Þegar réttur eins kann að skaða annan Hildur Ösp Gylfadóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifa 23. apríl 2021 12:30 Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. Fagmennska við ráðningar fer almennt vaxandi, umsækjendur eru betur meðvitaðir um sinn rétt og einstaka umsækjandi óskar eftir að fá afhent ráðningargögn að loknu ráðningarferli en afhending þeirra kann að vera íþyngjandi fyrir aðra umsækjendur. Þungt ferli og ríkur réttur Sanngjarnt og faglegt ráðningarferli á að vera ófrávíkjanleg krafa. Málamyndaauglýsingar ættu ekki að þekkjast enda vanvirðing við tíma, væntingar og persónulegar upplýsingar umsækjenda. Ráðningarferli hjá hinu opinbera eru almennt tímafrek og flókin og oft eru margir umsækjendur um hverja stöðu. Hafa þarf m.a. í huga rannsóknarregluna, jafnræðisregluna, upplýsingalöggjöf og persónuverndarlöggjöf. Setja þarf mælikvarða á hið huglæga og hið hlutlæga og skrásetning allra gagna sem verða til í ferlinu er lykilatriði. Vandinn við umsagnir Flestir ráðningaraðilar eru sammála um mikilvægi umsagna. Sé vandað til verkaog talað við rétta umsagnaraðilaer forspárgildið mikið og styðurvið aðrar upplýsingar eða þætti sem komið hafa fram fyrr í ferlinu hjá umsækjanda. Umsækjendur geta óskað eftir að fá þær upplýsingar afhentar sem koma fram í umsögnum. Jafnframt geta þeir óskað eftir umsögnum um aðra umsækjendur í ferlinu, jafnvel þá sem hlutu ekki starfið. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að hafa áhrif á hvernig umsagnaraðilar tjá sig, sér í lagi ef einhver tengsl eru á milli aðilanna. Undir þessum kringumstæðum er ekki tryggt að umsagnaraðilar treysti sér til að lýsa veikleikum eða áskorunum varðandi umsækjandann. Í dag ber oftar á að umsagnaraðilar vilji ekki láta skrásetja né hafa eftir sér ákveðnar upplýsingar við veitingu umsagnar. Að auki ber ráðningaraðila að veita umsækjanda tækifæri á að tjá sig um þær frábendingar sem kunna að koma fram í umsögnum, sem má segja að sé sanngjarnt, en aftur aukið álag á umsagnaraðila sem ekki allir eru tilbúnir í. Öll gögn málsins og tipp-Ex Mörgumumsækjendum er trúnaður um umsókn mikilvægur en því getur hið opinbera ekki lofað vegna ákvæða upplýsingalaga, það eitt og sér getur verið hindrun fyrir mögulegan umsækjanda. Beiðnir um rökstuðning berast nokkuð oft og við og við kemur upp sú staða að umsækjandi biður um öll gögn málsins en hvað þýðir það? Opinberum ráðningaraðila ber þá að afhenda viðkomandi umsóknargögn allra sem sóttu um og þau matsgögn, verkefni, viðtöl og aðrar upplýsingar sem hafa orðið til í ferlinu. Í starfsumsókn eru ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, fjölskylduhagi og umsagnaraðila. Í kynningarbréfi er nánari lýsing á hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni. Þetta eru oftast ítarlegri upplýsingar en umsækjendur myndu sjálfir vilja veita um sig fyrir opinbera birtingu. Ráðningaraðili fer yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem kunna að koma fram í gögnunum og strikar yfir þær áður en gögnin eru afhent, sem er í senn áhættusamt og tímafrekt. Erum við á réttri leið? Ráðningarferlið hjá hinu opinbera er að mörgu leiti vandað en spyrja má hvort að réttur eins umsækjanda brjóti á rétti annars í ferlinu þegar krafan um gagnsæi ogafhendingu upplýsinga er orðin svona rík. Eins er það álitin spurning hvort ríkið sé að missa af góðum umsækjendum sem kæra sig ekki um að eiga von á að ráðningarupplýsingar þeirra séu afhentar þriðja aðila án þeirrar vitneskju, jafnvel þó þeir hafi ekki fengið starfið.Langtímamarkmið hins opinberahlýtur að vera að laða að sér hæfustu umsækjendurna og í því skyni má velta upp hvort núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar við. Vísbendingar eru um að róðurinn sé að þyngjast við að fáumsagnir þegar sá sem veitir umsögnina hefur verið upplýstur um hvar þau gögn kunna að enda. Eru umsækjendur varðir nægjanlega vel í ráðningarumhverfi hins opinbera í dag? Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hjá ríkisstofnun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar. Fagmennska við ráðningar fer almennt vaxandi, umsækjendur eru betur meðvitaðir um sinn rétt og einstaka umsækjandi óskar eftir að fá afhent ráðningargögn að loknu ráðningarferli en afhending þeirra kann að vera íþyngjandi fyrir aðra umsækjendur. Þungt ferli og ríkur réttur Sanngjarnt og faglegt ráðningarferli á að vera ófrávíkjanleg krafa. Málamyndaauglýsingar ættu ekki að þekkjast enda vanvirðing við tíma, væntingar og persónulegar upplýsingar umsækjenda. Ráðningarferli hjá hinu opinbera eru almennt tímafrek og flókin og oft eru margir umsækjendur um hverja stöðu. Hafa þarf m.a. í huga rannsóknarregluna, jafnræðisregluna, upplýsingalöggjöf og persónuverndarlöggjöf. Setja þarf mælikvarða á hið huglæga og hið hlutlæga og skrásetning allra gagna sem verða til í ferlinu er lykilatriði. Vandinn við umsagnir Flestir ráðningaraðilar eru sammála um mikilvægi umsagna. Sé vandað til verkaog talað við rétta umsagnaraðilaer forspárgildið mikið og styðurvið aðrar upplýsingar eða þætti sem komið hafa fram fyrr í ferlinu hjá umsækjanda. Umsækjendur geta óskað eftir að fá þær upplýsingar afhentar sem koma fram í umsögnum. Jafnframt geta þeir óskað eftir umsögnum um aðra umsækjendur í ferlinu, jafnvel þá sem hlutu ekki starfið. Eðli málsins samkvæmt hlýtur þetta að hafa áhrif á hvernig umsagnaraðilar tjá sig, sér í lagi ef einhver tengsl eru á milli aðilanna. Undir þessum kringumstæðum er ekki tryggt að umsagnaraðilar treysti sér til að lýsa veikleikum eða áskorunum varðandi umsækjandann. Í dag ber oftar á að umsagnaraðilar vilji ekki láta skrásetja né hafa eftir sér ákveðnar upplýsingar við veitingu umsagnar. Að auki ber ráðningaraðila að veita umsækjanda tækifæri á að tjá sig um þær frábendingar sem kunna að koma fram í umsögnum, sem má segja að sé sanngjarnt, en aftur aukið álag á umsagnaraðila sem ekki allir eru tilbúnir í. Öll gögn málsins og tipp-Ex Mörgumumsækjendum er trúnaður um umsókn mikilvægur en því getur hið opinbera ekki lofað vegna ákvæða upplýsingalaga, það eitt og sér getur verið hindrun fyrir mögulegan umsækjanda. Beiðnir um rökstuðning berast nokkuð oft og við og við kemur upp sú staða að umsækjandi biður um öll gögn málsins en hvað þýðir það? Opinberum ráðningaraðila ber þá að afhenda viðkomandi umsóknargögn allra sem sóttu um og þau matsgögn, verkefni, viðtöl og aðrar upplýsingar sem hafa orðið til í ferlinu. Í starfsumsókn eru ítarlegar upplýsingar um menntun, starfsreynslu, fjölskylduhagi og umsagnaraðila. Í kynningarbréfi er nánari lýsing á hvers vegna viðkomandi sækir um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni. Þetta eru oftast ítarlegri upplýsingar en umsækjendur myndu sjálfir vilja veita um sig fyrir opinbera birtingu. Ráðningaraðili fer yfir viðkvæmar persónuupplýsingar sem kunna að koma fram í gögnunum og strikar yfir þær áður en gögnin eru afhent, sem er í senn áhættusamt og tímafrekt. Erum við á réttri leið? Ráðningarferlið hjá hinu opinbera er að mörgu leiti vandað en spyrja má hvort að réttur eins umsækjanda brjóti á rétti annars í ferlinu þegar krafan um gagnsæi ogafhendingu upplýsinga er orðin svona rík. Eins er það álitin spurning hvort ríkið sé að missa af góðum umsækjendum sem kæra sig ekki um að eiga von á að ráðningarupplýsingar þeirra séu afhentar þriðja aðila án þeirrar vitneskju, jafnvel þó þeir hafi ekki fengið starfið.Langtímamarkmið hins opinberahlýtur að vera að laða að sér hæfustu umsækjendurna og í því skyni má velta upp hvort núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar við. Vísbendingar eru um að róðurinn sé að þyngjast við að fáumsagnir þegar sá sem veitir umsögnina hefur verið upplýstur um hvar þau gögn kunna að enda. Eru umsækjendur varðir nægjanlega vel í ráðningarumhverfi hins opinbera í dag? Hildur Ösp Gylfadóttir, mannauðsstjóri hjá ríkisstofnun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar