Valdataka í Reykjavík Vigdís Hauksdóttir skrifar 7. janúar 2021 14:00 Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Orðrétt sagði í fundarboðinu: „Í samræmi við gildandi tilmæli neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar verður fundur borgarráðs þann 7. janúar einungis haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.“ Hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur undir stjórn borgarstjóra Dags B. Eggertssonar heldur valdatöku sinni áfram og hefur ástandið nú varað í rúma 10 mánuði. Á þessu sannast að borgarstjóri sem er formaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu gengur á svig við sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar og borgarráðs. Á sama tíma gerir hann starf formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur að engu, en formaður borgarráðs á að boða fundi ráðsins. Ekki dugði borgarstjóra að brjóta persónuverndarlög í átaki til aukinnar kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningunum og verða þar með uppvís að kosningasvindli. Áfram heldur borgarstjóri lagasniðgöngu. Hvar enda þessir einræðistilburðir borgarstjóra? Hvers vegna í veröldinni er kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur haldið frá ráðhúsinu með þessum hætti? Í ráðhúsinu eru margar vistaverur og hefur húsið yfir tveimur mjög stórum sölum að ræða – borgarstjórnarsalinn og Tjarnarsalinn. Borgarráð telur 10 kjörna fulltrúa auk borgarstjóra og ritara borgarráðs. Það er fullkomlega vandalaust að borgarráð fundi í borgarstjórnarsalnum eins og gert var lengst af eftir komu Covid-19 til landsins. Meira að segja sátu fleiri starfsmenn borgarráðs þá fundi og embættismenn úr Borgartúni komu í ráðhúsið þegar þörf var á til að fylgja sínum málum eftir. Öllum sóttvörnum var mætt í hvívetna. Minnt er á að Alþingi hefur í gegnum faraldurinn haldið uppi reglulegum þingfundum í Alþingishúsinu. Borgarráð hefur EKKI afsalað sér neinum völdum til hinnar svokölluðu neyðarstjórnar. Í reglugerð nr. Nr. 1306/2020, sem heilbrigðisráðherra setti í lok desember sl. um fjöldatakmarkanir kemur eftirfarandi m.a. fram: „Framhaldsskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30. Háskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50“. Langt er síðan sundlaugar voru opnaðar. Hvað gerir 11 manna borgarráð „svo sérstakt“ að ekki er hægt að halda fundi í ráðhúsinu að uppfylltum sóttvörnum? Síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn í ráðhúsinu og var skipt upp í sóttvarnarhólf algjörlega vandræðalaust. Valdbeiting hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur á slíkur yfirgangur og valdhroki að ekki verður lengur við unað. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík mega ekki og geta ekki látið ræna frá sér völdum sem þeir voru kosnir til af íbúum borgarinnar í lögbundnum borgarstjórnarkosningum. Því lagði ég fram á fundi borgarráðs í dag eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.“ Meirhlutinn vísaði þessari tillögu frá. Það er ljóst að valdatakan á að halda áfram svo lengi sem stætt er undir stjórn formanns almannavarna Dags B. Eggertssonar sem er eini kjörni fulltrúinn í hinni svokölluðu neyðarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sá fordæmalausi atburður átti sér stað um miðjan dag þann 6. janúar sl. að kjörnum fulltrúum í borgarráði barst tölvupóstur þar sem þeim var tilkynnt að hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur hafi ákveðið að fundur borgarráðs daginn eftir yrði fjarfundur en yrði ekki haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Orðrétt sagði í fundarboðinu: „Í samræmi við gildandi tilmæli neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar verður fundur borgarráðs þann 7. janúar einungis haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.“ Hin svokallaða neyðarstjórn Reykjavíkur undir stjórn borgarstjóra Dags B. Eggertssonar heldur valdatöku sinni áfram og hefur ástandið nú varað í rúma 10 mánuði. Á þessu sannast að borgarstjóri sem er formaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu gengur á svig við sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar og borgarráðs. Á sama tíma gerir hann starf formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur að engu, en formaður borgarráðs á að boða fundi ráðsins. Ekki dugði borgarstjóra að brjóta persónuverndarlög í átaki til aukinnar kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningunum og verða þar með uppvís að kosningasvindli. Áfram heldur borgarstjóri lagasniðgöngu. Hvar enda þessir einræðistilburðir borgarstjóra? Hvers vegna í veröldinni er kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur haldið frá ráðhúsinu með þessum hætti? Í ráðhúsinu eru margar vistaverur og hefur húsið yfir tveimur mjög stórum sölum að ræða – borgarstjórnarsalinn og Tjarnarsalinn. Borgarráð telur 10 kjörna fulltrúa auk borgarstjóra og ritara borgarráðs. Það er fullkomlega vandalaust að borgarráð fundi í borgarstjórnarsalnum eins og gert var lengst af eftir komu Covid-19 til landsins. Meira að segja sátu fleiri starfsmenn borgarráðs þá fundi og embættismenn úr Borgartúni komu í ráðhúsið þegar þörf var á til að fylgja sínum málum eftir. Öllum sóttvörnum var mætt í hvívetna. Minnt er á að Alþingi hefur í gegnum faraldurinn haldið uppi reglulegum þingfundum í Alþingishúsinu. Borgarráð hefur EKKI afsalað sér neinum völdum til hinnar svokölluðu neyðarstjórnar. Í reglugerð nr. Nr. 1306/2020, sem heilbrigðisráðherra setti í lok desember sl. um fjöldatakmarkanir kemur eftirfarandi m.a. fram: „Framhaldsskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30. Háskólar, hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 50“. Langt er síðan sundlaugar voru opnaðar. Hvað gerir 11 manna borgarráð „svo sérstakt“ að ekki er hægt að halda fundi í ráðhúsinu að uppfylltum sóttvörnum? Síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn í ráðhúsinu og var skipt upp í sóttvarnarhólf algjörlega vandræðalaust. Valdbeiting hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur á slíkur yfirgangur og valdhroki að ekki verður lengur við unað. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík mega ekki og geta ekki látið ræna frá sér völdum sem þeir voru kosnir til af íbúum borgarinnar í lögbundnum borgarstjórnarkosningum. Því lagði ég fram á fundi borgarráðs í dag eftirfarandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.“ Meirhlutinn vísaði þessari tillögu frá. Það er ljóst að valdatakan á að halda áfram svo lengi sem stætt er undir stjórn formanns almannavarna Dags B. Eggertssonar sem er eini kjörni fulltrúinn í hinni svokölluðu neyðarstjórn Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun