Banki fyrir fólk en ekki fjármagn Drífa Snædal skrifar 15. janúar 2021 15:01 Það er augljóst að nú á að keyra í gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er víst „ákall“ eftir því. Ekki er ljóst hvaðan ákallið kemur en geta má nærri að það sé frá væntanlegum kaupendum því ekki kemur það frá almenningi, svo mikið er víst. Könnun eftir könnun hefur sýnt lítinn stuðning við söluna, enda hefur traust eftir síðustu bankasölu og hruns í kjölfarið ekki verið endurheimt. Kjarni málsins er sá að það er verið að taka hlut sem er í eigu okkar allra og selja hann til fárra. Fyrir slíku þurfa að vera góð rök en einu rökin virðast vera hugmyndafræðileg, þ.e. að ríkið (við) eigi ekki að eiga banka. Það hefur hins vegar ekki verið neitt sérstakt vandamál síðustu 12 árin og ágætt að rifja upp af hverju bankarnir komust aftur í ríkiseigu. Tillaga um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka gefur hins vegar gullið tækifæri til að ræða bankastarfsemi á Íslandi og dusta rykið af þeirri hugmynd að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka. Slíkt form byggir á þeirri róttæku hugmynd að fjármálastofnanir vinni í þágu almennings en ekki fjármagnseigenda. Að bankar þurfi ekki endilega að skila gróða, geti verið í almannaeigu og stuðlað að samfélagslega mikilvægum verkefnum. Að einhverju leyti þekkjum við þessa hugmyndafræði í gegnum sparisjóðakerfið eins og það var hugsað í upphafi. Síðustu áratugir hafa hins vegar verið undirlagðir af ofurtrú á að gróðasjónarmið eigi að ráða för í fjármálastarfsemi og að „“fé án hirðis”“ sé skaðlegt. Við höfum eitt stykki bankahrun til að læra af og lexían er þessi: Það er ekki þjóðinni í hag að taka sameiginlegar eignir hennar og setja í hendur fjármagnseigenda. Bankarnir eru ekki endilega betur settir í einkaeigu. Ef á að breyta eignarhaldi á bönkunum skulum við fyrst tryggja það að fólk geti valið viðskipti við banka í almannaeigu, rekinn á forsendum almennings og til hagsbóta fyrir okkur öll. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Salan á Íslandsbanka Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er augljóst að nú á að keyra í gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er víst „ákall“ eftir því. Ekki er ljóst hvaðan ákallið kemur en geta má nærri að það sé frá væntanlegum kaupendum því ekki kemur það frá almenningi, svo mikið er víst. Könnun eftir könnun hefur sýnt lítinn stuðning við söluna, enda hefur traust eftir síðustu bankasölu og hruns í kjölfarið ekki verið endurheimt. Kjarni málsins er sá að það er verið að taka hlut sem er í eigu okkar allra og selja hann til fárra. Fyrir slíku þurfa að vera góð rök en einu rökin virðast vera hugmyndafræðileg, þ.e. að ríkið (við) eigi ekki að eiga banka. Það hefur hins vegar ekki verið neitt sérstakt vandamál síðustu 12 árin og ágætt að rifja upp af hverju bankarnir komust aftur í ríkiseigu. Tillaga um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka gefur hins vegar gullið tækifæri til að ræða bankastarfsemi á Íslandi og dusta rykið af þeirri hugmynd að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka. Slíkt form byggir á þeirri róttæku hugmynd að fjármálastofnanir vinni í þágu almennings en ekki fjármagnseigenda. Að bankar þurfi ekki endilega að skila gróða, geti verið í almannaeigu og stuðlað að samfélagslega mikilvægum verkefnum. Að einhverju leyti þekkjum við þessa hugmyndafræði í gegnum sparisjóðakerfið eins og það var hugsað í upphafi. Síðustu áratugir hafa hins vegar verið undirlagðir af ofurtrú á að gróðasjónarmið eigi að ráða för í fjármálastarfsemi og að „“fé án hirðis”“ sé skaðlegt. Við höfum eitt stykki bankahrun til að læra af og lexían er þessi: Það er ekki þjóðinni í hag að taka sameiginlegar eignir hennar og setja í hendur fjármagnseigenda. Bankarnir eru ekki endilega betur settir í einkaeigu. Ef á að breyta eignarhaldi á bönkunum skulum við fyrst tryggja það að fólk geti valið viðskipti við banka í almannaeigu, rekinn á forsendum almennings og til hagsbóta fyrir okkur öll. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun