Frelsi án ábyrgðar Högni Elfar Gylfason skrifar 6. mars 2021 10:31 Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum. Svona falla hvert vígið á fætur öðru. Á undanförnum árum hefur aðferð stjórnvalda við að koma rekstri grunnþjónustu landans í hendur einkarekinna fyrirtækja án þess að láta sig afleiðingarnar varða verið þessi: 1. Mikið harmakvein er stundað um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. 2. Lögum breytt svo fáeinir útvaldir geti hirt bestu bitana af ríkisfyrirtækjunum. 3. Ríkisfyrirtækin neydd til að skera niður grunnþjónustuna þar sem búið er að hirða bestu bitana. 4. Reglugerð breytt í því skyni að skera niður þjónustu við almenning og ábendingar um brot á lögum við þann gjörning hundsaðar. 5. Almenningur verður ósáttur við þjónustuna og reynir að einhverju leyti að komast hjá því að treysta á grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. 6. Ríkisfyrirtækið sker enn meira niður þjónustuna vegna minnkandi notkunar hennar sem er tilkomin vegna of hás verðs hennar. 7. Talsmenn óhefts frelsins án ábyrgðar krefjast stærri hluta af kökunni fyrir sína fáeinu útvöldu félaga. 8. Ríkisfyrirtækið tekur að mismuna þegnum landsins í verðlagningu og notar til þess reglur og afleiðingar “markaðarins” fremur en að miða við þá skyldu ríkisins að sjá öllum landsmönnum fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu svo samfélagið gangi smurt fyrir sig. 9. Ríkisfyrirtækið er orðið órekstrarhæft og þarfnast greiðslna úr ríkissjóði til að fara ekki á hausinn. 10. Varðhundar frelsis án ábyrgðar reka upp ramakvein yfir ríkisstuðningi (sem er tilkominn vegna þess að þeir hirða sjálfir bestu bitana) og heimta stærri hluta kökunnar. 11. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar gefa eftir og afhenda “frelsispostulum” frelsis án ábyrgðar alla þá bita sem þá langar að hirða. 12. Ríkisfyrirtækið orðið algjörlega órekstrarhæft. 13. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar slá tvær flugur í einu höggi og niðurgreiða óarðbærasta hluta grunnþjónustunnar og þann eina sem eftir er með skattfé landsmanna. Þannig helst léleg lágmarksþjónusta vegna “góðvildar” ráðamanna og þeir fá atkvæði þrátt fyrir að bera sjálfir ábyrgð á eyðileggingu grunnþjónustunnar sem ríkisfyrirtækið veitti. 14. Þetta hefur verið algjört “win...win” dæmi fyrir ráðherra frelsis án ábyrgðar. Skoðanabræður þeirra eru komnir með arðbæran rekstur sem stolið var út úr grunnþjónustu ríkisfyrirtækis og þeir eru sjálfir “æðislegir” vegna þess að þeir styrkja ræflana sem þurfa á grunnþjónustunni að halda sem einkagróðafyrirtækin vildu ekki. Ef þetta er ekki uppskrift að frelsi án ábyrgðar ... 🤔🤔🤔. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Högni Elfar Gylfason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum. Svona falla hvert vígið á fætur öðru. Á undanförnum árum hefur aðferð stjórnvalda við að koma rekstri grunnþjónustu landans í hendur einkarekinna fyrirtækja án þess að láta sig afleiðingarnar varða verið þessi: 1. Mikið harmakvein er stundað um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. 2. Lögum breytt svo fáeinir útvaldir geti hirt bestu bitana af ríkisfyrirtækjunum. 3. Ríkisfyrirtækin neydd til að skera niður grunnþjónustuna þar sem búið er að hirða bestu bitana. 4. Reglugerð breytt í því skyni að skera niður þjónustu við almenning og ábendingar um brot á lögum við þann gjörning hundsaðar. 5. Almenningur verður ósáttur við þjónustuna og reynir að einhverju leyti að komast hjá því að treysta á grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. 6. Ríkisfyrirtækið sker enn meira niður þjónustuna vegna minnkandi notkunar hennar sem er tilkomin vegna of hás verðs hennar. 7. Talsmenn óhefts frelsins án ábyrgðar krefjast stærri hluta af kökunni fyrir sína fáeinu útvöldu félaga. 8. Ríkisfyrirtækið tekur að mismuna þegnum landsins í verðlagningu og notar til þess reglur og afleiðingar “markaðarins” fremur en að miða við þá skyldu ríkisins að sjá öllum landsmönnum fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu svo samfélagið gangi smurt fyrir sig. 9. Ríkisfyrirtækið er orðið órekstrarhæft og þarfnast greiðslna úr ríkissjóði til að fara ekki á hausinn. 10. Varðhundar frelsis án ábyrgðar reka upp ramakvein yfir ríkisstuðningi (sem er tilkominn vegna þess að þeir hirða sjálfir bestu bitana) og heimta stærri hluta kökunnar. 11. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar gefa eftir og afhenda “frelsispostulum” frelsis án ábyrgðar alla þá bita sem þá langar að hirða. 12. Ríkisfyrirtækið orðið algjörlega órekstrarhæft. 13. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar slá tvær flugur í einu höggi og niðurgreiða óarðbærasta hluta grunnþjónustunnar og þann eina sem eftir er með skattfé landsmanna. Þannig helst léleg lágmarksþjónusta vegna “góðvildar” ráðamanna og þeir fá atkvæði þrátt fyrir að bera sjálfir ábyrgð á eyðileggingu grunnþjónustunnar sem ríkisfyrirtækið veitti. 14. Þetta hefur verið algjört “win...win” dæmi fyrir ráðherra frelsis án ábyrgðar. Skoðanabræður þeirra eru komnir með arðbæran rekstur sem stolið var út úr grunnþjónustu ríkisfyrirtækis og þeir eru sjálfir “æðislegir” vegna þess að þeir styrkja ræflana sem þurfa á grunnþjónustunni að halda sem einkagróðafyrirtækin vildu ekki. Ef þetta er ekki uppskrift að frelsi án ábyrgðar ... 🤔🤔🤔. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun