Skipulag fyrir framtíðina Ingvar Þóroddsson skrifar 25. mars 2021 09:00 Skipulagið í kringum Háskóla Íslands er að miklu leyti litað af þeirri skipulagsstefnu sem réði ríkjum á höfuðborgarsvæðinu á miðri seinustu öld. Var þá litið á háskólann sem vinnustað eins og hvern annan miðsvæðis sem nemendur og starfsmenn keyra í úr úthverfunum á morgnanna og svo heim klukkan fjögur. Byggingar Háskólans eru margar hverjar strjálar og illa tengdar enda var gert ráð fyrir því að nemendur stunduðu sitt nám fyrst og fremst í byggingum sinna deilda. Birtist þetta meðal annars best í því að Stakkahlíð, bygging Menntavísindasviðs, er staðsett í Hlíðunum í um þriggja kílómetra fjarlægð frá aðalháskólasvæðinu og að háskólasvæðið sjálft er svo klofið af Suðurgötunni með sínar fjórar akreinar og takmarkaðar þveranir fyrir gangandi stúdenta sem þurfa að sækja kennslu í öðrum byggingum. Slæmar tengingar milli bygginga koma fyrst og fremst niður á stúdentum og starfsfólki með takmarkaða hreyfigetu en lítið sem ekkert virðist hafa verið tekið tillit til þess hóps þegar háskólasvæðið var hannað í sinni núverandi mynd. Ef Háskóli Íslands ætlar sér að vera samkeppnishæf mennta- og rannsóknastofnun á heimsvísu þá er mikilvægt að ráðist sé í heildarendurskoðun á umgjörð Háskólasvæðisins. Röskva fagnar því að sú vinna sé að hluta til hafin, að sameina starfsemi háskólans í Vatnsmýrinni og áætlun um að færa Menntavísindasvið í húsnæði Hótel Sögu kaupi Háskólinn það. Þá er vinnan einnig hafin með nýju rammaskipulagi fyrir Háskólasvæðið sem einblínir á manneskjuna með góðum göngutengingum og lifandi umhverfi. Þar er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóðum Vísindagarða í Vatnsmýrinni, aukinni tengingu bygginga með grænum svæðum og vel skilgreindum gönguleiðum. Mikilvægt er að raddir stúdenta sé hafðar við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um nýtt rammaskipulag fyrir háskólasvæðið þannig að tekið sé mið af þörfum þeirra og óskum enda eru stúdentar í miklum meirihluta þeirra sem sækja háskólasvæðið. Til að mynda er nauðsynlegt að komið sé upp almennilegum þjónustukjarna í Vatnsmýrinni þannig að íbúar á stúdentagörðum geti sótt alla sína grunnþjónustu á háskólasvæðinu. Röskva hefur lengi barist fyrir því að lágvöruverðsverslun sé staðsett á svæðinu og að heilsugæsla og apótek verði þar einnig. Framtíð háskólasvæðisins er sjálfbært samfélag, þar sem hægt er að sækja alla sína þjónustu. Til þess að uppfylla þá sýn er nauðsynlegt að stúdentum verði tryggð betri kjör þegar kemur að almenningssamgöngum. Lengi hefur það verið markmið Röskvu að stúdentum verði tryggð samgöngukort á vegum Háskólans sem myndi verða stúdentum mun hagstæðara en nemendakortin í Strætó sem nú standa til boða. Þá þarf að efla dreifibílakerfi sem er stúdentum nú þegar aðgengilegt ef þeir festa kaup á sex mánaða strætókorti. Það myndi auðvelda stúdentum að sækja sína þjónustu, að minnsta kosti á meðan hún er ekki aðgengileg á háskólasvæðinu. Slík þjónusta þarf að vera bæði aðgengilegri og ódýrari kostur fyrir stúdenta og eru víða á háskólasvæðum erlendis til fyrirmyndir að slíkum dreifibílakerfum Tímarnir hafa breyst og Háskólinn er ekki bara vinnustaður eins og hver annar. Framtíðarsýn Röskvu fyrir Háskólann er sú að hann verði sjálfbært samfélag þar sem allir íbúar geta sótt sína þjónustu á sjálfbæran hátt. Hann á að vera vettvangur fyrir mannlíf, öfluga tengslamyndun og rannsóknar- og nýsköpunarstarfsemi þvert á fræðasvið. En skipulag bygginga, lóða og samgangna þarf að fylgja þessari þróun, og fyrir því mun Röskva beita sér. Höfundur er oddviti framboðslista Röskvu til Stúdentaráðs á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. // English // Planning for the future Planning around the University of Iceland is coloured by late last centuries planning policies in the capital area. Back then the University was seen as a workplace, like any other, where students and staff drive in from the suburbs and then drive home in the afternoon. The University’s buildings are scattered and ill-connected, as it was assumed that students would mainly stay in their departments buildings.This is most obvious in the School of Education building in Stakkahlíð, which is located in Hlíðar suburb about three kilometres from the main University campus and the main campus is then split in half by Suðurgata, with four traffic lanes and limited crosswalks for students who must reach buildings on the other side. Poor connections between campus buildings come down on mainly students and staff with disabilities, and little to nothing seems to have been done about increasing accessibility for disabled students and staff. If the University of Iceland intends on being an internationally competitive educational-and research facility, it is important that a holistic reexamination be done on the University campus. Röskva commends the beginning of this reexamination, by uniting facilities in Vatnsmýrin and the intended transfer of the School of Education to Hotel Saga, should the University purchase the Hotel Saga building. Work has also started in new framework planning/design for the University campus, with focal points being pedestrian connections and a sustainable environment. In the framework, intentions are further construction in the Science Park lots, improved connections to green spaces and well established pedestrian walkways. It is important that students' voices be heard in the decision process for framework design for the campus, so that their needs are met, as campus is mainly sought by students. For example, it is necessary to set up an adequate service centre in Vatnsmýrin so that student housing residents can access basic service on campus. Röskva has continually pushed for a supermarket and health clinic to be established on campus. The University campus’ future is self-sustainable, where all basic needs can be met. To fulfil this vision, public transport prices must be improved. For a long time, one of Röskva’s goals has been for the University to ensure students public transport cards, which would be much more advantageous to students than the current Strætó student cards. Alongside student transport cards, car-sharing rentals for students must be strengthened, which are available if students buy a six-month Strætó card, at least while basic services are not accessible on campus. Such services must be made more accessible and cost-effective for students, similar to car-sharing services in international university campuses. Times have changed and the University is not just a workplace like any other. Röskva’s vision for the University’s future includes a self-sustainable university society, in which everyone can rely on basic services on campus. It should be an avenue for life, networking, research and interdisciplinary innovation. The planning of buildings, lots and transport need to follow suit, and Röskva will put in the work. The author is a Röskva candidate for The Student Council of the University of Iceland, School of Engineering and Natural Sciences. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Ingvar Þóroddsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Skipulagið í kringum Háskóla Íslands er að miklu leyti litað af þeirri skipulagsstefnu sem réði ríkjum á höfuðborgarsvæðinu á miðri seinustu öld. Var þá litið á háskólann sem vinnustað eins og hvern annan miðsvæðis sem nemendur og starfsmenn keyra í úr úthverfunum á morgnanna og svo heim klukkan fjögur. Byggingar Háskólans eru margar hverjar strjálar og illa tengdar enda var gert ráð fyrir því að nemendur stunduðu sitt nám fyrst og fremst í byggingum sinna deilda. Birtist þetta meðal annars best í því að Stakkahlíð, bygging Menntavísindasviðs, er staðsett í Hlíðunum í um þriggja kílómetra fjarlægð frá aðalháskólasvæðinu og að háskólasvæðið sjálft er svo klofið af Suðurgötunni með sínar fjórar akreinar og takmarkaðar þveranir fyrir gangandi stúdenta sem þurfa að sækja kennslu í öðrum byggingum. Slæmar tengingar milli bygginga koma fyrst og fremst niður á stúdentum og starfsfólki með takmarkaða hreyfigetu en lítið sem ekkert virðist hafa verið tekið tillit til þess hóps þegar háskólasvæðið var hannað í sinni núverandi mynd. Ef Háskóli Íslands ætlar sér að vera samkeppnishæf mennta- og rannsóknastofnun á heimsvísu þá er mikilvægt að ráðist sé í heildarendurskoðun á umgjörð Háskólasvæðisins. Röskva fagnar því að sú vinna sé að hluta til hafin, að sameina starfsemi háskólans í Vatnsmýrinni og áætlun um að færa Menntavísindasvið í húsnæði Hótel Sögu kaupi Háskólinn það. Þá er vinnan einnig hafin með nýju rammaskipulagi fyrir Háskólasvæðið sem einblínir á manneskjuna með góðum göngutengingum og lifandi umhverfi. Þar er gert ráð fyrir frekari uppbyggingu á lóðum Vísindagarða í Vatnsmýrinni, aukinni tengingu bygginga með grænum svæðum og vel skilgreindum gönguleiðum. Mikilvægt er að raddir stúdenta sé hafðar við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um nýtt rammaskipulag fyrir háskólasvæðið þannig að tekið sé mið af þörfum þeirra og óskum enda eru stúdentar í miklum meirihluta þeirra sem sækja háskólasvæðið. Til að mynda er nauðsynlegt að komið sé upp almennilegum þjónustukjarna í Vatnsmýrinni þannig að íbúar á stúdentagörðum geti sótt alla sína grunnþjónustu á háskólasvæðinu. Röskva hefur lengi barist fyrir því að lágvöruverðsverslun sé staðsett á svæðinu og að heilsugæsla og apótek verði þar einnig. Framtíð háskólasvæðisins er sjálfbært samfélag, þar sem hægt er að sækja alla sína þjónustu. Til þess að uppfylla þá sýn er nauðsynlegt að stúdentum verði tryggð betri kjör þegar kemur að almenningssamgöngum. Lengi hefur það verið markmið Röskvu að stúdentum verði tryggð samgöngukort á vegum Háskólans sem myndi verða stúdentum mun hagstæðara en nemendakortin í Strætó sem nú standa til boða. Þá þarf að efla dreifibílakerfi sem er stúdentum nú þegar aðgengilegt ef þeir festa kaup á sex mánaða strætókorti. Það myndi auðvelda stúdentum að sækja sína þjónustu, að minnsta kosti á meðan hún er ekki aðgengileg á háskólasvæðinu. Slík þjónusta þarf að vera bæði aðgengilegri og ódýrari kostur fyrir stúdenta og eru víða á háskólasvæðum erlendis til fyrirmyndir að slíkum dreifibílakerfum Tímarnir hafa breyst og Háskólinn er ekki bara vinnustaður eins og hver annar. Framtíðarsýn Röskvu fyrir Háskólann er sú að hann verði sjálfbært samfélag þar sem allir íbúar geta sótt sína þjónustu á sjálfbæran hátt. Hann á að vera vettvangur fyrir mannlíf, öfluga tengslamyndun og rannsóknar- og nýsköpunarstarfsemi þvert á fræðasvið. En skipulag bygginga, lóða og samgangna þarf að fylgja þessari þróun, og fyrir því mun Röskva beita sér. Höfundur er oddviti framboðslista Röskvu til Stúdentaráðs á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. // English // Planning for the future Planning around the University of Iceland is coloured by late last centuries planning policies in the capital area. Back then the University was seen as a workplace, like any other, where students and staff drive in from the suburbs and then drive home in the afternoon. The University’s buildings are scattered and ill-connected, as it was assumed that students would mainly stay in their departments buildings.This is most obvious in the School of Education building in Stakkahlíð, which is located in Hlíðar suburb about three kilometres from the main University campus and the main campus is then split in half by Suðurgata, with four traffic lanes and limited crosswalks for students who must reach buildings on the other side. Poor connections between campus buildings come down on mainly students and staff with disabilities, and little to nothing seems to have been done about increasing accessibility for disabled students and staff. If the University of Iceland intends on being an internationally competitive educational-and research facility, it is important that a holistic reexamination be done on the University campus. Röskva commends the beginning of this reexamination, by uniting facilities in Vatnsmýrin and the intended transfer of the School of Education to Hotel Saga, should the University purchase the Hotel Saga building. Work has also started in new framework planning/design for the University campus, with focal points being pedestrian connections and a sustainable environment. In the framework, intentions are further construction in the Science Park lots, improved connections to green spaces and well established pedestrian walkways. It is important that students' voices be heard in the decision process for framework design for the campus, so that their needs are met, as campus is mainly sought by students. For example, it is necessary to set up an adequate service centre in Vatnsmýrin so that student housing residents can access basic service on campus. Röskva has continually pushed for a supermarket and health clinic to be established on campus. The University campus’ future is self-sustainable, where all basic needs can be met. To fulfil this vision, public transport prices must be improved. For a long time, one of Röskva’s goals has been for the University to ensure students public transport cards, which would be much more advantageous to students than the current Strætó student cards. Alongside student transport cards, car-sharing rentals for students must be strengthened, which are available if students buy a six-month Strætó card, at least while basic services are not accessible on campus. Such services must be made more accessible and cost-effective for students, similar to car-sharing services in international university campuses. Times have changed and the University is not just a workplace like any other. Röskva’s vision for the University’s future includes a self-sustainable university society, in which everyone can rely on basic services on campus. It should be an avenue for life, networking, research and interdisciplinary innovation. The planning of buildings, lots and transport need to follow suit, and Röskva will put in the work. The author is a Röskva candidate for The Student Council of the University of Iceland, School of Engineering and Natural Sciences.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun