Raunhæfar lausnir gegn loftslagsvá til framtíðar Elín Björk Jónasdóttir og Sigurður Loftur Thorlacius skrifa 2. september 2021 19:30 Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Við sjáum hitamet falla svo um munar á hverju ári og loftslagsflóttamönnum fjölgar. Það er orðið ljóst að loftslagsvá vofir ekki einungis yfir kynslóðum framtíðar heldur ógnar hún okkur í dag, hér og nú. Sporna þarf við henni með öllum tiltækum ráðum því líf og farsæld okkar allra veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Með fyrsta hluta sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem kom út í byrjun ágúst er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug, jafnvel fyrr. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni, sem gerir ráð fyrir mjög hröðum samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná hlýnun aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Í þessari sviðsmynd dregur öll heimsbyggðin úr losun um 50% fyrir 2035, nær kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og nær fyrir lok aldarinnar upp bindingu sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Við þurfum að taka okkur verulega á, á öllum vígstöðvum, ef sú sviðsmynd á að rætast. Verkefnið er stórt en þó ekki óyfirstíganlegt. Á Íslandi þarf að fasa út allt jarðefnaeldsneyti með orkuskiptum í iðnaði og í samgöngum á láði, legi og í lofti. Endurheimta þarf votlendi og vistkerfi á gríðarstórum skala, sem og að auka skógrækt og landgræðslu. Í nýsamþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á metnaðarfull en raunhæf markmið og róttækar aðgerðir með jöfnuð að leiðarljósi. Ísland á að setja sér sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 2005 og leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni. Efla þarf stjórnsýslu loftslagsmála og byggja aðgerðir á samvinnu hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Auka þarf stuðning við rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar tækni. Efla þarf almenningssamgöngur á landinu öllu, flýta banni á nýskráningu bensín- og dísilbíla og lögfesta bann við olíuleit. Nota þarf bæði ívilnanir og kolefnisgjöld en tryggja á sama tíma réttlát umskipti, að aðgerðir bitni ekki hlutfallslega meira á efnaminna fólki. Auka þarf stuðning við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá með jöfnuð að leiðarljósi. Öll heimsbyggðin þarf að ná kolefnishlutleysi en ekki er réttlætanlegt að hamla hagvexti og aukningu lífsgæða í þróunarríkjum því skaðinn sem loftslagið hefur hlotið er að mestu af völdum þróaðra ríkja. Vandinn er margþættur og engar töfralausnir eru til staðar. Talsvert hefur áunnist í loftslagsmálum á yfirstandandi kjörtímabili. Í fyrsta sinn var gefin út fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hún síðan uppfærð. Nú er ljóst að við verðum að gera ennþá meira og vinna ennþá hraðar. Það skiptir máli hver stjórnar og loftslagsmálin eru í forgangi hjá Vinstri grænum, nú sem endranær. Með nýrri stefnu höfum við aukið metnaðinn enn frekar því okkur ber að bregðast við loftslagsvá með afdráttarlausum hætti. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og í 8. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur og fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, er í 11. sæti á sama lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Við sjáum hitamet falla svo um munar á hverju ári og loftslagsflóttamönnum fjölgar. Það er orðið ljóst að loftslagsvá vofir ekki einungis yfir kynslóðum framtíðar heldur ógnar hún okkur í dag, hér og nú. Sporna þarf við henni með öllum tiltækum ráðum því líf og farsæld okkar allra veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Með fyrsta hluta sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem kom út í byrjun ágúst er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug, jafnvel fyrr. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni, sem gerir ráð fyrir mjög hröðum samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná hlýnun aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Í þessari sviðsmynd dregur öll heimsbyggðin úr losun um 50% fyrir 2035, nær kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og nær fyrir lok aldarinnar upp bindingu sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Við þurfum að taka okkur verulega á, á öllum vígstöðvum, ef sú sviðsmynd á að rætast. Verkefnið er stórt en þó ekki óyfirstíganlegt. Á Íslandi þarf að fasa út allt jarðefnaeldsneyti með orkuskiptum í iðnaði og í samgöngum á láði, legi og í lofti. Endurheimta þarf votlendi og vistkerfi á gríðarstórum skala, sem og að auka skógrækt og landgræðslu. Í nýsamþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á metnaðarfull en raunhæf markmið og róttækar aðgerðir með jöfnuð að leiðarljósi. Ísland á að setja sér sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 2005 og leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni. Efla þarf stjórnsýslu loftslagsmála og byggja aðgerðir á samvinnu hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Auka þarf stuðning við rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar tækni. Efla þarf almenningssamgöngur á landinu öllu, flýta banni á nýskráningu bensín- og dísilbíla og lögfesta bann við olíuleit. Nota þarf bæði ívilnanir og kolefnisgjöld en tryggja á sama tíma réttlát umskipti, að aðgerðir bitni ekki hlutfallslega meira á efnaminna fólki. Auka þarf stuðning við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá með jöfnuð að leiðarljósi. Öll heimsbyggðin þarf að ná kolefnishlutleysi en ekki er réttlætanlegt að hamla hagvexti og aukningu lífsgæða í þróunarríkjum því skaðinn sem loftslagið hefur hlotið er að mestu af völdum þróaðra ríkja. Vandinn er margþættur og engar töfralausnir eru til staðar. Talsvert hefur áunnist í loftslagsmálum á yfirstandandi kjörtímabili. Í fyrsta sinn var gefin út fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hún síðan uppfærð. Nú er ljóst að við verðum að gera ennþá meira og vinna ennþá hraðar. Það skiptir máli hver stjórnar og loftslagsmálin eru í forgangi hjá Vinstri grænum, nú sem endranær. Með nýrri stefnu höfum við aukið metnaðinn enn frekar því okkur ber að bregðast við loftslagsvá með afdráttarlausum hætti. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og í 8. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur og fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, er í 11. sæti á sama lista.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun