Síðasta æviskeiðið og lífslokin Sandra B. Franks skrifar 26. apríl 2021 14:35 Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Jafnframt þurfi að bæta hátt í 9 milljörðum króna á ári til reksturs hjúkrunarheimila svo þau nái að sinna umönnun og hjúkrun eins og landlæknir telur eðlilegt. Vanmetin kaflaskil Ein mikilvægustu og erfiðustu kaflaskil í lífi fólks er þegar sá aldraði stendur á þeim tímamótum að þurfa hjúkrunarþjónustu, faglegan stuðning og ráðgjöf til að halda áfram að lifa og halda mannlegri reisn. Það vekur því furðu hvernig þessi kaflaskil eru stórlega vanmetin í kerfinu. Umönnun þess aldraða, sem fengið hefur inni á hjúkrunarheimili, eftir að hafa farið gegnum færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á líkamlegri og andlegri getu hans fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili, er að verulegu leyti borin upp af ófaglærðu starfsfólki. Í skýrslu verkefnastjórnar kemur fram að um 64% starfsmanna hjúkrunarheimila ófaglærðir. Þjónusta í samræmi við þörf Til þess að hjúkrunarheimilin nái æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis þarf að fjölga fagfólki, og þá einkum sjúkraliðum. Miða þarf þjónustuna að þörfum þeirra sem þiggja hana. Standa þarf faglega að málum þegar uppfylla á líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Að jafnaði er meðal dvalartími í hjúkrunarrými um 2,6 ár, sem endar með andláti. Við sem samfélag eigum að hafa metnað til gera betur þegar kemur að þjónustu við aldraða, síðasta æviskeiðinu og við lífslokin. Það er ekki valkostur að hjúkrunarheimilin leitist við að halda launakostnaði sínum niðri með ráðningum á ófaglærðum starfsmönnum og fela þeim umönnunarstörf. Sjúkraliðar lykilstétt Ég hef ítrekað gagnrýnt hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda þegar talið berst að hjúkrunarþjónustu og mönnun kerfisins. Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan hjúkrunarheimila veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum/heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt Það er gagnrýnivert að viðmiðunarreglur landlæknis fela ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttektum frá embættinu að á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Heilbrigðiskerfið þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Heilbrigðisyfirvöld verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustan eru undirmönnuð af sjúkraliðum. Á því á ný stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 meðal annars að byggja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Sandra B. Franks Hjúkrunarheimili Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Jafnframt þurfi að bæta hátt í 9 milljörðum króna á ári til reksturs hjúkrunarheimila svo þau nái að sinna umönnun og hjúkrun eins og landlæknir telur eðlilegt. Vanmetin kaflaskil Ein mikilvægustu og erfiðustu kaflaskil í lífi fólks er þegar sá aldraði stendur á þeim tímamótum að þurfa hjúkrunarþjónustu, faglegan stuðning og ráðgjöf til að halda áfram að lifa og halda mannlegri reisn. Það vekur því furðu hvernig þessi kaflaskil eru stórlega vanmetin í kerfinu. Umönnun þess aldraða, sem fengið hefur inni á hjúkrunarheimili, eftir að hafa farið gegnum færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á líkamlegri og andlegri getu hans fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili, er að verulegu leyti borin upp af ófaglærðu starfsfólki. Í skýrslu verkefnastjórnar kemur fram að um 64% starfsmanna hjúkrunarheimila ófaglærðir. Þjónusta í samræmi við þörf Til þess að hjúkrunarheimilin nái æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis þarf að fjölga fagfólki, og þá einkum sjúkraliðum. Miða þarf þjónustuna að þörfum þeirra sem þiggja hana. Standa þarf faglega að málum þegar uppfylla á líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Að jafnaði er meðal dvalartími í hjúkrunarrými um 2,6 ár, sem endar með andláti. Við sem samfélag eigum að hafa metnað til gera betur þegar kemur að þjónustu við aldraða, síðasta æviskeiðinu og við lífslokin. Það er ekki valkostur að hjúkrunarheimilin leitist við að halda launakostnaði sínum niðri með ráðningum á ófaglærðum starfsmönnum og fela þeim umönnunarstörf. Sjúkraliðar lykilstétt Ég hef ítrekað gagnrýnt hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda þegar talið berst að hjúkrunarþjónustu og mönnun kerfisins. Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan hjúkrunarheimila veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum/heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt Það er gagnrýnivert að viðmiðunarreglur landlæknis fela ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttektum frá embættinu að á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Heilbrigðiskerfið þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Heilbrigðisyfirvöld verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustan eru undirmönnuð af sjúkraliðum. Á því á ný stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 meðal annars að byggja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun