur lögur sem ger- og þráðsveppir geta nýtt sér. Úr sveppunum er svo unnið próteinríkt mjöl. Prótein úr þráð- og gersveppum er svipað að gæðum og fiskprótein og ætti því að geta komið í stað þess. Höfundur á rannsóknarstofunni.Mynd/Hjörleifur Jónsson Kjarnfóður og efni til landgræðslu Að meðaltali falla til um 50.000 tonn af heyfyrningum á ári á landinu öllu, sem ekki nýtist sem fóður en er notað að einhverju leyti til landgræðslu. Heyfyrninga má nýta til ræktunar á ger- eða þráðsveppum, en hægt er að framleiða um 3.000 tonn af próteini úr 10.000 tonnum af heyfyrningum sem samsvarar vinnslu á 16.500 tonnum af loðnu. Þá yrðu til ýmsar aukaafurðir eins og lífrænar sýrur og vel brotinn afgangslífmassi sem mætti nýta til landgræðslu. Próteinið sem unnið er á þennan hátt má nýta til manneldis, en hentar vel til fiskeldis og í kjarnfóður fyrir búfénað. Margar þráð- og gersveppategundir koma til greina en tvær tegundir af ætt Yarrowia og Fusarium voru prófaðar og tókst ræktun þeirra ágætlega. Báðar tegundirnar eru leyfðar til manneldis í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota vannýtt hráefni eins og heyfyrningar til próteinmjölsframleiðslu með háhitavatni sem finnst víða á landinu. Framleiðslan kæmi í stað innflutts próteins og mundi auka framboð á góðum próteingjafa. Hún gæti skapað störf í dreifbýli, stutt við vöxt fiskeldis í landinu eða nýst í kjarnfóður í landbúnaði. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Fiskeldi Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Gæðaprótein úr vannýttu hráefni Fiskeldi eykst hröðum skrefum hér á landi og með því vex eftirspurn eftir próteini af miklum gæðum fyrir fóður. Jurtaprótein er notað í miklum mæli en minna af fiskmjöli þótt það sé talið betra. Jurtaprótein eins og sojaprótein er mun ódýrara en fiskmjöl og er þess vegna reynt að hafa sem mest af því í fóðurblöndum. Jurtaprótein geta þó ekki alfarið komið í stað fiskpróteins, m.a. vegna amínósýrusamsetningar. Heimsframleiðslan fiskeldis vex hratt en fiskmjölsframleiðsla eykst ekki að sama skapi. Hámarksnýtingu uppsjávarstofna er þegar náð og heimsafli hefur ekki aukist í áratugi. Því er nauðsynlegt að framleiða gæðaprótein eftir öðrum leiðum. Heyfyrningar og trefjaríkur lífmassi með jarðvarma Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár verið unnið að verkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði sem felst í að umbreyta heyi og öðrum trefjaríkum lífmassa svo að hægt sé að framleiða prótein. Jarðvarmi (180-200° C) er nýttur til að brjóta niður hráefnið ásamt ensímum og fæst þá næringarríkur lögur sem ger- og þráðsveppir geta nýtt sér. Úr sveppunum er svo unnið próteinríkt mjöl. Prótein úr þráð- og gersveppum er svipað að gæðum og fiskprótein og ætti því að geta komið í stað þess. Höfundur á rannsóknarstofunni.Mynd/Hjörleifur Jónsson Kjarnfóður og efni til landgræðslu Að meðaltali falla til um 50.000 tonn af heyfyrningum á ári á landinu öllu, sem ekki nýtist sem fóður en er notað að einhverju leyti til landgræðslu. Heyfyrninga má nýta til ræktunar á ger- eða þráðsveppum, en hægt er að framleiða um 3.000 tonn af próteini úr 10.000 tonnum af heyfyrningum sem samsvarar vinnslu á 16.500 tonnum af loðnu. Þá yrðu til ýmsar aukaafurðir eins og lífrænar sýrur og vel brotinn afgangslífmassi sem mætti nýta til landgræðslu. Próteinið sem unnið er á þennan hátt má nýta til manneldis, en hentar vel til fiskeldis og í kjarnfóður fyrir búfénað. Margar þráð- og gersveppategundir koma til greina en tvær tegundir af ætt Yarrowia og Fusarium voru prófaðar og tókst ræktun þeirra ágætlega. Báðar tegundirnar eru leyfðar til manneldis í Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota vannýtt hráefni eins og heyfyrningar til próteinmjölsframleiðslu með háhitavatni sem finnst víða á landinu. Framleiðslan kæmi í stað innflutts próteins og mundi auka framboð á góðum próteingjafa. Hún gæti skapað störf í dreifbýli, stutt við vöxt fiskeldis í landinu eða nýst í kjarnfóður í landbúnaði. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun