Fótbolti

Griezmann á leið aftur til Atlético Madrid

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Antoine Griezmann í leik með Atlético Madrid, en hann lék með félaginu frá 2014 til 2019.
Antoine Griezmann í leik með Atlético Madrid, en hann lék með félaginu frá 2014 til 2019. Quality Sport Images/Getty Images

Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann er á leið til Atlético Madrid frá Barcelona. Hann gekk til liðs við Börsunga frá Atlético Madrid fyrir tveimur árum.

Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu á Twitter síðu sinni, en það eru fáir sem þekkja leikmannamarkaðinn jafn vel og hann.

Samkvæmt hans heimildum skrifar Griezmann undir lánssamning sem gildir til sumarsins 2022, með möguleika fyrir félagið að kaupa sinn gamla liðsfélaga fyrir 40 milljónir evra.

Griezmann gekk í raðir Barcelona frá Atlético Madrid árið 2019, en hann hafði þá verið í fimm ár í herbúðum Madrídarliðsins. Á þeim tíma spilaði hann 180 deildarleiki og skoraði í þeim 94 mörk.

Tími hans hjá Barcelona hefur hinsvegar ekki verið eins glæstur. Hann hefur aðeins skorað 22 mörk í 74 deildarleikjum. Griezmann er einn launahæsti leikmaður félagsins sem er í miklum fjárhagsvandræðum og er það talin ástæða þess að Börsungar hafa ákveðið að losa sig við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×