Lykill að farsælli framtíð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. apríl 2021 16:01 Eitt af því sem flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um er mikilvægi rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Mikilvægið felst ekki síst í því að veita hinu óþekkta byr undir báða vængi, ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka sem oft er erfitt að sjá fyrir hvert leiðir okkur. Við þurfum á rannsóknum og nýsköpun að halda sem aldrei fyrr til að geta leyst þau fjöldamörgu verkefni sem við glímum við í heimi sem gengur freklega á auðlindir Jarðarinnar og þar sem misskipting auðs og gæða er alltof mikil. En þrátt fyrir að við séum öll frekar sammála um mikilvægi þessara mála þá hefur þurft aðkomu Vinstri grænna að ríkisstjórn til að tryggja skýra stefnu og fjárveitingar sem endurspegla það. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber af í þessu samhengi enda hefur hún frá upphafi kjörtímabilsins unnið markvisst að því að efla stefnumörkun og auka fjárfestingu á þessu sviði. Aukning til rannsókna og þróunar Á grunni nýrrar vísinda- og tæknistefnu hefur fjármagn til rannsókna og þróunar á Íslandi stóraukist. Á árinu 2015 fóru um 4,5 milljarðar í stuðning hins opinbera við rannsóknir og nýsköpun en til samanburðar er hann kominn upp í um 18,5 milljarða á þessu ári. Hlutur skattafrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja, sem komið var á fyrir tilstilli Vinstri grænna, er nú meira en helmingur af þessari upphæð. Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var einnig að hluta beint í þennan farveg. Framlög til Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs hafa aukist um 42%, 56% og 80% milli áranna 2019 og 2021. Þá hefur ný markáætlun um samfélagslegar áskoranir litið dagsins ljós en markmið hennar er meðal annars að hraða framförum á þremur sviðum; umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og lífi og störfum í heimi breytinga. Stutt er við verkefni sem miða að fjölbreyttu og nýsköpunarmiðuðu samfélagi. Þessi skýra stefna miðar að því að blása til sóknar í menntun og vermætasköpun fyrir þjóðina. Aukning til nýsköpunar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett nýja nýsköpunarstefnu á kjörtímabilinu og henni hefur verið fylgt eftir með auknu fjármagni. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingasjóður, Kría, sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa líka aukist verulega í ár og í fyrra. Loftslagssjóður var stofnaður árið 2019 og hefur í tvígang úthlutað styrkjum til nýsköpunar og fræðslu um loftslagsmál. Þá hafa styrkir til verkefna í hringrásarhagkerfinu einnig verið auglýstir sem munu skipta miklu máli til að ýta undir nýjar lausnir meðal annars í úrgangsmálum. Hvaða máli skiptir þetta? Það er sama hversu djúpar kreppur eru, forgangsröðun í þágu rannsókna, þróunar og nýsköpunar er forgangsröðun sem mun alltaf borga sig. Hún er líkleg til að skila okkur óvæntri verðmætasköpun, auka samkeppnishæfni okkar í síbreytilegum heimi og gera okkur betur í stakk búin að takast á við nýjar og óvæntar áskoranir. Því árangur í framtíðinni byggir meðal annars á því sem við leggjum í rannsóknir og nýsköpun á hverjum tíma. Það er einnig óendanlega mikilvægt að við þróun og nýsköpun sé tekið mið af því að auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi. Mannkynið verður að temja sér neysluhætti sem taka mið af þessu og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði innan og milli kynslóða. Ég er sannfærður um að markvissar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessum málaflokki frá upphafi kjörtímabilsins muni hjálpa okkur að vinna okkur út úr kórónuveirukreppunni með sjálfbærni að leiðarljósi og gera okkur mun betur í stakk búin að takast á við áskoranir framtíðarinnar en annars hefði verið. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um er mikilvægi rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Mikilvægið felst ekki síst í því að veita hinu óþekkta byr undir báða vængi, ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka sem oft er erfitt að sjá fyrir hvert leiðir okkur. Við þurfum á rannsóknum og nýsköpun að halda sem aldrei fyrr til að geta leyst þau fjöldamörgu verkefni sem við glímum við í heimi sem gengur freklega á auðlindir Jarðarinnar og þar sem misskipting auðs og gæða er alltof mikil. En þrátt fyrir að við séum öll frekar sammála um mikilvægi þessara mála þá hefur þurft aðkomu Vinstri grænna að ríkisstjórn til að tryggja skýra stefnu og fjárveitingar sem endurspegla það. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber af í þessu samhengi enda hefur hún frá upphafi kjörtímabilsins unnið markvisst að því að efla stefnumörkun og auka fjárfestingu á þessu sviði. Aukning til rannsókna og þróunar Á grunni nýrrar vísinda- og tæknistefnu hefur fjármagn til rannsókna og þróunar á Íslandi stóraukist. Á árinu 2015 fóru um 4,5 milljarðar í stuðning hins opinbera við rannsóknir og nýsköpun en til samanburðar er hann kominn upp í um 18,5 milljarða á þessu ári. Hlutur skattafrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja, sem komið var á fyrir tilstilli Vinstri grænna, er nú meira en helmingur af þessari upphæð. Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var einnig að hluta beint í þennan farveg. Framlög til Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs hafa aukist um 42%, 56% og 80% milli áranna 2019 og 2021. Þá hefur ný markáætlun um samfélagslegar áskoranir litið dagsins ljós en markmið hennar er meðal annars að hraða framförum á þremur sviðum; umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og lífi og störfum í heimi breytinga. Stutt er við verkefni sem miða að fjölbreyttu og nýsköpunarmiðuðu samfélagi. Þessi skýra stefna miðar að því að blása til sóknar í menntun og vermætasköpun fyrir þjóðina. Aukning til nýsköpunar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett nýja nýsköpunarstefnu á kjörtímabilinu og henni hefur verið fylgt eftir með auknu fjármagni. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingasjóður, Kría, sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa líka aukist verulega í ár og í fyrra. Loftslagssjóður var stofnaður árið 2019 og hefur í tvígang úthlutað styrkjum til nýsköpunar og fræðslu um loftslagsmál. Þá hafa styrkir til verkefna í hringrásarhagkerfinu einnig verið auglýstir sem munu skipta miklu máli til að ýta undir nýjar lausnir meðal annars í úrgangsmálum. Hvaða máli skiptir þetta? Það er sama hversu djúpar kreppur eru, forgangsröðun í þágu rannsókna, þróunar og nýsköpunar er forgangsröðun sem mun alltaf borga sig. Hún er líkleg til að skila okkur óvæntri verðmætasköpun, auka samkeppnishæfni okkar í síbreytilegum heimi og gera okkur betur í stakk búin að takast á við nýjar og óvæntar áskoranir. Því árangur í framtíðinni byggir meðal annars á því sem við leggjum í rannsóknir og nýsköpun á hverjum tíma. Það er einnig óendanlega mikilvægt að við þróun og nýsköpun sé tekið mið af því að auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi. Mannkynið verður að temja sér neysluhætti sem taka mið af þessu og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði innan og milli kynslóða. Ég er sannfærður um að markvissar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessum málaflokki frá upphafi kjörtímabilsins muni hjálpa okkur að vinna okkur út úr kórónuveirukreppunni með sjálfbærni að leiðarljósi og gera okkur mun betur í stakk búin að takast á við áskoranir framtíðarinnar en annars hefði verið. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun