Parler snýr aftur eftir að hafa verið sparkað af internetinu Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 22:09 Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis. John Matze, einn stofnanda miðilsins lét áður þau orð falla að hann ætlaði „ekki að láta eftir pólitískum fyrirtækjum og þeim valdboðssinnum sem hata tjáningarfrelsið“. Getty/Gabby Jones Samfélagsmiðilinn Parler er kominn aftur í loftið um mánuði eftir að Amazon og aðrir tæknirisar kipptu fótunum undan miðlinum í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið. Framan af var miðilinn hýstur á vefþjónustu Amazon en tæknirisinn greindi frá því þann 9. janúar að fyrirtækið myndi hætta að hýsa Parler vegna ítrekaðra brota á notendaskilmálum. Að sögn Amazon vörðuðu brotin 98 færslur á miðlinum sem hvöttu til ofbeldis og fengu að standa óáreittar. Með ákvörðun sinni fylgdi Amazon í fótspor annarra tæknirisa á borði við Apple og Google sem hafa úthýst Parler úr hugbúnaðarverslununum Play Store og App Store. Lengi var óvíst hvort samfélagsmiðilinn ætti afturkvæmt eftir að hafa verið settur á svartan lista hjá mörgum stærstu tæknifyrirtækjum heims. Í dag er heimasíða Parler þó aftur aðgengileg, í fyrsta sinn frá 10. janúar. Nutu aðstoðar rússnesks fyrirtækis Að sögn New York Times liggur enn ekki fyrir hvernig stjórnendur Parler fundu stað til að hýsa samfélagsmiðilinn en mörg stærstu vefhýsingarfyrirtæki heims hafa fúlsað við viðskiptum þeirra á síðustu vikum. Þó hefur komið fram að Parler hafi notið aðstoðar rússnesks fyrirtækis sem hafi eitt sinn starfað fyrir rússnesk yfirvöld sem og fyrirtæki í Seattle sem studdi vefsíðu nýnasista. Í tilkynningu frá Parler segir að núverandi notendur miðilsins geti nú loks komist inn á Parler og að opnað verði fyrir nýskráningar í næstu viku. Að sögn tæknimiðilsins The Verge virðist þó sem gamlar færslur hafi ekki verið færðar yfir á nýju netþjónanna og þær því hvergi að finna að svo stöddu. Parler hefur alla tíð gefið sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fari fram og sett sig upp sem valkost við vinsælli samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter. Margir sem hafa verið bannaðir á Twitter og Facebook vegna hatursorðræðu hafa snúið sér að Parler, sem nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum og þá sérstaklega stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Má þar bæði finna finna fjölmarga stuðningsmenn Trumps og fólk sem aðhyllist QAnon samsæriskenninguna en samkvæmt henni er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. Á meðal vinsælla notenda Parler er þingmaðurinn Ted Cruz, sem er með 4,9 milljónir fylgjenda og Fox-stjarnan Sean Hannity sem er með sjö milljónir fylgjenda. Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tækni Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Amazon neitar að hýsa Parler Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn. 10. janúar 2021 09:02 Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. 9. janúar 2021 08:47 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framan af var miðilinn hýstur á vefþjónustu Amazon en tæknirisinn greindi frá því þann 9. janúar að fyrirtækið myndi hætta að hýsa Parler vegna ítrekaðra brota á notendaskilmálum. Að sögn Amazon vörðuðu brotin 98 færslur á miðlinum sem hvöttu til ofbeldis og fengu að standa óáreittar. Með ákvörðun sinni fylgdi Amazon í fótspor annarra tæknirisa á borði við Apple og Google sem hafa úthýst Parler úr hugbúnaðarverslununum Play Store og App Store. Lengi var óvíst hvort samfélagsmiðilinn ætti afturkvæmt eftir að hafa verið settur á svartan lista hjá mörgum stærstu tæknifyrirtækjum heims. Í dag er heimasíða Parler þó aftur aðgengileg, í fyrsta sinn frá 10. janúar. Nutu aðstoðar rússnesks fyrirtækis Að sögn New York Times liggur enn ekki fyrir hvernig stjórnendur Parler fundu stað til að hýsa samfélagsmiðilinn en mörg stærstu vefhýsingarfyrirtæki heims hafa fúlsað við viðskiptum þeirra á síðustu vikum. Þó hefur komið fram að Parler hafi notið aðstoðar rússnesks fyrirtækis sem hafi eitt sinn starfað fyrir rússnesk yfirvöld sem og fyrirtæki í Seattle sem studdi vefsíðu nýnasista. Í tilkynningu frá Parler segir að núverandi notendur miðilsins geti nú loks komist inn á Parler og að opnað verði fyrir nýskráningar í næstu viku. Að sögn tæknimiðilsins The Verge virðist þó sem gamlar færslur hafi ekki verið færðar yfir á nýju netþjónanna og þær því hvergi að finna að svo stöddu. Parler hefur alla tíð gefið sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fari fram og sett sig upp sem valkost við vinsælli samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter. Margir sem hafa verið bannaðir á Twitter og Facebook vegna hatursorðræðu hafa snúið sér að Parler, sem nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum og þá sérstaklega stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Má þar bæði finna finna fjölmarga stuðningsmenn Trumps og fólk sem aðhyllist QAnon samsæriskenninguna en samkvæmt henni er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. Á meðal vinsælla notenda Parler er þingmaðurinn Ted Cruz, sem er með 4,9 milljónir fylgjenda og Fox-stjarnan Sean Hannity sem er með sjö milljónir fylgjenda.
Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tækni Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Amazon neitar að hýsa Parler Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn. 10. janúar 2021 09:02 Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. 9. janúar 2021 08:47 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Amazon neitar að hýsa Parler Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn. 10. janúar 2021 09:02
Risarnir beina spjótum sínum að „miðli málfrelsisins“ Samfélagsmiðillinn Parler er nú undir smásjá Apple og Google vegna þess efnis sem deilt er þar inni, en það er sagt hvetja til samskonar óeirða og urðu í Washington á miðvikudag. Miðillinn var stofnaður í ágúst árið 2018 en fór að sækja verulega í sig veðrið á síðasta ári eftir að sífellt fleiri stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna fóru að nýta hann til þess að ná til stuðningsmanna sinna. 9. janúar 2021 08:47