Enski landsliðsmarkvörðurinn hefur fengið þau fyrirmæli að hvíla sig vel núna, eftir að hafa komið of snemma til baka eftir högg sem hann fékk á rifbeinin fyrr á tímabilinu. Meiðslin hafa nú tekið sig upp aftur.
Pickford gæti verið frá fram í maí, og myndi því aðeins spila örfáa leik í viðbót í lok tímabilsins. Mikið hefur verið rætt um hver ætti að vera aðal markmaður enska liðsins. Gareth Southgate, þjálfai Englands hefur þó verið harður á því að Pickford sé númer eitt.
Þessar fréttir gætu þó sett strik í reikninginn og nú hafa menn eins og Dean Henderson og Nick Pope tækifæri til að sanna sig.
BREAKING: England goalkeeper Jordan Pickford will miss this month's trio of World Cup qualifiers with a muscle injury.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 16, 2021