Staðfestir að Ingvar sé viðbeinsbrotinn og verði frá í fjórar til sex vikur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 18:00 Ingvar Jónsson verður ekki með Víkingum í upphafi Pepsi Max-deildarinnar. Vísir/Bára Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, mun missa af fyrstu leikjum Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu vegna meiðsla. Ingvar viðbeinsbrotnaði í leik Víkings og Keflavíkur í Lengjubikarnum síðasta föstudag. Fótbolti.net greindi frá þessu um síðustu helgi en nú hefur þetta fengist staðfest. Ingvar stóð að venju vaktina í marki Víkings er liðið tók á móti Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Ingvar og félagar virtust vera sigla áfram í undanúrslit en staðan var 3-1 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Joseph Arthur Gibbs skoraði hins vegar tvívegis fyrir gestina frá Keflavík og lokatölur því 3-3. Í stað þess að framlengja var farið beint í vítaspyrnukeppni. Fór það svo að Ingvar varði fyrstu spyrnu Keflvíkinga en lenti undarlega eftir að hafa skutlað sér og viðbeinsbrotnaði. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, endanlega í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, í gær. Fór það svo að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fór í markið í stað Ingvars þar sem Víkingar voru búnir með skiptingar sínar og máttu ekki setja Þórð Ingason, varamarkvörð sinn, í markið. Keflavík vann á endanum vítaspyrnukeppnina 4-3 og fór áfram í undanúrslit þar sem Breiðablik bíður. Sá leikur fer fram 1. apríl í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hvað varðar Ingvar þá verður hann frá í 4-6 vikur eins og áður sagði. Ef marka má orð Arnars þá er nær öruggt að Ingvar verður ekki milli stanganna er Víkingar taka á móti Keflavík í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar þann 23. apríl næstkomandi. Lærisveinar Arnars heimsækja svo ÍA þann 1. maí og Stjörnuna átta dögum síðar. Það verður að koma í ljós hversu mörgum leikjum Ingvar missir af en sem betur fer fyrir Víkinga eiga þeir reynslumikinn varamarkvörð í Þórði Ingasyni sem fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Pepsi Max-deild hefst þann 22. apríl með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA á Hlíðarenda. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Fótbolti.net greindi frá þessu um síðustu helgi en nú hefur þetta fengist staðfest. Ingvar stóð að venju vaktina í marki Víkings er liðið tók á móti Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Ingvar og félagar virtust vera sigla áfram í undanúrslit en staðan var 3-1 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Joseph Arthur Gibbs skoraði hins vegar tvívegis fyrir gestina frá Keflavík og lokatölur því 3-3. Í stað þess að framlengja var farið beint í vítaspyrnukeppni. Fór það svo að Ingvar varði fyrstu spyrnu Keflvíkinga en lenti undarlega eftir að hafa skutlað sér og viðbeinsbrotnaði. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, endanlega í hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, í gær. Fór það svo að landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fór í markið í stað Ingvars þar sem Víkingar voru búnir með skiptingar sínar og máttu ekki setja Þórð Ingason, varamarkvörð sinn, í markið. Keflavík vann á endanum vítaspyrnukeppnina 4-3 og fór áfram í undanúrslit þar sem Breiðablik bíður. Sá leikur fer fram 1. apríl í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hvað varðar Ingvar þá verður hann frá í 4-6 vikur eins og áður sagði. Ef marka má orð Arnars þá er nær öruggt að Ingvar verður ekki milli stanganna er Víkingar taka á móti Keflavík í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar þann 23. apríl næstkomandi. Lærisveinar Arnars heimsækja svo ÍA þann 1. maí og Stjörnuna átta dögum síðar. Það verður að koma í ljós hversu mörgum leikjum Ingvar missir af en sem betur fer fyrir Víkinga eiga þeir reynslumikinn varamarkvörð í Þórði Ingasyni sem fær nú tækifæri til að láta ljós sitt skína. Pepsi Max-deild hefst þann 22. apríl með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA á Hlíðarenda. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira