Uppbygging á íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði – skipsbrot Sjálfstæðisflokksins Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 9. ágúst 2021 20:01 Það er engin djörfung né skýr framtíðarsýn þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði undir stjórn núverandi meirihluta. Síðustu 7 ár hefur ládeyða og skortur á sóknarhug í skipulags- og byggingarmálum verið einkennandi á tíma meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Lítil sem engin fjölgun hefur átt sér stað síðan 2016 Alls staðar í nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskyldu fjölgaði íbúum svo jafnvel skipti tugum prósenta á tímabilinu 2016 – 2021. Innan höfuðborgarsvæðisins er fjölgunin mest í Mosfellsbæ, eða 34,2%. Þar búa nú 12.880 manns. Raunar hefur ekkert sveitarfélag með fleiri en þúsund íbúa vaxið eins og Mosfellsbær á tímabilinu. Í Reykjavík búa 134.000 manns og hefur íbúum fjölgað um 9,1% á tímabilinu.En í Hafnarfirði fjölgaði íbúum á þessu árabili um 3,8%! Það er ömurlegt að vita til þess að á 7 ára valdatímabili Sjálfstæðisflokksins hér í Hafnarfirði er þetta niðustaðan. Grútmáttlaus skipulagsstefna og framtaksleysi þeirra er hrópandi. Þeir hafa haft formennsku í Skipulags- og byggingarráði öll þessi ár. Þeirra er svo sannarlega ábyrgðin. Lengi getur vont versnað! En lengi getur vont versnað. Nú er svo komið að bæjarbúum fækkaði á milli ára, frá árinu 2020 til ársins 2021. Í fyrsta skipti í marga áratugi. Fram kemur í nýjum tölum á vef Þjóðskrár að íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um 154 frá 1. desember síðastliðnum fram til 1. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 981. Eins hefur íbúum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ einnig fjölgað um nokkur hundruð. Allt öðrum að kenna! Sjálfstæðismenn hafa reynt að verja aðgerðarleysi sitt og fólksflótta úr bænum. Þeir sjá ekki eigið getuleysi í þessum málaflokki og kenna því öllu öðru um.Meðal annars því að flutningslínur rafmagns hafi tafið uppbyggingu í Skarðshlíð, Hamranesi og jafnvel í Áslandi 4 og 5 sem er æði langsótt og ekkert annað en veikluleg tilraun til að tala sig frá eigin veikleikum í skipulagsmálum. Við áætlanir þeirra um þéttingu byggðar hafa þeir talað um það hversu illa skipulagslög hafa leikið þá og eins þykir þeim íbúalýðræði þvælast fyrir. Og svo auðvitað hefur minnihlutinn verið til trafala. Alltaf hreint með bölvað vesen og tefja fyrir öllu. Allt þetta dæmir sig sjálft og undirstrikar veikleika þeirra þegar kemur að stjórn skipulags- og byggingarmála í bænum. Það er ljóst og engum um að kenna öðrum en þeim sjálfum! Grátleg staða er á ábyrgð þeirra! Það skyldi þau ekki vera að fleira komi til sem skýri fólksflótta úr Hafnarfirði. Forsvarsmenn núverandi meirihluta hafa reynt að tala bæinn upp en því miður hefur það verið mjóróma rödd. Ungt fólk flytur úr bænum í leit að betra samfélagi þar sem betur er stutt við t.d. barnafjölskyldur og þar sem húsnæði er til staðar sem hentar þeim og þeirra kröfum.Ábyrgðin er á hendi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar á grátlegri stöðu og fólksflótta úr bænum. Það er vonandi að kjósendur gefi meirihlutanum rauða spjaldið í næstu kosningum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga svo miklu betra skilið. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er engin djörfung né skýr framtíðarsýn þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði undir stjórn núverandi meirihluta. Síðustu 7 ár hefur ládeyða og skortur á sóknarhug í skipulags- og byggingarmálum verið einkennandi á tíma meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Lítil sem engin fjölgun hefur átt sér stað síðan 2016 Alls staðar í nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskyldu fjölgaði íbúum svo jafnvel skipti tugum prósenta á tímabilinu 2016 – 2021. Innan höfuðborgarsvæðisins er fjölgunin mest í Mosfellsbæ, eða 34,2%. Þar búa nú 12.880 manns. Raunar hefur ekkert sveitarfélag með fleiri en þúsund íbúa vaxið eins og Mosfellsbær á tímabilinu. Í Reykjavík búa 134.000 manns og hefur íbúum fjölgað um 9,1% á tímabilinu.En í Hafnarfirði fjölgaði íbúum á þessu árabili um 3,8%! Það er ömurlegt að vita til þess að á 7 ára valdatímabili Sjálfstæðisflokksins hér í Hafnarfirði er þetta niðustaðan. Grútmáttlaus skipulagsstefna og framtaksleysi þeirra er hrópandi. Þeir hafa haft formennsku í Skipulags- og byggingarráði öll þessi ár. Þeirra er svo sannarlega ábyrgðin. Lengi getur vont versnað! En lengi getur vont versnað. Nú er svo komið að bæjarbúum fækkaði á milli ára, frá árinu 2020 til ársins 2021. Í fyrsta skipti í marga áratugi. Fram kemur í nýjum tölum á vef Þjóðskrár að íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um 154 frá 1. desember síðastliðnum fram til 1. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 981. Eins hefur íbúum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ einnig fjölgað um nokkur hundruð. Allt öðrum að kenna! Sjálfstæðismenn hafa reynt að verja aðgerðarleysi sitt og fólksflótta úr bænum. Þeir sjá ekki eigið getuleysi í þessum málaflokki og kenna því öllu öðru um.Meðal annars því að flutningslínur rafmagns hafi tafið uppbyggingu í Skarðshlíð, Hamranesi og jafnvel í Áslandi 4 og 5 sem er æði langsótt og ekkert annað en veikluleg tilraun til að tala sig frá eigin veikleikum í skipulagsmálum. Við áætlanir þeirra um þéttingu byggðar hafa þeir talað um það hversu illa skipulagslög hafa leikið þá og eins þykir þeim íbúalýðræði þvælast fyrir. Og svo auðvitað hefur minnihlutinn verið til trafala. Alltaf hreint með bölvað vesen og tefja fyrir öllu. Allt þetta dæmir sig sjálft og undirstrikar veikleika þeirra þegar kemur að stjórn skipulags- og byggingarmála í bænum. Það er ljóst og engum um að kenna öðrum en þeim sjálfum! Grátleg staða er á ábyrgð þeirra! Það skyldi þau ekki vera að fleira komi til sem skýri fólksflótta úr Hafnarfirði. Forsvarsmenn núverandi meirihluta hafa reynt að tala bæinn upp en því miður hefur það verið mjóróma rödd. Ungt fólk flytur úr bænum í leit að betra samfélagi þar sem betur er stutt við t.d. barnafjölskyldur og þar sem húsnæði er til staðar sem hentar þeim og þeirra kröfum.Ábyrgðin er á hendi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar á grátlegri stöðu og fólksflótta úr bænum. Það er vonandi að kjósendur gefi meirihlutanum rauða spjaldið í næstu kosningum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga svo miklu betra skilið. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun