Fótbolti

Shevchenko hættur með Úkraínu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Shevchenko stýrði Úkraínu gegn Íslandi 2016.
Shevchenko stýrði Úkraínu gegn Íslandi 2016. vísir/Getty

Úkraínska knattspyrnugoðsögnin Andriy Shevchenko mun ekki halda áfram þjálfun úkraínska landsliðsins.

Hann tilkynnti um þetta á Instagram síðu sinni í gær.

Hann tók við landsliðinu árið 2016 og hefur þótt gera góða hluti með liðið sem féll úr leik í 8-liða úrslitum á EM í sumar þegar Úkraína beið lægri hlut fyrir Englendingum.

Shevchenko lék með AC Milan, Chelsea og Dynamo Kiev á leikmannaferli sínum en landsliðsþjálfarastarfið var hans fyrsta í þjálfun.

Shevchenko var frábær sóknarmaður á árum áður og er enn í dag markahæsti leikmaður úkraínska landsliðsins frá upphafi með 48 mörk í 111 landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×