Eina mark leiksins koma á 31. mínútu, en þá varð varnarmaðurinn Grant Hall fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall, en hann kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.
Þetta var heldur dýrt tap fyrir lið Middlesbrough, en þeir sitja í áttunda sæti deildarinnar þegar átta leikir eru eftir, sex stigum á eftir umspilssæti.
Millwall er fjórum stigum á eftir Middlesbrough og stuðningsmenn þeirra halda enn í veika von um umspil.
JOB DONE IN SE16.#Millwall
— Millwall FC (@MillwallFC) March 20, 2021