Árásin á lýðræðið Guðmundur Auðunsson skrifar 7. janúar 2021 17:32 Það var komið að því. Andstæðingar sigurvegara forsetakosninganna höfðu flykkst þúsundum saman til höfuðborgarinnar. Bræðin sauð í fólki. Pólitískir leiðtogar þeirra og frambjóðandi æstu múginn áfram með tilfinningafullum ræðum um að kosningunum hefði verið stolið. Á kosninganóttina hafði þetta lofað góðu. Fyrstu atkvæðatölur höfðu sýnt fram á góðan árangur í kosningunum. Þegar síðustu atkvæðin höfðu verið talin jókst forskot andstæðingsins til muna og hann lýstur sigurvegari, enda komu síðustu atkvæðin sem talin voru frá svæðum sem hann var sterkur. Það hlutu að vera brögð í tafli. Kosningunum hafði verið stolið frá þeirra manni. Nú var múgurinn búinn að fá nóg. Nú skildi grípa til alvöru aðgerða. Ráðist var af hörku inn í byggingu valdsins þar sem lögreglan réði ekki við neitt. Múgurinn vissi að réttlætið væri þeirra megin. Kosningunum hafði verið stolið af andstæðingunum. Á meðan þessu fór fram fylgdust stuðningsmenn sigurvegarans með atburðunum úr fjarska. Þau trúðu varla því sem var að gerast. Kosningar höfðu farið fram, fólkið hafði talað og kosið þeirra mann. Heimsbyggðin fylgdist líka með. Erlendir fjölmiðlar voru uppfullir af viðburðunum, þessari nöktu tilraun til valdaráns til að hindra vilja fólksins. Fasískir óeirðarseggir fóru um allt með ofbeldi og heimtuðu völdin. Stuðningsmenn sigurvegarans trúðu því auðvitað ekki að þessi fasíska valdaránstilraun myndi takast, heimsbyggðin myndi mótmæla og vilja fólksins framfylgt. Huh, nei. Heimsbyggðin klappaði og klappaði fyrir fasísku valdaræningjunum. Herinn greip inn í og tók völdin frá fólkinu. Við erum nefnilega ekki að tala um atburðina í Washington, DC þann 6. janúar 2021, heldur í Bólivíu í október 2019. Þar gerði fasískur múgur líka tilraun til valdaráns og ólíkt tilrauninni í Bandaríkjunum þá tókst valdaránið, allavega tímabundið. Og heimurinn klappaði. Húrra fyrir valdaræningjunum, þeir „björguðu“ lýðræðinu. Enda var sigurvegari forsetakosninganna í Bólivíu sósíalistinn Evo Morales og hann var ekki í tísku hjá valdamönnum í Norður Ameríku og Evrópu. Framhaldið þekkja flestir. Ofbeldisstjórn valdaræningjanna tók völdin, ofsótti stuðningsmenn forsetans sem fólkið kaus og reyndi allt til þess að halda völdum. En fólkið hafði sigur að lokum, þó Morales væri bannað að bjóða sig fram unnu stuðningsmenn hans stórsigur í forsetakosningunum síðastliðið haust og eru aftur komnir til valda. Var þá endanlega ljóst að aldrei var svindlað í kosningunum, það sem einfaldlega gerðist var að tapararnir náðu völdum með ofbeldi. Sem betur fer eru takmörk fyrir því hversu lengi hægt er að halda fólkinu niðri. Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þessa sögu frá Bólivíu upp er augljós. Við horfðum á svipaða hluti gerast í Bandaríkjunum. Æstur múgur fasista réðist inn í þinghúsið meðan lögreglan sat hjá og reyndi að ræna völdum. Sem betur fer var valdaránstilraunin í skötulíki og lýðræðislegur vilji fólksins hafði betur. Og það merkilega er að nú hafði heimsbyggðin litla samúð með valdaræningjunum og allir þeir fjölmiðlar sem höfðu fagnað valdaráninu í Bólivíu lögðust gegn valdaránstilrauninni í Bandaríkjunum. Batnandi mönnum er auðvitað best að lifa en það er merkilegt að þegar valdarán eru gerð með stuðningi hinnar kapítalísku ráðastéttar er ávallt klappað og talað um að „lýðræðið hafi sigrað“. Við skulum vona að við getum lært af þessu öllu. Ekki eru öll mótmæli gerð af sömu forsendum. Það er merkilegt að þegar kúgaðir hópar í Bandaríkjunum rísa upp gegn kúguninni undir fána Black Lives Matter (BLM) hreyfingarinnar þá grípur lögreglan harkalega inn í. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir, táragasi og óeirðarlögreglu er hiklaust beitt. En þegar óður skríll fasista, eggjuðum áfram að Donald Trump Bandaríkjaforseta, veður uppi og ræðst inn í þinghúsið þá er óeirðarlöggurnar hvergi að sjá. Þær komu ekki fyrr en seinna þegar skaðinn var skeður. Aðeins nokkrar hræður voru handteknar, jafnvel þó margir hafi verið vopnaðir. Á meðan tóku lögreglumenn í þinghúsinu „selfís“ með fasistunum og forsetinn sagðist elska þá. Ímyndið ykkur hvað hefði gerst ef mótmælendur BLM og Antifa hefðu ráðist á þinghúsið þá hefði sko verið skotið úr byssum. Enda eru þeir hópar ógnun við vald kapítalistanna meðan fasistarnir vinna skítverkin fyrir þá. Þeir gengu hins vegar of langt þegar þeir réðust á þinghúsið og fá nú skamm, skamm frá elítunni og þessar fáu hræður sem handteknar hafa verið verða líklega náðaðir af forsetanum, enda „gott fólk“ svo vitnað sé í forsetann. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Guðmundur Auðunsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það var komið að því. Andstæðingar sigurvegara forsetakosninganna höfðu flykkst þúsundum saman til höfuðborgarinnar. Bræðin sauð í fólki. Pólitískir leiðtogar þeirra og frambjóðandi æstu múginn áfram með tilfinningafullum ræðum um að kosningunum hefði verið stolið. Á kosninganóttina hafði þetta lofað góðu. Fyrstu atkvæðatölur höfðu sýnt fram á góðan árangur í kosningunum. Þegar síðustu atkvæðin höfðu verið talin jókst forskot andstæðingsins til muna og hann lýstur sigurvegari, enda komu síðustu atkvæðin sem talin voru frá svæðum sem hann var sterkur. Það hlutu að vera brögð í tafli. Kosningunum hafði verið stolið frá þeirra manni. Nú var múgurinn búinn að fá nóg. Nú skildi grípa til alvöru aðgerða. Ráðist var af hörku inn í byggingu valdsins þar sem lögreglan réði ekki við neitt. Múgurinn vissi að réttlætið væri þeirra megin. Kosningunum hafði verið stolið af andstæðingunum. Á meðan þessu fór fram fylgdust stuðningsmenn sigurvegarans með atburðunum úr fjarska. Þau trúðu varla því sem var að gerast. Kosningar höfðu farið fram, fólkið hafði talað og kosið þeirra mann. Heimsbyggðin fylgdist líka með. Erlendir fjölmiðlar voru uppfullir af viðburðunum, þessari nöktu tilraun til valdaráns til að hindra vilja fólksins. Fasískir óeirðarseggir fóru um allt með ofbeldi og heimtuðu völdin. Stuðningsmenn sigurvegarans trúðu því auðvitað ekki að þessi fasíska valdaránstilraun myndi takast, heimsbyggðin myndi mótmæla og vilja fólksins framfylgt. Huh, nei. Heimsbyggðin klappaði og klappaði fyrir fasísku valdaræningjunum. Herinn greip inn í og tók völdin frá fólkinu. Við erum nefnilega ekki að tala um atburðina í Washington, DC þann 6. janúar 2021, heldur í Bólivíu í október 2019. Þar gerði fasískur múgur líka tilraun til valdaráns og ólíkt tilrauninni í Bandaríkjunum þá tókst valdaránið, allavega tímabundið. Og heimurinn klappaði. Húrra fyrir valdaræningjunum, þeir „björguðu“ lýðræðinu. Enda var sigurvegari forsetakosninganna í Bólivíu sósíalistinn Evo Morales og hann var ekki í tísku hjá valdamönnum í Norður Ameríku og Evrópu. Framhaldið þekkja flestir. Ofbeldisstjórn valdaræningjanna tók völdin, ofsótti stuðningsmenn forsetans sem fólkið kaus og reyndi allt til þess að halda völdum. En fólkið hafði sigur að lokum, þó Morales væri bannað að bjóða sig fram unnu stuðningsmenn hans stórsigur í forsetakosningunum síðastliðið haust og eru aftur komnir til valda. Var þá endanlega ljóst að aldrei var svindlað í kosningunum, það sem einfaldlega gerðist var að tapararnir náðu völdum með ofbeldi. Sem betur fer eru takmörk fyrir því hversu lengi hægt er að halda fólkinu niðri. Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þessa sögu frá Bólivíu upp er augljós. Við horfðum á svipaða hluti gerast í Bandaríkjunum. Æstur múgur fasista réðist inn í þinghúsið meðan lögreglan sat hjá og reyndi að ræna völdum. Sem betur fer var valdaránstilraunin í skötulíki og lýðræðislegur vilji fólksins hafði betur. Og það merkilega er að nú hafði heimsbyggðin litla samúð með valdaræningjunum og allir þeir fjölmiðlar sem höfðu fagnað valdaráninu í Bólivíu lögðust gegn valdaránstilrauninni í Bandaríkjunum. Batnandi mönnum er auðvitað best að lifa en það er merkilegt að þegar valdarán eru gerð með stuðningi hinnar kapítalísku ráðastéttar er ávallt klappað og talað um að „lýðræðið hafi sigrað“. Við skulum vona að við getum lært af þessu öllu. Ekki eru öll mótmæli gerð af sömu forsendum. Það er merkilegt að þegar kúgaðir hópar í Bandaríkjunum rísa upp gegn kúguninni undir fána Black Lives Matter (BLM) hreyfingarinnar þá grípur lögreglan harkalega inn í. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir, táragasi og óeirðarlögreglu er hiklaust beitt. En þegar óður skríll fasista, eggjuðum áfram að Donald Trump Bandaríkjaforseta, veður uppi og ræðst inn í þinghúsið þá er óeirðarlöggurnar hvergi að sjá. Þær komu ekki fyrr en seinna þegar skaðinn var skeður. Aðeins nokkrar hræður voru handteknar, jafnvel þó margir hafi verið vopnaðir. Á meðan tóku lögreglumenn í þinghúsinu „selfís“ með fasistunum og forsetinn sagðist elska þá. Ímyndið ykkur hvað hefði gerst ef mótmælendur BLM og Antifa hefðu ráðist á þinghúsið þá hefði sko verið skotið úr byssum. Enda eru þeir hópar ógnun við vald kapítalistanna meðan fasistarnir vinna skítverkin fyrir þá. Þeir gengu hins vegar of langt þegar þeir réðust á þinghúsið og fá nú skamm, skamm frá elítunni og þessar fáu hræður sem handteknar hafa verið verða líklega náðaðir af forsetanum, enda „gott fólk“ svo vitnað sé í forsetann. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun