Kvíði sem heltekur börn Anna Steinsen skrifar 27. febrúar 2021 13:31 Allir foreldrar, sem hafa kynnst því að eiga barn með kvíða, vita hvað það þýðir. Kvíðinn er óbærilegur, hann getur heltekið barnið og lamað í sumum tilvikum. Barn sem tekst á við mikinn kvíða og hugsanlega þráhyggju líka getur ekkert að því gert. Það geta farið ótal klukkustundir í að hjálpa barni að róa sig niður, ýta því út fyrir þægindahringinn, reyna að leiðrétta ranghugmyndir, hughreysta og gefa kærleik og knús. Þvílík angist getur gripið einstaklinginn og það er ekkert erfiðara, í orðsins fyllstu merkingu. en að horfa upp á sitt eigið barn kveljast úr kvíða. Þú ert svo tilbúinn til þess að laga þetta á staðnum. Taka utan um barnið og segja „það verður allt í lagi“ En svo bankar kvíðinn bara aftur upp á síðari hluta dags. Þú ert einhvern veginn hvergi óhultur. Börn og unglingar sem takast á við mikinn kvíða fá nánast aldrei frið fyrir hugsunum og áreiti hugans. Sama hvað við foreldrarnir gerum þá ráðum við ekki við að taka hugsanirnar í burtu. Sum börn upplifa mikinn kvíða og vanlíðan og getur það haft mikil áhrif á alla fjölskylduna. Í þeim tilvikum verður fjölskyldan meðvirk og fer að spila með eða ganga á glerbrotum. Allt gert til þess að forðast næsta kvíðakast. Það er svo sársaukafullt fyrir einstaklinginn og alla í kring. Kvíði og þunglyndi er að aukast í heiminum og ekkert virðist geta stöðvað þennan vágest, sem mætir óboðinn, oft með mikil leiðindi og sársauka. Ég hef hitt og þjálfað einstaklinga sem hafa þurft að takast á við mikinn kvíða. Einn sagði mér frá því að móðir hans ofverndaði hann. Hann þurfti að passa sig á öllu í lífinu. Mátti ekki tala við ókunnuga, allsstaðar var hætta, ekki gera þetta og ekki fara þangað og ekki segja þetta. Frá unga aldri var honum kennt að hætturnar voru alls staðar og þessi ungi drengur var hræddur allan daginn, alla daga, og best var bara að vera heima í búbblu. Ekki vera þroskaþjófur Við eigum að passa okkur á að ofvernda börnin okkar ekki. Þau verða að fá að taka sína slagi og munum samt að kvíði er líka eðlilegur. Flestir upplifa kvíða í einhverju formi. Kvíða fyrir prófi, verkefnum, að prófa nýja hluti, að hitta nýtt fólk og að fara í aðstæður sem þú þekkir ekki. Þetta er eðlilegur hluti af lífinu sem við getum ekki sleppt. Við getum aukið á kvíða þegar við forðumst hlutina og þar spila foreldrar stórt hlutverk. Ekki biðja um frí fyrir barnið þitt í hvert skipti sem það á erfitt með að takast á við hlutina, standa upp eða halda ræðu, fara í nýjar aðstæður, kynnast öðrum, o.s.frv. Hjálpaðu því áfram en passaðu að verða ekki krulluforeldri eða þyrluforeldri (sem vakir yfir börnum sínum allan liðlangan daginn og grípur inn í alltof snemma). Stelur þroskanum af barninu og ert það sem talað er um í fræðibókunum þroskaþjófur. Þú ætlar að hjálpa því svo mikið að það þarf ekki að takast á við neitt og lærir þar af leiðandi ekki hvernig á að takast á við hlutina. Hringir í þig öllum stundum og þú reddar öllu. Hvað lærir barnið á því ? Við erum í mörgum tilvikum að ofvernda og ala börnin upp í bómull og það hjálpar alls ekki til, sérstaklega ekki, ef barnið er með kvíða. Horfast í augu við óttann Eina leiðin til að takast á við kvíða er að horfast í augu við óttann og takast á við hann. Ef kvíðinn er orðinn mjög hamlandi, þ.e. hann hefur áhrif á daglegt líf og barnið nær ekki að takast á við það, þá þarf faglega hjálp. Ekki segja barninu bara frá því hvað þú gerðir í gamla daga. Hvað þú varst dugleg eða duglegur að gera hina ýmsu hluti og horfðir sko ekki á sjónvarp á fimmtudögum. Varst mikið úti að leika þér og skipa svo barninu bara að hætta þessu væli. Þetta hjálpar barninu síður en svo, það fær samviskubit og upplifir sig sem verri manneskju Einhvern veginn aldrei nógu góð/ur. Í dag eru aðrir tímar og aðrar áskoranir. Við foreldar, vorum til dæmis ekki að takast á við alla þessa samfélagsmiðla. Hlustum frekar á hvað barnið hefur að segja, ekki ofvernda það, heldur hjálpum þeim að takast á við hlutina með því að setja mörk og nota kærleik. Ef þetta gengur ekki upp, leitum þá hjálpar. Þú ert ekki kvíðinn! Sum börn skilgreina sig út frá kvíðanum. Ég get þetta ekki af því að ég er með kvíða, ég á svo erfitt með þetta af því að ég er með kvíða, ég þori ekki þessu og hinu af því að ég er með kvíða. Við verðum líka að passa okkur á því að ala ekki upp á kvíða. Mikilvægt er að taka tillit til þess og skilja það, en ekki skilgreina barnið út frá kvíðanum og minnast á það endalaust. Já passaðu þig á þessu, því þú ert svo kvíðinn, þú ert bara kvíðasjúklingur og getur þetta ekki. Vertu ekkert að prófa eitt né neitt, haltu þig bara heima og andaðu í poka! Þú ert ekki kvíðinn sjálfur. Hann er hluti af þér og það er allt í lagi. Það getur líka verið styrkleiki ef þú nærð að halda honum í ákveðnu jafnvægi því þú vilt gera hlutina vel, passa upp á að fólki líði vel, og standa þig í lífinu. Þetta er ekki neikvætt. Þetta er frábærlega jákvætt. Umfram allt munum að kvíði er eðlilegt ástand. Það eru allir með kvíða fyrir einu eða öðru. Kvíðinn heldur okkur á tánum og sér til þess að við gerum hlutina eins vel og við getum og höldum áfram að þróast og reyna á okkur. Ef kvíðinn er hamlandi, leitaðu þá hjálpar sem fyrst og fáðu faglega hjálp fyrir þig eða þitt barn, það gæti bjargað lífi. Höfundur er eigandi og þjálfari hjá KVAN. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Allir foreldrar, sem hafa kynnst því að eiga barn með kvíða, vita hvað það þýðir. Kvíðinn er óbærilegur, hann getur heltekið barnið og lamað í sumum tilvikum. Barn sem tekst á við mikinn kvíða og hugsanlega þráhyggju líka getur ekkert að því gert. Það geta farið ótal klukkustundir í að hjálpa barni að róa sig niður, ýta því út fyrir þægindahringinn, reyna að leiðrétta ranghugmyndir, hughreysta og gefa kærleik og knús. Þvílík angist getur gripið einstaklinginn og það er ekkert erfiðara, í orðsins fyllstu merkingu. en að horfa upp á sitt eigið barn kveljast úr kvíða. Þú ert svo tilbúinn til þess að laga þetta á staðnum. Taka utan um barnið og segja „það verður allt í lagi“ En svo bankar kvíðinn bara aftur upp á síðari hluta dags. Þú ert einhvern veginn hvergi óhultur. Börn og unglingar sem takast á við mikinn kvíða fá nánast aldrei frið fyrir hugsunum og áreiti hugans. Sama hvað við foreldrarnir gerum þá ráðum við ekki við að taka hugsanirnar í burtu. Sum börn upplifa mikinn kvíða og vanlíðan og getur það haft mikil áhrif á alla fjölskylduna. Í þeim tilvikum verður fjölskyldan meðvirk og fer að spila með eða ganga á glerbrotum. Allt gert til þess að forðast næsta kvíðakast. Það er svo sársaukafullt fyrir einstaklinginn og alla í kring. Kvíði og þunglyndi er að aukast í heiminum og ekkert virðist geta stöðvað þennan vágest, sem mætir óboðinn, oft með mikil leiðindi og sársauka. Ég hef hitt og þjálfað einstaklinga sem hafa þurft að takast á við mikinn kvíða. Einn sagði mér frá því að móðir hans ofverndaði hann. Hann þurfti að passa sig á öllu í lífinu. Mátti ekki tala við ókunnuga, allsstaðar var hætta, ekki gera þetta og ekki fara þangað og ekki segja þetta. Frá unga aldri var honum kennt að hætturnar voru alls staðar og þessi ungi drengur var hræddur allan daginn, alla daga, og best var bara að vera heima í búbblu. Ekki vera þroskaþjófur Við eigum að passa okkur á að ofvernda börnin okkar ekki. Þau verða að fá að taka sína slagi og munum samt að kvíði er líka eðlilegur. Flestir upplifa kvíða í einhverju formi. Kvíða fyrir prófi, verkefnum, að prófa nýja hluti, að hitta nýtt fólk og að fara í aðstæður sem þú þekkir ekki. Þetta er eðlilegur hluti af lífinu sem við getum ekki sleppt. Við getum aukið á kvíða þegar við forðumst hlutina og þar spila foreldrar stórt hlutverk. Ekki biðja um frí fyrir barnið þitt í hvert skipti sem það á erfitt með að takast á við hlutina, standa upp eða halda ræðu, fara í nýjar aðstæður, kynnast öðrum, o.s.frv. Hjálpaðu því áfram en passaðu að verða ekki krulluforeldri eða þyrluforeldri (sem vakir yfir börnum sínum allan liðlangan daginn og grípur inn í alltof snemma). Stelur þroskanum af barninu og ert það sem talað er um í fræðibókunum þroskaþjófur. Þú ætlar að hjálpa því svo mikið að það þarf ekki að takast á við neitt og lærir þar af leiðandi ekki hvernig á að takast á við hlutina. Hringir í þig öllum stundum og þú reddar öllu. Hvað lærir barnið á því ? Við erum í mörgum tilvikum að ofvernda og ala börnin upp í bómull og það hjálpar alls ekki til, sérstaklega ekki, ef barnið er með kvíða. Horfast í augu við óttann Eina leiðin til að takast á við kvíða er að horfast í augu við óttann og takast á við hann. Ef kvíðinn er orðinn mjög hamlandi, þ.e. hann hefur áhrif á daglegt líf og barnið nær ekki að takast á við það, þá þarf faglega hjálp. Ekki segja barninu bara frá því hvað þú gerðir í gamla daga. Hvað þú varst dugleg eða duglegur að gera hina ýmsu hluti og horfðir sko ekki á sjónvarp á fimmtudögum. Varst mikið úti að leika þér og skipa svo barninu bara að hætta þessu væli. Þetta hjálpar barninu síður en svo, það fær samviskubit og upplifir sig sem verri manneskju Einhvern veginn aldrei nógu góð/ur. Í dag eru aðrir tímar og aðrar áskoranir. Við foreldar, vorum til dæmis ekki að takast á við alla þessa samfélagsmiðla. Hlustum frekar á hvað barnið hefur að segja, ekki ofvernda það, heldur hjálpum þeim að takast á við hlutina með því að setja mörk og nota kærleik. Ef þetta gengur ekki upp, leitum þá hjálpar. Þú ert ekki kvíðinn! Sum börn skilgreina sig út frá kvíðanum. Ég get þetta ekki af því að ég er með kvíða, ég á svo erfitt með þetta af því að ég er með kvíða, ég þori ekki þessu og hinu af því að ég er með kvíða. Við verðum líka að passa okkur á því að ala ekki upp á kvíða. Mikilvægt er að taka tillit til þess og skilja það, en ekki skilgreina barnið út frá kvíðanum og minnast á það endalaust. Já passaðu þig á þessu, því þú ert svo kvíðinn, þú ert bara kvíðasjúklingur og getur þetta ekki. Vertu ekkert að prófa eitt né neitt, haltu þig bara heima og andaðu í poka! Þú ert ekki kvíðinn sjálfur. Hann er hluti af þér og það er allt í lagi. Það getur líka verið styrkleiki ef þú nærð að halda honum í ákveðnu jafnvægi því þú vilt gera hlutina vel, passa upp á að fólki líði vel, og standa þig í lífinu. Þetta er ekki neikvætt. Þetta er frábærlega jákvætt. Umfram allt munum að kvíði er eðlilegt ástand. Það eru allir með kvíða fyrir einu eða öðru. Kvíðinn heldur okkur á tánum og sér til þess að við gerum hlutina eins vel og við getum og höldum áfram að þróast og reyna á okkur. Ef kvíðinn er hamlandi, leitaðu þá hjálpar sem fyrst og fáðu faglega hjálp fyrir þig eða þitt barn, það gæti bjargað lífi. Höfundur er eigandi og þjálfari hjá KVAN.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun