Kerfisbreyting – betri vinnutími Sandra B. Franks skrifar 25. mars 2021 14:59 Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. Útfærslan á þessum breytingum er ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki, og krefst innleiðingin á þessu mikils undirbúnings. Styttri vinnuvika 1. janúar 2021 Innleiðing styttri vinnuviku hjá sjúkraliðum í dagvinnu átti að ljúka um síðustu áramót. Samkomulag er um að vinnutíminn styttast um 13 mínútum á dag, í allt að fjórar klukkustundir á viku. Stjórnendur og starfsfólk hafa lagt mat á hversu mikil styttingin getur orðið og hvernig útfærslan verður á hverjum stað fyrir sig. Tilkynningar frá vinnustöðum sjúkraliða hafa borist til Sjúkraliðafélag Íslands sem sýna að allflestir hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir á viku. Betri vinnutími 1. maí 2021 Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar stundir, en að hámarki um átta klukkustundir, miðað við fullt starf hjá þeim sem eru með þyngstu vaktabyrðina. Með þessum breytingum er í raun gengið að kröfum sjúkraliða um að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Breytingin mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Sjúkraliðar sem eru í vaktavinnu hafa í gegnum árin sagt að mikill tími fari í að vinda ofan af breytilegum vinnutíma og í reynd sé lítil hvíld á milli vakta. Raunverulegt frí sé því lítið sem ekkert. Af þessum sökum hefur það reynst illmögulegt fyrir sjúkraliða í vaktavinnu að vera í 100% starfi. Allflestir, eða yfir 90% félagsmanna eru í hlutastarfi. Eftir breytingarnar munu sjúkraliðar geta unnið jafnmargar stundir og áður, og aukið þannig starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Kostnaður vegna betri vinnutíma tryggður Með þessu nýja vaktavinnufyrirkomulagi tekur launamyndun mið af öðrum þáttum en áður og mun umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan fyrir því er að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en allt annað. Dæmi sem styður það er veikindahlutfall sjúkraliða á Landspítala sem er um 11% á meðan veikindahlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði er að meðaltali um 4%. Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Á mörgum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og þá þarf að fjölga stöðugildum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þá er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur verið og er ófrávíkjanleg krafa Sjúkraliðafélags Íslands. Samtal, samráð og samvinna Innleiðing á betri vinnutíma er kerfisbreyting sem gerist ekki af sjálfu sér. Við öll, sem að þessu verkefni koma, þurfum að taka höndum saman svo innleiðingin skili því sem samið var um. Undanfarið hafa stjórnendur staðið í ströngu þar sem þeim var falið að taka samtöl við starfsmenn, meta starfsmannaþörf, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Sjúkraliðar hafa líka staðið frammi fyrir miklum áskorunum og þurft að treysta á ógegnsætt tímastjórnunarkerfi sem er enn í smíðum, nálgast breytingarnar á vinnutíma sínum með nýjum hætti og sýna því sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kerfisbreytingunni felast tækifæri og áskoranir sem við sjúkraliðar, samstarfsfélagar og stjórnendur, verðum í samtali, samráði og samvinnu að nýta til hins ítrasta til að bæta vinnustaðamenninguna, okkur öllum til hagsbóta. Til þess að það gangi eftir þurfum við öll að taka höndum saman til að takast á við þetta krefjandi samvinnuverkefni og hjálpast að svo við öll getum notið ávinningsins af styttri vinnuviku - betri vinnutíma. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Sandra B. Franks Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld. Útfærslan á þessum breytingum er ólík hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki, og krefst innleiðingin á þessu mikils undirbúnings. Styttri vinnuvika 1. janúar 2021 Innleiðing styttri vinnuviku hjá sjúkraliðum í dagvinnu átti að ljúka um síðustu áramót. Samkomulag er um að vinnutíminn styttast um 13 mínútum á dag, í allt að fjórar klukkustundir á viku. Stjórnendur og starfsfólk hafa lagt mat á hversu mikil styttingin getur orðið og hvernig útfærslan verður á hverjum stað fyrir sig. Tilkynningar frá vinnustöðum sjúkraliða hafa borist til Sjúkraliðafélag Íslands sem sýna að allflestir hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir á viku. Betri vinnutími 1. maí 2021 Í vaktavinnu verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar stundir, en að hámarki um átta klukkustundir, miðað við fullt starf hjá þeim sem eru með þyngstu vaktabyrðina. Með þessum breytingum er í raun gengið að kröfum sjúkraliða um að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Breytingin mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Sjúkraliðar sem eru í vaktavinnu hafa í gegnum árin sagt að mikill tími fari í að vinda ofan af breytilegum vinnutíma og í reynd sé lítil hvíld á milli vakta. Raunverulegt frí sé því lítið sem ekkert. Af þessum sökum hefur það reynst illmögulegt fyrir sjúkraliða í vaktavinnu að vera í 100% starfi. Allflestir, eða yfir 90% félagsmanna eru í hlutastarfi. Eftir breytingarnar munu sjúkraliðar geta unnið jafnmargar stundir og áður, og aukið þannig starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Kostnaður vegna betri vinnutíma tryggður Með þessu nýja vaktavinnufyrirkomulagi tekur launamyndun mið af öðrum þáttum en áður og mun umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan fyrir því er að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en allt annað. Dæmi sem styður það er veikindahlutfall sjúkraliða á Landspítala sem er um 11% á meðan veikindahlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði er að meðaltali um 4%. Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Á mörgum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og þá þarf að fjölga stöðugildum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þá er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar hefur verið og er ófrávíkjanleg krafa Sjúkraliðafélags Íslands. Samtal, samráð og samvinna Innleiðing á betri vinnutíma er kerfisbreyting sem gerist ekki af sjálfu sér. Við öll, sem að þessu verkefni koma, þurfum að taka höndum saman svo innleiðingin skili því sem samið var um. Undanfarið hafa stjórnendur staðið í ströngu þar sem þeim var falið að taka samtöl við starfsmenn, meta starfsmannaþörf, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Sjúkraliðar hafa líka staðið frammi fyrir miklum áskorunum og þurft að treysta á ógegnsætt tímastjórnunarkerfi sem er enn í smíðum, nálgast breytingarnar á vinnutíma sínum með nýjum hætti og sýna því sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Í kerfisbreytingunni felast tækifæri og áskoranir sem við sjúkraliðar, samstarfsfélagar og stjórnendur, verðum í samtali, samráði og samvinnu að nýta til hins ítrasta til að bæta vinnustaðamenninguna, okkur öllum til hagsbóta. Til þess að það gangi eftir þurfum við öll að taka höndum saman til að takast á við þetta krefjandi samvinnuverkefni og hjálpast að svo við öll getum notið ávinningsins af styttri vinnuviku - betri vinnutíma. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun