Manchester City lenti ekki í miklum vandræðum þegar þeir heimsóttu Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Gestirnir voru mun betri aðilinn í leiknum, en heimamenn héldu þeim í skefjum framan af.
Það var ekki fyrr en á 58. mínútu sem gestirnir náðu að brjóta ísinn. Þar var á ferðinni Benjamin Mendy sem kom sínum mönnum í 1-0 forystu með góðu marki.
Gabriel Jesus tvöfaldaði forystu gestanna á 74. mínútu þegar hann batt endahnútinn á góða sókn City manna.
Manchester City er nú með 17 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, en nágrannar þeirra í Manchester United sitja í öðru sæti og eiga tvo leiki til góða.
Leicester er enn í þriðja sæti deildarinnar með 56 stig og eru enn í ágætis málum í baráttunni um meistaradeildarsæti.