Mitt eigið ferðaheit Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 1. júlí 2021 11:30 Núna getum við loksins hugað að því ferðast hvort sem það er innanlands eða erlendis. Á Covid tímum voru höfð uppi stór orð um það alþjóðlega að enginn áfangastaður ætlaði sér aftur í offjölgun ferðamanna og unnið yrði að mun sjálfbærari framtíð. Allir vænta þess að áfangastaðir séu nú orðnir skipulagðir og vel undirbúnir undir heimsóknir ferðamanna. Margar greinar og loforð hafa verið gefin um slíkt hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Í fullkomnum heimi, munum við hafa gert ráð fyrir öllum þáttum en raunveruleikinn er aldrei þannig. Við munum alltaf eiga við einhverjar áskoranir eða horfa til nýrra tækifæra þegar áfangastaðirnir og ferðalög þróast. Margir áfangastaðir hafa búið til sín eigin ferðaheit fyrir áfangastaði sína og þar með talið Ísland undir heitinu „The Icelandic Travel Pledge“ frá árinu 2018. Þar eru ferðamenn m.a. hvattir til þess að virða náttúruna, keyra ekki utanvegar og sína ábyrgð í allri ferðahegðun. Það sem hefur minna verið talað um er hvernig við sem ferðamenn getum sjálf tekið ákveðna ábyrgð og ferðast á ábyrgari og sjálfbærari hátt. Þetta hefur fengið mig til þess að velta fyrir mér hvernig ég sjálf get tekið þátt í þróun áfangastaða í stað þess að bíða eftir því að áfangastaðirnir eða ferðaþjónustufyrirtækin segi mér hvernig ég eigi að haga mér. Því þróunin liggur mun meira hjá okkur sjálfum en við höldum. Ég ákvað því að prófa að gera mitt eigið ferðaheit fyrir sumarið. Ferðaheitið mitt er því: Að velja áfangastaði sem sýna umhyggju fyrir framtíð áfangastaðarins Að velja hótel og afþreyingu sem hafa umhverfisvottanir Að velja staðbundnar vörur, afþreyingu, gistingu eða leiðsögn Að skoða og njóta en ekki skilja nein ummerki eftir mig Að lágmarka matarsóun eins og hægt er Að flokka og plokka rusl sem verður á vegi mínum Að velja umhverfisvænni ferðamáta þar sem kostur er Að kolefnisjafna ferðamátann minn Að biðja um umhverfisvænni valkosti þar sem ég dvel eða er í afþreyingu Að senda þakkir til þjónustu aðila ef ég er ánægð eða ef þeir geta bætt sig á einhvern hátt er varðar sjálfbærni og ábyrgð. Þetta er ágætis byrjun en mögulega mun þetta þróast með tímanum. Hvað myndi vera ykkar ferðaheit þetta sumarið? Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Núna getum við loksins hugað að því ferðast hvort sem það er innanlands eða erlendis. Á Covid tímum voru höfð uppi stór orð um það alþjóðlega að enginn áfangastaður ætlaði sér aftur í offjölgun ferðamanna og unnið yrði að mun sjálfbærari framtíð. Allir vænta þess að áfangastaðir séu nú orðnir skipulagðir og vel undirbúnir undir heimsóknir ferðamanna. Margar greinar og loforð hafa verið gefin um slíkt hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Í fullkomnum heimi, munum við hafa gert ráð fyrir öllum þáttum en raunveruleikinn er aldrei þannig. Við munum alltaf eiga við einhverjar áskoranir eða horfa til nýrra tækifæra þegar áfangastaðirnir og ferðalög þróast. Margir áfangastaðir hafa búið til sín eigin ferðaheit fyrir áfangastaði sína og þar með talið Ísland undir heitinu „The Icelandic Travel Pledge“ frá árinu 2018. Þar eru ferðamenn m.a. hvattir til þess að virða náttúruna, keyra ekki utanvegar og sína ábyrgð í allri ferðahegðun. Það sem hefur minna verið talað um er hvernig við sem ferðamenn getum sjálf tekið ákveðna ábyrgð og ferðast á ábyrgari og sjálfbærari hátt. Þetta hefur fengið mig til þess að velta fyrir mér hvernig ég sjálf get tekið þátt í þróun áfangastaða í stað þess að bíða eftir því að áfangastaðirnir eða ferðaþjónustufyrirtækin segi mér hvernig ég eigi að haga mér. Því þróunin liggur mun meira hjá okkur sjálfum en við höldum. Ég ákvað því að prófa að gera mitt eigið ferðaheit fyrir sumarið. Ferðaheitið mitt er því: Að velja áfangastaði sem sýna umhyggju fyrir framtíð áfangastaðarins Að velja hótel og afþreyingu sem hafa umhverfisvottanir Að velja staðbundnar vörur, afþreyingu, gistingu eða leiðsögn Að skoða og njóta en ekki skilja nein ummerki eftir mig Að lágmarka matarsóun eins og hægt er Að flokka og plokka rusl sem verður á vegi mínum Að velja umhverfisvænni ferðamáta þar sem kostur er Að kolefnisjafna ferðamátann minn Að biðja um umhverfisvænni valkosti þar sem ég dvel eða er í afþreyingu Að senda þakkir til þjónustu aðila ef ég er ánægð eða ef þeir geta bætt sig á einhvern hátt er varðar sjálfbærni og ábyrgð. Þetta er ágætis byrjun en mögulega mun þetta þróast með tímanum. Hvað myndi vera ykkar ferðaheit þetta sumarið? Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun