Ég á vin... María Rut Kristinsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11. Ég fer því vandræðalega oft í búðina til þess að sækja mér eitthvað að snarla og á þessum árum höfum við orðið vinir. Spjallað um daginn og veginn og kynnst. Á laugardaginn sendi Sayed mér skilaboð. Heimabærinn hans, þar sem fjölskyldan hans býr hafði fallið og hann sat heima hjá sér, dauðhræddur um ástandið í heimalandinu sínu. Hann sagði mér þá að Talíbanar hefðu gefið það út að öll heimili með stúlkum á aldrinum 12-20 ára ættu að setja flagg á húsið sitt svo þeir gætu sótt þær og gift þær. Ef íbúar hlýddu ekki og þeir kæmust að því, þá yrðu þau drepin og allar eigur þeirra teknar. Í fjölskyldu Sayed eru þrjár stelpur á þessum aldri, tvær frænkur og svo systir hans sem reyndar var skotin þrisvar í fótinn fyrir fáeinum árum. Allt vegna þess að fjölskyldan hans hefur verið mjög pólitísk og hávær í andstöðu sinni við Talíbana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að standa frammi fyrir þessu, algjörlega varnarlaus. Eða nei. Við getum það reyndar ekki. Ekkert okkar getur sett okkur í þessi spor. Hins vegar getum við hjálpað. Pólitísk ákvörðun Yfirtaka Talíbana á Afganistan er reiðaslag fyrir jaðarsetta hópa, konur, hinseginfólk og aðra minnihlutahópa. En líka fyrir þá sem ekki hafa stutt við þá öfga sem Talíbanar boða. Pólitískt og í aktívisma. Fólk er í lífshættu og þó svo að vestrænir fjölmiðlar fjalli um að Talíbanar hafi lofað að gera betur og vera mannúðlegri. Þá er það ekkert annað en yfirskyn. Fókusinn er á Kabúl. Þeir leika góða kallinn þar. Á sama tíma eru þeir í heimabæ Sayeds að ræna ungum stúlkum frá fjölskyldum sínum. Þar sem kastljós vestrænna fjölmiðla skín ekki svo skært. En þetta veit Sayed því hann þekkir sitt svæði og talar við sína fjölskyldu. Það er pólitísk ákvörðun að vernda þessa hópa. Hér á Íslandi er nægt pláss og við getum gert miklu betur þegar það kemur að því að taka á móti fólki í neyð. Útlendingastefna núverandi stjórnvalda hefur því miður ekkert breyst á síðastliðnu kjörtímabili. Við búum við mjög þröngt regluverk og ómannúðlega nálgun í þeim málefnum. Því miður. Og það er líka pólitísk ákvörðun dómsmálaráðherra að hrófla ekkert við því. En kvótaflóttafólkskerfið er mun opnara. Þá taka íslensk stjórnvöld ákvörðun um að veita fólki hæli án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka þá pólitísku ákvörðun að veita Afgönskum fjölskyldum sem eiga í hættu á ofsóknum vegna jaðarsetningar í samfélaginu vernd frá þeim hörmunum sem eiga sér stað í heimalandi þeirra. Sá bolti liggur hjá Ásmundi Einari, félagsmálaráðherra. En munið – það er líka pólitísk ákvörðun að gera ekki neitt. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir áskorunina hans Sayed sem þrýstir á íslensk stjórnvöld að aðhafast en hana má finna hér. Svo hvet ég ykkur til að kjósa flokka sem hafa mannúðlega nálgun í forgrunni í þessum mikilvæga málaflokki. Þá fyrst breytist kerfið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11. Ég fer því vandræðalega oft í búðina til þess að sækja mér eitthvað að snarla og á þessum árum höfum við orðið vinir. Spjallað um daginn og veginn og kynnst. Á laugardaginn sendi Sayed mér skilaboð. Heimabærinn hans, þar sem fjölskyldan hans býr hafði fallið og hann sat heima hjá sér, dauðhræddur um ástandið í heimalandinu sínu. Hann sagði mér þá að Talíbanar hefðu gefið það út að öll heimili með stúlkum á aldrinum 12-20 ára ættu að setja flagg á húsið sitt svo þeir gætu sótt þær og gift þær. Ef íbúar hlýddu ekki og þeir kæmust að því, þá yrðu þau drepin og allar eigur þeirra teknar. Í fjölskyldu Sayed eru þrjár stelpur á þessum aldri, tvær frænkur og svo systir hans sem reyndar var skotin þrisvar í fótinn fyrir fáeinum árum. Allt vegna þess að fjölskyldan hans hefur verið mjög pólitísk og hávær í andstöðu sinni við Talíbana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að standa frammi fyrir þessu, algjörlega varnarlaus. Eða nei. Við getum það reyndar ekki. Ekkert okkar getur sett okkur í þessi spor. Hins vegar getum við hjálpað. Pólitísk ákvörðun Yfirtaka Talíbana á Afganistan er reiðaslag fyrir jaðarsetta hópa, konur, hinseginfólk og aðra minnihlutahópa. En líka fyrir þá sem ekki hafa stutt við þá öfga sem Talíbanar boða. Pólitískt og í aktívisma. Fólk er í lífshættu og þó svo að vestrænir fjölmiðlar fjalli um að Talíbanar hafi lofað að gera betur og vera mannúðlegri. Þá er það ekkert annað en yfirskyn. Fókusinn er á Kabúl. Þeir leika góða kallinn þar. Á sama tíma eru þeir í heimabæ Sayeds að ræna ungum stúlkum frá fjölskyldum sínum. Þar sem kastljós vestrænna fjölmiðla skín ekki svo skært. En þetta veit Sayed því hann þekkir sitt svæði og talar við sína fjölskyldu. Það er pólitísk ákvörðun að vernda þessa hópa. Hér á Íslandi er nægt pláss og við getum gert miklu betur þegar það kemur að því að taka á móti fólki í neyð. Útlendingastefna núverandi stjórnvalda hefur því miður ekkert breyst á síðastliðnu kjörtímabili. Við búum við mjög þröngt regluverk og ómannúðlega nálgun í þeim málefnum. Því miður. Og það er líka pólitísk ákvörðun dómsmálaráðherra að hrófla ekkert við því. En kvótaflóttafólkskerfið er mun opnara. Þá taka íslensk stjórnvöld ákvörðun um að veita fólki hæli án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka þá pólitísku ákvörðun að veita Afgönskum fjölskyldum sem eiga í hættu á ofsóknum vegna jaðarsetningar í samfélaginu vernd frá þeim hörmunum sem eiga sér stað í heimalandi þeirra. Sá bolti liggur hjá Ásmundi Einari, félagsmálaráðherra. En munið – það er líka pólitísk ákvörðun að gera ekki neitt. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir áskorunina hans Sayed sem þrýstir á íslensk stjórnvöld að aðhafast en hana má finna hér. Svo hvet ég ykkur til að kjósa flokka sem hafa mannúðlega nálgun í forgrunni í þessum mikilvæga málaflokki. Þá fyrst breytist kerfið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun