Fleiri velja vistvæn ökutæki Jón Hannes Karlsson skrifar 7. maí 2021 10:00 Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. Áætlaður eldsneytiskostnaður á nýrri dísel bifreið er um 150.000 kr. á ári miðað við 15 þúsund kílómetra akstur, á meðan orkukostnaður fyrir nýja rafmagnsbifreið er um 40.000 kr. á ári fyrir sömu notkun. Það er því fjárhagslega hagkvæmt að nýta umhverfisvænni bifreiðar. Fólk er meðvitað um mikilvægi þess að velja umhverfisvæna kosti þegar þeir eru í boði. Hvað bifreiðar varðar eru það ekki eingöngu rafmagnsbílar sem minnka útblástur kolefna eða notkun á jarðefnaeldsneyti. Í þessum málum eins og öðrum hafa átt sér stað miklar framfarir. Rétt eins og bílaframleiðendur út um allan heim hafa gert bifreiðar öruggari og þægilegri hafa þeir stigið stór og mikilvæg skref í þeim tilgangi að gera þær sparneytnari og umhverfisvænni. Það eru ýmsir þættir sem fólk hugar að við val á bifreið. Öryggi og þægindi eru veigamiklir þættir en umhverfisþættir og sparnaður eru það líka. Fyrir flest heimili skiptir máli að geta valið sér örugga, þægilega og umhverfisvæna bifreið á góðum kjörum. Þróun Fjöldi umhverfisvænna bifreiða hefur aukist jafnt og þétt á liðnum áratug. Um 52% af nýskráðum bifreiðum á árinu 2020 flokkuðust sem grænir bílar og er árið 2020 fyrsta árið þar sem fleiri hybrid og rafmagnsbílar voru seldir en hefðbundnir bílar drifnir áfram á jarðefnaeldsneyti . Ef aðeins er horft til rafmagnsbifreiða ríflega þrefaldaðist fjöldi þeirra árinu 2020 og fór úr um 7% í 22%. Af nýskráðum bílum er Ísland með annað hæsta hlutfallið af hybrid og rafmagnsbílum, á eftir Noregi. Noregur og Ísland skera sig frá öðrum löndum í þessum efnum. Til að halda þessari vegferð áfram er mikilvægt að innviðauppbygging sé í takt. Ríkisvaldið leikur þar lykilhlutverk hvað varðar tolla og innflutningsgjöld auk dreifingar og aðgengis að hleðslustöðvum. En hvatning getur líka borist frá fjármálastofnunum. Bjóða má hagkvæmari lán á bílalánum og bílasamningum, rétt eins og gert er á mínum vinnustað. Það er því til alls að vinna þegar valin er umhverfisvæn bifreið, bæði fyrir heimilisbókhaldið og umhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Vistvænir bílar Neytendur Bensín og olía Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið. Áætlaður eldsneytiskostnaður á nýrri dísel bifreið er um 150.000 kr. á ári miðað við 15 þúsund kílómetra akstur, á meðan orkukostnaður fyrir nýja rafmagnsbifreið er um 40.000 kr. á ári fyrir sömu notkun. Það er því fjárhagslega hagkvæmt að nýta umhverfisvænni bifreiðar. Fólk er meðvitað um mikilvægi þess að velja umhverfisvæna kosti þegar þeir eru í boði. Hvað bifreiðar varðar eru það ekki eingöngu rafmagnsbílar sem minnka útblástur kolefna eða notkun á jarðefnaeldsneyti. Í þessum málum eins og öðrum hafa átt sér stað miklar framfarir. Rétt eins og bílaframleiðendur út um allan heim hafa gert bifreiðar öruggari og þægilegri hafa þeir stigið stór og mikilvæg skref í þeim tilgangi að gera þær sparneytnari og umhverfisvænni. Það eru ýmsir þættir sem fólk hugar að við val á bifreið. Öryggi og þægindi eru veigamiklir þættir en umhverfisþættir og sparnaður eru það líka. Fyrir flest heimili skiptir máli að geta valið sér örugga, þægilega og umhverfisvæna bifreið á góðum kjörum. Þróun Fjöldi umhverfisvænna bifreiða hefur aukist jafnt og þétt á liðnum áratug. Um 52% af nýskráðum bifreiðum á árinu 2020 flokkuðust sem grænir bílar og er árið 2020 fyrsta árið þar sem fleiri hybrid og rafmagnsbílar voru seldir en hefðbundnir bílar drifnir áfram á jarðefnaeldsneyti . Ef aðeins er horft til rafmagnsbifreiða ríflega þrefaldaðist fjöldi þeirra árinu 2020 og fór úr um 7% í 22%. Af nýskráðum bílum er Ísland með annað hæsta hlutfallið af hybrid og rafmagnsbílum, á eftir Noregi. Noregur og Ísland skera sig frá öðrum löndum í þessum efnum. Til að halda þessari vegferð áfram er mikilvægt að innviðauppbygging sé í takt. Ríkisvaldið leikur þar lykilhlutverk hvað varðar tolla og innflutningsgjöld auk dreifingar og aðgengis að hleðslustöðvum. En hvatning getur líka borist frá fjármálastofnunum. Bjóða má hagkvæmari lán á bílalánum og bílasamningum, rétt eins og gert er á mínum vinnustað. Það er því til alls að vinna þegar valin er umhverfisvæn bifreið, bæði fyrir heimilisbókhaldið og umhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar