Til upprifjunar á degi verkalýðsins 1. maí: Kom þetta bara allt af sjálfu sér? Félagslegir ávinningar í kjölfar baráttu! Gylfi Páll Hersir skrifar 30. apríl 2020 13:30 Sagan er gjarnan endurskrifuð með hliðsjón af skoðunum og hagsmunum ríkjandi stéttar, atburðum er oft snúið á haus og alls konar vitleysu varpað fram. Algengt er að gera lítið úr árangrinum af baráttu verkafólks fyrir réttindum sínum, félagslegum ávinningum og eins hlut verkafólks og bænda í sjálfstæðisbaráttu undirokaðra þjóða – það er eins og þetta hafi bara gerst af sjálfu sér! Stundum er þeirri furðulegu staðhæfingu varpað fram að verkalýðsfélög séu úrelt. Reynt er að telja okkur trú um, að einstaklingshyggjan sé ofar öllu öðru og gróðrarvon einstaklinga hreyfiaflið, græðgin sé málið – félagsleg samstaða sé lummó og gamaldags rugl sem engu skili. Sá sem þessar línur skrifar var í hátt á annan áratug félagi í Verkamannafélaginu Dagsbrún og tók virkan þátt í starfsemi félagsins. Dagsbrún var stofnað fyrir rúmri öld síðan og stóð í fylkingarbrjósti verkalýðshreyfingarinnar í baráttunni fyrir bættum kjörum og réttindum verkafólks. Undir lok síðustu aldar sameinaðist Dagsbrún Verkakvennafélaginu Framsókn og skömmu síðar var Efling – stéttarfélag stofnað. Það var ekki hvað síst baráttan um miðbik síðustu aldar sem leiddi til þess að ýmis mikilvæg félagsleg réttindi áunnust. Þau komu ekki af sjálfu sér og voru ekki hluti af óhjákvæmilegri þróun, enn síður fyrir sakir góðmennsku og framsýni atvinnurekenda og ríkisvalds. Sagan sýnir hið gagnstæða. Ekkert hefur verið fært vinnandi fólki á silfurfati, ekkert hefur fengist baráttulaust – munum það! Margt af því sem hér er rakið má lesa í tveimur ágætum bókum Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings um sögu Dagsbrúnar sem ná fram til ársins 1942 – von ku vera á framhaldi. Uppistaða þessarar samantektar birtist í blaði Dagsbrúnar á 100 ára afmæli félagsins, skrifuð í samvinnu við Jóhannes T. Sigursveinsson, félaga minn í Dagsbrún og Sigurlaugu S. Gunnlaugsdóttur sagnfræðing. Stofnfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar var haldinn í Bárubúð, 26. janúar 1906. Árið 1913 voru fyrstu verkföllin í Reykjavík háð. Það fyrra stóð í þrjár vikur. Með því komst á 10 stunda vinnudagur og viðurkenning á Dagsbrún sem fullgildum samningsaðila. Vinnutími og laun voru ekki lengur einhliða yfirlýsing félagsins og geðþóttaákvörðun atvinnurekenda hvort eftir því væri farið, heldur samningsbundin atriði. Um vorið lýsti félagið svo aftur yfir verkfalli, í þetta sinn gegn dönskum verktökum vegna vinnu við hafnargerðina. Verktakarnir vildu lækka kaupið og hunsa ákvæðið um 10 stunda vinnudag. Brjóta átti á bak aftur sigurinn í verkfallinu frá því fyrr á árinu og brjóta í leiðinni niður verkalýðsfélagið. Meira en hálf öld var þá síðan verkalýðssambönd í útlöndum sameinuðust í herferð fyrir 10 stunda vinnudegi. Tvö banaslys urðu við hafnargerðina, annað í grjótnámi í Eskihlíð og hitt við hleðslu hafnargarðanna. Verkfallið var ekki hvað síst háð vegna mikils vinnuálags og stóð það í tvo mánuði. Mikilvægur sigur vannst, kauplækkunartilrauninni var hrundið, 10 tíma vinnudagurinn festur í sessi og það sem hvað mikilvægast var, verkalýðsfélagið styrkti stöðu sína meðal verkafólks. Félagar í því hlutu sína eldskírn og voru tilbúnari en áður til þess að takast á við ný verkefni, aðrir drógu lærdóma af atburðunum. Næst voru háð verkföll árið 1921 og fram að setningu Vinnulöggjafarinnar 1938 greip Dagsbrún að minnsta kosti tuttugu sinnum til ýmissa skyndiaðgerða, m.a. margra samúðarverkafalla. Árið 1930 ákvað Dagsbrún að undangenginni allsherjaratkvæðagreiðslu að krefjast styttingu vinnudagsins í 9 stundir. Um veturinn var mikil næturvinna við höfnina og höfðu nokkrir verkamenn fengið lungnabólgu við afgreiðslu togara og sumir látist. Fyrst var samþykkt að banna alla næturvinnu eftir klukkan 10 á kvöldin frá 18. mars til 18. maí. Stytting vinnudagsins tók svo gildi 14. maí. Einn alvarlegasti klofningurinn innan raða verkafólks er milli þeirra sem hafa atvinnu þá stundina og hinna sem hafa enga. Í Gúttóslagnum 9. nóvember 1932 tókst að yfirstíga þennan klofning. Mikið atvinnuleysi ríkti og ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur að lækka tímakaup í atvinnubótavinnu úr 1,36 krónum í 1 krónu á fundi sínum 3. nóvember það ár. Hér var á ferðinni tilraun til almennrar kauplækkunar, en atvinnurekendur höfðu fyrr á árinu sett fram kröfu þar að lútandi gagnvart Dagsbrún. Félagið hélt fund í Iðnó daginn eftir þar sem aðgerðir voru ákveðnar. Þann 5. nóvember var farin mótmælaganga fjögur þúsunda. Að lokum var fallist á að fresta kauplækkuninni fram yfir aukafund bæjarstjórnar 9. nóvember. Sá fundur var haldinn í Góðtemplarahúsinu (Gúttó, gegnt Þórshamri, þar eru nú bílastæði þeirra sem á Alþingi sitja). Mikinn mannfjölda dreif að og þegar verkafólk krafði bæjarfulltrúana svara og hugði á inngöngu á fundinn kom til átaka milli verkafólks (atvinnulausra og þeirra sem atvinnu höfðu) annars vegar og lögreglu og hvítliða hins vegar. Þarna urðu einhver hörðustu stéttaátökin í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Fundur bæjarstjórnar leystist upp og morguninn eftir hvarf bæjarstjórnin frá frekari áformum um kauplækkanir. Í kjölfarið sýndi dómsvaldið hvaðan í þjóðfélaginu það sækir vald sitt og dæmdi yfir 20 manns í 1-6 mánaða fangelsi, alla nema þrjá óskilorðsbundið. Dómar þessir voru með réttu kallaðir stéttardómar. Vegna mikilla mótmæla fengu hinir dæmdu skilorðsbundna náðun. Á allra síðustu árum hafa m.a. afturhaldssamir háskólakennarar reynt að endurskrifa þennan þátt sögunnar eins og oft tíðkast – gera verkafólkið sem varði sín kjör að réttlausu og saknæmu glæpafólki. Vinnulöggjöf var sett árið 1938 og hefur gilt að miklu leyti allt til dagsins í dag. Segja má að hlutverk hennar hafi aðallega verið að lægja öldurnar. Lagabálkurinn takmarkaði baráttuleiðir verkalýðsfélaganna og því mótmæltu félögin. Á næstu tuttugu og fimm árum voru háð nokkur stórverkföll þar sem auk launahækkana náðist fram stytting vinnuvikunnar, orlofsréttur, fastráðningar, veikindafrí og fleira. Í aprílbyrjun 1939 voru sett bráðabirgðalög sem meðal annars lögþvinguðu kaupið og afnámu samningsrétt verkalýðsfélaganna í bili. Kaupbindingin gilti til ársloka 1940. Í janúarbyrjun 1941 fóru Dagsbrúnarfélagar í vikuverkfall. Breska setuliðið sagði íslenskum verkamönnum upp og voru breskir hermenn látnir ganga í störf þeirra undir vopnavernd. Hermennirnir töldust verkfallsbrjótar, þótt sjálfir þekktu þeir ekki staðreyndir málsins. Því skrifuðu verkfallsmenn bréf sem var þýtt á ensku og dreift til hermannanna. Forysta Dagbrúnar var þessu andvíg enda hafði hún verið á móti verkfallinu. Bretar handtóku sex forystumanna Dagbrúnar og fjórir þeirra fengu fangelsisdóma. Í seinni heimsstyrjöldinni var efnahagsleg uppsveifla á Íslandi. Atvinnurekendur og ríkisstjórn reyndu að sporna gegn kaupkröfum og í upphafi árs 1942 voru sett lög: Gerðadóm um kaup og bann við verkföllum. Sumarið 1942 voru mörg skæruverkföll. Dagsbrúnarfélagar voru þar í fararbroddi og hófu hafnarverkamenn hjá Eimskip hernaðinn snemmsumars. Aðrir hópar fylgdu í kjölfarið. Í ágúst afnam ríkisstjórnin gerðadómslögin og unnu verkalýðsfélögin gríðarlegar kjarabætur (45% kauphækkun). Auk þess náðust mikilvægir félagslegir ávinningar. Meðal þeirra voru: Vinnudagurinn varð loks átta stundir, eftirvinnukaup (fyrstu tveir tímarnir eftir dagvinnu) var nú í fyrsta sinn ákveðið 50% hærra en dagvinnukaup og nætur- og helgidagavinna 100% hærri; tólf daga orlof varð almenn regla (atvinnurekendur greiddu 4% af kaupi í orlof); og atvinnurekendur féllust á að greiða verkamönnum minnst hálfan dag ef vinna var hafin. Desemberverkfallið 1952 var eitt stærsta og víðtækasta verkfall sem háð hefur verið hér á landi. Verkfall þetta einkenndist af hörku – skip og flugvélar voru ekki afgreidd og borgin varð eldsneytis- og mjólkurlaus. Meðal þess sem náðist fram voru verðlækkanir á nauðsynjavörum, auknar fjölskyldubætur, orlof lengdist í 15 virka daga (með 5% af launum) og atvinnurekendur skyldu greiða 4% af vinnulaunum í atvinnuleysistryggingarsjóð. Í kjölfarið settu ráðherrar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, Bjarni Benediktsson og Hermann Jónasson fram hugmynd um stofnun íslensks hers í þeim tilgangi að brjóta niður verkföll. Eftir 6 vikna verkfall 1955 náði orlofið 18 virkum dögum (með 6% af launum) og atvinnuleysistryggingar urðu að veruleika. Í lok verkfalls 1961 féllust atvinnurekendur á að kaupa hlífðarfatnað fyrir verkafólk í óþrifaleg störf og orlofsgreiðslur náðu nú til alls kaupsins. Að loknu harðvítugu verkfalli 1965 var vinnuvikan stytt í 44 stundir (40 stunda vinnuvika komst á með lögum frá Alþingi 1972) og Eimskip féllst á að fastráða hafnarverkamenn. Rétt er að geta sérstaklega Sólstöðusamninganna sem voru gerðir að loknu yfirvinnubanni og tveggja daga verkfalli sumarið 1977. Þá náðist góð kauphækkun og fjöldi mikilvægra réttinda, meðal annars á sviði öryggismála. Til dæmis var atvinnurekendum gert skylt að skaffa öryggisbúnað og voru sett ný lög um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum, sem þóttu umtalsverð réttarbót. Á grundvelli þeirra standa lög um Vinnueftirlit ríkisins. Höfundur var í Verkamannafélaginu Dagsbrún og sat í trúnaðarráði þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Gylfi Páll Hersir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sagan er gjarnan endurskrifuð með hliðsjón af skoðunum og hagsmunum ríkjandi stéttar, atburðum er oft snúið á haus og alls konar vitleysu varpað fram. Algengt er að gera lítið úr árangrinum af baráttu verkafólks fyrir réttindum sínum, félagslegum ávinningum og eins hlut verkafólks og bænda í sjálfstæðisbaráttu undirokaðra þjóða – það er eins og þetta hafi bara gerst af sjálfu sér! Stundum er þeirri furðulegu staðhæfingu varpað fram að verkalýðsfélög séu úrelt. Reynt er að telja okkur trú um, að einstaklingshyggjan sé ofar öllu öðru og gróðrarvon einstaklinga hreyfiaflið, græðgin sé málið – félagsleg samstaða sé lummó og gamaldags rugl sem engu skili. Sá sem þessar línur skrifar var í hátt á annan áratug félagi í Verkamannafélaginu Dagsbrún og tók virkan þátt í starfsemi félagsins. Dagsbrún var stofnað fyrir rúmri öld síðan og stóð í fylkingarbrjósti verkalýðshreyfingarinnar í baráttunni fyrir bættum kjörum og réttindum verkafólks. Undir lok síðustu aldar sameinaðist Dagsbrún Verkakvennafélaginu Framsókn og skömmu síðar var Efling – stéttarfélag stofnað. Það var ekki hvað síst baráttan um miðbik síðustu aldar sem leiddi til þess að ýmis mikilvæg félagsleg réttindi áunnust. Þau komu ekki af sjálfu sér og voru ekki hluti af óhjákvæmilegri þróun, enn síður fyrir sakir góðmennsku og framsýni atvinnurekenda og ríkisvalds. Sagan sýnir hið gagnstæða. Ekkert hefur verið fært vinnandi fólki á silfurfati, ekkert hefur fengist baráttulaust – munum það! Margt af því sem hér er rakið má lesa í tveimur ágætum bókum Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings um sögu Dagsbrúnar sem ná fram til ársins 1942 – von ku vera á framhaldi. Uppistaða þessarar samantektar birtist í blaði Dagsbrúnar á 100 ára afmæli félagsins, skrifuð í samvinnu við Jóhannes T. Sigursveinsson, félaga minn í Dagsbrún og Sigurlaugu S. Gunnlaugsdóttur sagnfræðing. Stofnfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar var haldinn í Bárubúð, 26. janúar 1906. Árið 1913 voru fyrstu verkföllin í Reykjavík háð. Það fyrra stóð í þrjár vikur. Með því komst á 10 stunda vinnudagur og viðurkenning á Dagsbrún sem fullgildum samningsaðila. Vinnutími og laun voru ekki lengur einhliða yfirlýsing félagsins og geðþóttaákvörðun atvinnurekenda hvort eftir því væri farið, heldur samningsbundin atriði. Um vorið lýsti félagið svo aftur yfir verkfalli, í þetta sinn gegn dönskum verktökum vegna vinnu við hafnargerðina. Verktakarnir vildu lækka kaupið og hunsa ákvæðið um 10 stunda vinnudag. Brjóta átti á bak aftur sigurinn í verkfallinu frá því fyrr á árinu og brjóta í leiðinni niður verkalýðsfélagið. Meira en hálf öld var þá síðan verkalýðssambönd í útlöndum sameinuðust í herferð fyrir 10 stunda vinnudegi. Tvö banaslys urðu við hafnargerðina, annað í grjótnámi í Eskihlíð og hitt við hleðslu hafnargarðanna. Verkfallið var ekki hvað síst háð vegna mikils vinnuálags og stóð það í tvo mánuði. Mikilvægur sigur vannst, kauplækkunartilrauninni var hrundið, 10 tíma vinnudagurinn festur í sessi og það sem hvað mikilvægast var, verkalýðsfélagið styrkti stöðu sína meðal verkafólks. Félagar í því hlutu sína eldskírn og voru tilbúnari en áður til þess að takast á við ný verkefni, aðrir drógu lærdóma af atburðunum. Næst voru háð verkföll árið 1921 og fram að setningu Vinnulöggjafarinnar 1938 greip Dagsbrún að minnsta kosti tuttugu sinnum til ýmissa skyndiaðgerða, m.a. margra samúðarverkafalla. Árið 1930 ákvað Dagsbrún að undangenginni allsherjaratkvæðagreiðslu að krefjast styttingu vinnudagsins í 9 stundir. Um veturinn var mikil næturvinna við höfnina og höfðu nokkrir verkamenn fengið lungnabólgu við afgreiðslu togara og sumir látist. Fyrst var samþykkt að banna alla næturvinnu eftir klukkan 10 á kvöldin frá 18. mars til 18. maí. Stytting vinnudagsins tók svo gildi 14. maí. Einn alvarlegasti klofningurinn innan raða verkafólks er milli þeirra sem hafa atvinnu þá stundina og hinna sem hafa enga. Í Gúttóslagnum 9. nóvember 1932 tókst að yfirstíga þennan klofning. Mikið atvinnuleysi ríkti og ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur að lækka tímakaup í atvinnubótavinnu úr 1,36 krónum í 1 krónu á fundi sínum 3. nóvember það ár. Hér var á ferðinni tilraun til almennrar kauplækkunar, en atvinnurekendur höfðu fyrr á árinu sett fram kröfu þar að lútandi gagnvart Dagsbrún. Félagið hélt fund í Iðnó daginn eftir þar sem aðgerðir voru ákveðnar. Þann 5. nóvember var farin mótmælaganga fjögur þúsunda. Að lokum var fallist á að fresta kauplækkuninni fram yfir aukafund bæjarstjórnar 9. nóvember. Sá fundur var haldinn í Góðtemplarahúsinu (Gúttó, gegnt Þórshamri, þar eru nú bílastæði þeirra sem á Alþingi sitja). Mikinn mannfjölda dreif að og þegar verkafólk krafði bæjarfulltrúana svara og hugði á inngöngu á fundinn kom til átaka milli verkafólks (atvinnulausra og þeirra sem atvinnu höfðu) annars vegar og lögreglu og hvítliða hins vegar. Þarna urðu einhver hörðustu stéttaátökin í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Fundur bæjarstjórnar leystist upp og morguninn eftir hvarf bæjarstjórnin frá frekari áformum um kauplækkanir. Í kjölfarið sýndi dómsvaldið hvaðan í þjóðfélaginu það sækir vald sitt og dæmdi yfir 20 manns í 1-6 mánaða fangelsi, alla nema þrjá óskilorðsbundið. Dómar þessir voru með réttu kallaðir stéttardómar. Vegna mikilla mótmæla fengu hinir dæmdu skilorðsbundna náðun. Á allra síðustu árum hafa m.a. afturhaldssamir háskólakennarar reynt að endurskrifa þennan þátt sögunnar eins og oft tíðkast – gera verkafólkið sem varði sín kjör að réttlausu og saknæmu glæpafólki. Vinnulöggjöf var sett árið 1938 og hefur gilt að miklu leyti allt til dagsins í dag. Segja má að hlutverk hennar hafi aðallega verið að lægja öldurnar. Lagabálkurinn takmarkaði baráttuleiðir verkalýðsfélaganna og því mótmæltu félögin. Á næstu tuttugu og fimm árum voru háð nokkur stórverkföll þar sem auk launahækkana náðist fram stytting vinnuvikunnar, orlofsréttur, fastráðningar, veikindafrí og fleira. Í aprílbyrjun 1939 voru sett bráðabirgðalög sem meðal annars lögþvinguðu kaupið og afnámu samningsrétt verkalýðsfélaganna í bili. Kaupbindingin gilti til ársloka 1940. Í janúarbyrjun 1941 fóru Dagsbrúnarfélagar í vikuverkfall. Breska setuliðið sagði íslenskum verkamönnum upp og voru breskir hermenn látnir ganga í störf þeirra undir vopnavernd. Hermennirnir töldust verkfallsbrjótar, þótt sjálfir þekktu þeir ekki staðreyndir málsins. Því skrifuðu verkfallsmenn bréf sem var þýtt á ensku og dreift til hermannanna. Forysta Dagbrúnar var þessu andvíg enda hafði hún verið á móti verkfallinu. Bretar handtóku sex forystumanna Dagbrúnar og fjórir þeirra fengu fangelsisdóma. Í seinni heimsstyrjöldinni var efnahagsleg uppsveifla á Íslandi. Atvinnurekendur og ríkisstjórn reyndu að sporna gegn kaupkröfum og í upphafi árs 1942 voru sett lög: Gerðadóm um kaup og bann við verkföllum. Sumarið 1942 voru mörg skæruverkföll. Dagsbrúnarfélagar voru þar í fararbroddi og hófu hafnarverkamenn hjá Eimskip hernaðinn snemmsumars. Aðrir hópar fylgdu í kjölfarið. Í ágúst afnam ríkisstjórnin gerðadómslögin og unnu verkalýðsfélögin gríðarlegar kjarabætur (45% kauphækkun). Auk þess náðust mikilvægir félagslegir ávinningar. Meðal þeirra voru: Vinnudagurinn varð loks átta stundir, eftirvinnukaup (fyrstu tveir tímarnir eftir dagvinnu) var nú í fyrsta sinn ákveðið 50% hærra en dagvinnukaup og nætur- og helgidagavinna 100% hærri; tólf daga orlof varð almenn regla (atvinnurekendur greiddu 4% af kaupi í orlof); og atvinnurekendur féllust á að greiða verkamönnum minnst hálfan dag ef vinna var hafin. Desemberverkfallið 1952 var eitt stærsta og víðtækasta verkfall sem háð hefur verið hér á landi. Verkfall þetta einkenndist af hörku – skip og flugvélar voru ekki afgreidd og borgin varð eldsneytis- og mjólkurlaus. Meðal þess sem náðist fram voru verðlækkanir á nauðsynjavörum, auknar fjölskyldubætur, orlof lengdist í 15 virka daga (með 5% af launum) og atvinnurekendur skyldu greiða 4% af vinnulaunum í atvinnuleysistryggingarsjóð. Í kjölfarið settu ráðherrar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, Bjarni Benediktsson og Hermann Jónasson fram hugmynd um stofnun íslensks hers í þeim tilgangi að brjóta niður verkföll. Eftir 6 vikna verkfall 1955 náði orlofið 18 virkum dögum (með 6% af launum) og atvinnuleysistryggingar urðu að veruleika. Í lok verkfalls 1961 féllust atvinnurekendur á að kaupa hlífðarfatnað fyrir verkafólk í óþrifaleg störf og orlofsgreiðslur náðu nú til alls kaupsins. Að loknu harðvítugu verkfalli 1965 var vinnuvikan stytt í 44 stundir (40 stunda vinnuvika komst á með lögum frá Alþingi 1972) og Eimskip féllst á að fastráða hafnarverkamenn. Rétt er að geta sérstaklega Sólstöðusamninganna sem voru gerðir að loknu yfirvinnubanni og tveggja daga verkfalli sumarið 1977. Þá náðist góð kauphækkun og fjöldi mikilvægra réttinda, meðal annars á sviði öryggismála. Til dæmis var atvinnurekendum gert skylt að skaffa öryggisbúnað og voru sett ný lög um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum, sem þóttu umtalsverð réttarbót. Á grundvelli þeirra standa lög um Vinnueftirlit ríkisins. Höfundur var í Verkamannafélaginu Dagsbrún og sat í trúnaðarráði þess.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun