Sáttmáli við hin óbornu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. ágúst 2021 12:54 Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu. Við tölum um húsnæðismálin, barnabæturnar, fæðingarorlofið ... við tölum um kjör og aðbúnað eldra fólks: þessi gömlu góðu baráttumál jafnaðarmanna, sem þeim hefur tekist að þoka áfram í rétta átt þessar fimmtán mínútur í senn sem þeir hafa komist að við landstjórnina án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar neitunarvald. Og við tölum um loftslagsmálin. Þau eru nefnilega líka málefni fjölskyldunnar, málefni okkar hér og nú, ekki einhverra annarra og ekki einhver staðar í fjarskanum. Þau snerta okkur því loftslagsbreytingar af mannavöldum gerast nú í rauntíma, eins og öfgar í veðurfari vitna um. Þau snerta þá afkomendur okkar og fjölskyldumeðlimi sem enn eru ófæddir. Við þurfum að gera sáttmála við þau. Ef við gerum það ekki verður arfleifð okkar sú að hafa brugðist þeim. Við getum ekki samið við náttúruöflin. Ef við röskum loftslaginu, veðrakerfinu og hafið súrnar er engin önnur leið sem dugar en að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Klukkan tifar. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu í þessum málum og raunhæfa. Hún er meira að segja svo raunhæf og góð að Vinstri græn tóku hana upp um daginn og gerðu að sinni – gott hjá þeim – færðust frá fyrri markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 um 29% og upp í 60% eins og Samfylkingin hafði þá þegar kynnt. Munurinn á okkur og Vg í þessu er hins vegar sá að þau telja að þessum markmiðum verði náð fram með Sjálfstæðisflokkinn við völd en okkur í Samfó langar að leiða saman þau og aðra umbótaflokka og mynda ríkisstjórn um loftslagsmálin og önnur þjóðþrifamál – önnur fjölskyldumál. Hvorki formaður Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins hafa tekið undir fyrirheit Forsætisráðherra um 40% samdrátt – hvað þá 60%. Við höfum talað um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Raunhæfar aðgerðir sem hægt er að ráðast í ef viiljinn er fyrir hendi. Og við höfum sett fram markmið okkar í tíu liðum: í fyrsta lagi ætlum við að lögfesta að minnsta kosti 60% samdrátt í losun gróðurhúsaloftttegunda fyrir árið 2030, miðað við 2005 og tryggja fjármagn í þá umbreytingu svo hún verði réttlát og sjálfbær og skilvirk. Við ætlum að flýta borgarlínu og byggja upp raunverulegar almenningssamgöngur. Alltof lengi höfum við litið á almenningssamgöngur sem neyðarbrauð en ekki sjálfsögð réttindi og flottan kost fyrir nútímafólk vill komast fljótt og vel milli staða. Við ætlum líka að gera hjólreiðar enn fýsilegri kost um allt land, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í því að fólk nýti sér þennan holla og skemmtilega farkost. Við ætlum að ráðast í umbætur á landbúnaðarkerfinu, ekki til að draga úr stuðningi við bændur heldur til að skapa hvata til að snúa sér að umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum hætta að skilyrða styrki við framleiðslu á kjöti og mjólk og ýta frekar undir og styðja loftslagsverkefni, kolefnisbindingu með breyttri landnotkun, endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt þar sem hún á við. Við ætlum að banna notkun og flutninga á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands. Við ætlum að rafvæða hafnirnar og banna olíuborun í íslenskri efnahagslögsögu. Við ætlum að styðja við tæknilausnir og hugvit sem beinist að kolefnisföngun og kolefnisförgun – styrkja nýsköpun á borð við Carbfix. Og við ætlum að hafa hátt á alþjóðavettvangi, sem land grænnar orku, sem ætlast til þess af öðrum þjóðum að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannkyni og lífríki Jarðar úr þeim bráðavanda sem blasir við að mati vísindamanna. Þá verðum við líka að gera allt sem í okkar valdi stendur. Sumt af því kann að vera bölvað vesen, og kann að líta út sem fórnir, þó að ég sé sannfærður um að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett og ótal lausnir séu til þó að þær hafi enn ekki verið fundnar – enn ekki fæðst, frekar en þeir fjölskyldumeðlimir okkar sem munu þurfa að súpa seyðið af dáðleysi okkar ef við leggjumst ekki á eitt núna. Því það er ekki um annað að ræða en að taka höndum saman og gera sáttmála við hin óbornu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu. Við tölum um húsnæðismálin, barnabæturnar, fæðingarorlofið ... við tölum um kjör og aðbúnað eldra fólks: þessi gömlu góðu baráttumál jafnaðarmanna, sem þeim hefur tekist að þoka áfram í rétta átt þessar fimmtán mínútur í senn sem þeir hafa komist að við landstjórnina án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar neitunarvald. Og við tölum um loftslagsmálin. Þau eru nefnilega líka málefni fjölskyldunnar, málefni okkar hér og nú, ekki einhverra annarra og ekki einhver staðar í fjarskanum. Þau snerta okkur því loftslagsbreytingar af mannavöldum gerast nú í rauntíma, eins og öfgar í veðurfari vitna um. Þau snerta þá afkomendur okkar og fjölskyldumeðlimi sem enn eru ófæddir. Við þurfum að gera sáttmála við þau. Ef við gerum það ekki verður arfleifð okkar sú að hafa brugðist þeim. Við getum ekki samið við náttúruöflin. Ef við röskum loftslaginu, veðrakerfinu og hafið súrnar er engin önnur leið sem dugar en að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Klukkan tifar. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu í þessum málum og raunhæfa. Hún er meira að segja svo raunhæf og góð að Vinstri græn tóku hana upp um daginn og gerðu að sinni – gott hjá þeim – færðust frá fyrri markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 um 29% og upp í 60% eins og Samfylkingin hafði þá þegar kynnt. Munurinn á okkur og Vg í þessu er hins vegar sá að þau telja að þessum markmiðum verði náð fram með Sjálfstæðisflokkinn við völd en okkur í Samfó langar að leiða saman þau og aðra umbótaflokka og mynda ríkisstjórn um loftslagsmálin og önnur þjóðþrifamál – önnur fjölskyldumál. Hvorki formaður Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins hafa tekið undir fyrirheit Forsætisráðherra um 40% samdrátt – hvað þá 60%. Við höfum talað um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Raunhæfar aðgerðir sem hægt er að ráðast í ef viiljinn er fyrir hendi. Og við höfum sett fram markmið okkar í tíu liðum: í fyrsta lagi ætlum við að lögfesta að minnsta kosti 60% samdrátt í losun gróðurhúsaloftttegunda fyrir árið 2030, miðað við 2005 og tryggja fjármagn í þá umbreytingu svo hún verði réttlát og sjálfbær og skilvirk. Við ætlum að flýta borgarlínu og byggja upp raunverulegar almenningssamgöngur. Alltof lengi höfum við litið á almenningssamgöngur sem neyðarbrauð en ekki sjálfsögð réttindi og flottan kost fyrir nútímafólk vill komast fljótt og vel milli staða. Við ætlum líka að gera hjólreiðar enn fýsilegri kost um allt land, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í því að fólk nýti sér þennan holla og skemmtilega farkost. Við ætlum að ráðast í umbætur á landbúnaðarkerfinu, ekki til að draga úr stuðningi við bændur heldur til að skapa hvata til að snúa sér að umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum hætta að skilyrða styrki við framleiðslu á kjöti og mjólk og ýta frekar undir og styðja loftslagsverkefni, kolefnisbindingu með breyttri landnotkun, endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt þar sem hún á við. Við ætlum að banna notkun og flutninga á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands. Við ætlum að rafvæða hafnirnar og banna olíuborun í íslenskri efnahagslögsögu. Við ætlum að styðja við tæknilausnir og hugvit sem beinist að kolefnisföngun og kolefnisförgun – styrkja nýsköpun á borð við Carbfix. Og við ætlum að hafa hátt á alþjóðavettvangi, sem land grænnar orku, sem ætlast til þess af öðrum þjóðum að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannkyni og lífríki Jarðar úr þeim bráðavanda sem blasir við að mati vísindamanna. Þá verðum við líka að gera allt sem í okkar valdi stendur. Sumt af því kann að vera bölvað vesen, og kann að líta út sem fórnir, þó að ég sé sannfærður um að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett og ótal lausnir séu til þó að þær hafi enn ekki verið fundnar – enn ekki fæðst, frekar en þeir fjölskyldumeðlimir okkar sem munu þurfa að súpa seyðið af dáðleysi okkar ef við leggjumst ekki á eitt núna. Því það er ekki um annað að ræða en að taka höndum saman og gera sáttmála við hin óbornu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun