Raunhæfar lausnir gegn loftslagsvá til framtíðar Elín Björk Jónasdóttir og Sigurður Loftur Thorlacius skrifa 2. september 2021 19:30 Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Við sjáum hitamet falla svo um munar á hverju ári og loftslagsflóttamönnum fjölgar. Það er orðið ljóst að loftslagsvá vofir ekki einungis yfir kynslóðum framtíðar heldur ógnar hún okkur í dag, hér og nú. Sporna þarf við henni með öllum tiltækum ráðum því líf og farsæld okkar allra veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Með fyrsta hluta sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem kom út í byrjun ágúst er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug, jafnvel fyrr. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni, sem gerir ráð fyrir mjög hröðum samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná hlýnun aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Í þessari sviðsmynd dregur öll heimsbyggðin úr losun um 50% fyrir 2035, nær kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og nær fyrir lok aldarinnar upp bindingu sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Við þurfum að taka okkur verulega á, á öllum vígstöðvum, ef sú sviðsmynd á að rætast. Verkefnið er stórt en þó ekki óyfirstíganlegt. Á Íslandi þarf að fasa út allt jarðefnaeldsneyti með orkuskiptum í iðnaði og í samgöngum á láði, legi og í lofti. Endurheimta þarf votlendi og vistkerfi á gríðarstórum skala, sem og að auka skógrækt og landgræðslu. Í nýsamþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á metnaðarfull en raunhæf markmið og róttækar aðgerðir með jöfnuð að leiðarljósi. Ísland á að setja sér sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 2005 og leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni. Efla þarf stjórnsýslu loftslagsmála og byggja aðgerðir á samvinnu hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Auka þarf stuðning við rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar tækni. Efla þarf almenningssamgöngur á landinu öllu, flýta banni á nýskráningu bensín- og dísilbíla og lögfesta bann við olíuleit. Nota þarf bæði ívilnanir og kolefnisgjöld en tryggja á sama tíma réttlát umskipti, að aðgerðir bitni ekki hlutfallslega meira á efnaminna fólki. Auka þarf stuðning við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá með jöfnuð að leiðarljósi. Öll heimsbyggðin þarf að ná kolefnishlutleysi en ekki er réttlætanlegt að hamla hagvexti og aukningu lífsgæða í þróunarríkjum því skaðinn sem loftslagið hefur hlotið er að mestu af völdum þróaðra ríkja. Vandinn er margþættur og engar töfralausnir eru til staðar. Talsvert hefur áunnist í loftslagsmálum á yfirstandandi kjörtímabili. Í fyrsta sinn var gefin út fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hún síðan uppfærð. Nú er ljóst að við verðum að gera ennþá meira og vinna ennþá hraðar. Það skiptir máli hver stjórnar og loftslagsmálin eru í forgangi hjá Vinstri grænum, nú sem endranær. Með nýrri stefnu höfum við aukið metnaðinn enn frekar því okkur ber að bregðast við loftslagsvá með afdráttarlausum hætti. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og í 8. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur og fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, er í 11. sæti á sama lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli. Við sjáum hitamet falla svo um munar á hverju ári og loftslagsflóttamönnum fjölgar. Það er orðið ljóst að loftslagsvá vofir ekki einungis yfir kynslóðum framtíðar heldur ógnar hún okkur í dag, hér og nú. Sporna þarf við henni með öllum tiltækum ráðum því líf og farsæld okkar allra veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Með fyrsta hluta sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem kom út í byrjun ágúst er nú orðið ljóst að hnattræn hlýnun mun ná 1,5°C eftir um það bil áratug, jafnvel fyrr. Aðeins í róttækustu sviðsmyndinni, sem gerir ráð fyrir mjög hröðum samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda, yrði yfirskotið ekki mikið og við myndum ná hlýnun aftur undir 1,5°C fyrir aldarlok. Í þessari sviðsmynd dregur öll heimsbyggðin úr losun um 50% fyrir 2035, nær kolefnishlutleysi rétt eftir 2050 og nær fyrir lok aldarinnar upp bindingu sem nemur 1/3 af heimslosuninni í dag. Við þurfum að taka okkur verulega á, á öllum vígstöðvum, ef sú sviðsmynd á að rætast. Verkefnið er stórt en þó ekki óyfirstíganlegt. Á Íslandi þarf að fasa út allt jarðefnaeldsneyti með orkuskiptum í iðnaði og í samgöngum á láði, legi og í lofti. Endurheimta þarf votlendi og vistkerfi á gríðarstórum skala, sem og að auka skógrækt og landgræðslu. Í nýsamþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á metnaðarfull en raunhæf markmið og róttækar aðgerðir með jöfnuð að leiðarljósi. Ísland á að setja sér sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 2005 og leggja mun meira fjármagn í aðgerðir gegn loftslagsvánni. Efla þarf stjórnsýslu loftslagsmála og byggja aðgerðir á samvinnu hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Auka þarf stuðning við rannsóknir og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar tækni. Efla þarf almenningssamgöngur á landinu öllu, flýta banni á nýskráningu bensín- og dísilbíla og lögfesta bann við olíuleit. Nota þarf bæði ívilnanir og kolefnisgjöld en tryggja á sama tíma réttlát umskipti, að aðgerðir bitni ekki hlutfallslega meira á efnaminna fólki. Auka þarf stuðning við þróunarríki til aðlögunar og aðgerða gegn loftslagsvá með jöfnuð að leiðarljósi. Öll heimsbyggðin þarf að ná kolefnishlutleysi en ekki er réttlætanlegt að hamla hagvexti og aukningu lífsgæða í þróunarríkjum því skaðinn sem loftslagið hefur hlotið er að mestu af völdum þróaðra ríkja. Vandinn er margþættur og engar töfralausnir eru til staðar. Talsvert hefur áunnist í loftslagsmálum á yfirstandandi kjörtímabili. Í fyrsta sinn var gefin út fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og hún síðan uppfærð. Nú er ljóst að við verðum að gera ennþá meira og vinna ennþá hraðar. Það skiptir máli hver stjórnar og loftslagsmálin eru í forgangi hjá Vinstri grænum, nú sem endranær. Með nýrri stefnu höfum við aukið metnaðinn enn frekar því okkur ber að bregðast við loftslagsvá með afdráttarlausum hætti. Það skuldum við okkur sjálfum, börnum okkar og komandi kynslóðum. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur og í 8. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur og fulltrúi ungs fólks í Loftslagsráði, er í 11. sæti á sama lista.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar