Að kjósa framtíð Snæbjörn Guðmundsson skrifar 8. september 2021 10:00 Hinn 9. ágúst síðastliðinn kom út drungaleg loftslagsskýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, lýsti henni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið; ef blaðinu yrði ekki strax snúið við væru milljarðar manna í bráðri hættu af völdum óafturkræfra loftslagsbreytinga. Stór orð en fyllilega réttlætanleg. Ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið kunnar í áratugi án þess að til nokkurra raunverulegra aðgerða hafi verið gripið. Á Íslandi hafa loftslags- og umhverfismál hingað til vart ratað á blað sem aðalatriði í kosningum. Sagan mun ekki fara fögrum orðum um þær kynslóðir sem kjósa að hunsa áfram þessi allra mikilvægustu mál okkar tíma. Við höfum enn tíma en núna er að renna upp síðasta augnablik mannkyns til að sveigja af óheillabraut loftslagshamfara, þaðan sem ekki verður aftur snúið. Sem betur fer eru nú flokkar á nánast öllu rófi íslenskra stjórnmála sem átta sig á því að loftslags- og umhverfismál varða grunnstoðir samfélagsins. Fyrir komandi kosningar ætti því fyrst og fremst að skipta flokkum eftir viðhorfi og stefnu í þessum málum. Aðrir hefðbundnir ásar stjórnmálanna, þar sem flokkum er til dæmis skipt til vinstri eða hægri, fylgja þar á eftir. Framtíðarhorfur í umhverfismálum eru einfaldlega svo uggvænlegar að án róttækra viðhorfsbreytinga og aðgerða þegar í stað munu hefðbundnir ásar stjórnmálanna hvort eð er litlu skipta þegar undirstöðum samfélagsins verður kippt undan okkur. Í þessu ljósi er það hlutverk okkar kjósenda að þrýsta strax á og gera umhverfis- og loftslagsmál að forgangsatriði í kosningunum sem fram undan eru. Eina leiðin til þess er að styðja opinberlega og kjósa flokka sem tekið hafa þessi mál upp á sína arma. Í einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á solin2021.is sést hvernig umhverfismál birtast í stefnuskrám flokkanna sem nú bjóða fram til Alþingis. Þá má á síðunni egkys.is kynnast áherslum stjórnmálaflokka í umhverfismálum og hvernig þeir nálgast náttúru- og loftslagsmál, meðal annars í svörum þeirra í Kosningavitanum. Greinar sem ritaðar hafa verið af frambjóðendum og viðtöl við þá gefa einnig býsna skýra mynd af því hvernig framboð til Alþingis skiptast skýrt og greinilega í tvær andstæðar blokkir í umhverfismálum. Annars vegar eru það flokkar sem eru framsýnir og þora að horfast í augu við það öngstræti sem blasir við mannkyninu, stöðu sem krefst algjörrar stefnubreytingar. Andstætt þessum flokkum eru hinir sem afneita vandamálinu, vinna jafnvel beinlínis gegn framtíð þeirra ungu og ófæddu kynslóða sem munu þurfa að takast á við nánast óyfirstíganleg vandamál ef ekki verður sveigt af braut nú þegar. Þegar litið er yfir sviðið með heildstæðum og raunsæjum hætti skiptast þeir tíu flokkar sem bjóða fram í komandi kosningum í tvo nánast andstæða hópa í umhverfis- og loftslagsmálum: * Framsýnu flokkarnir fimm, „umhverfisblokkin“ svokallaða: Píratar, Samfylkingin, Sósíalistaflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. * Afturhaldssömu flokkarnir fimm: Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er einfalt, trúverðugt og hlutlaust mat, byggt á stefnuskrám, framsetningu hvers flokks um sig og málflutningi frambjóðenda líkt og fyrr er rakið. Framsýnu flokkarnir fimm, sem eru þó margs konar og afar ólíkir innbyrðis hvað varðar mismunandi áherslur í umhverfismálum og önnur stefnumál, eiga það allir sameiginlegt að ræða endurtekið og opinskátt um umhverfismál, leggja áherslu á mikilvægi þeirra í stefnuskrám og hvetja til þess að fumlaust verði brugðist við loftslagsvánni. Afturhaldssömu flokkarnir ræða lítið eða helst ekki umhverfismál nema í besta falli til málamynda, gera lítið úr loftslagsvánni og leggja varla eða alls ekki til að framlög til loftslagsbaráttunnar verði aukin. Í huga greinarhöfundar er það skýlaus skylda núlifandi kynslóða að kjósa sér fulltrúa sem hugsa til nálægrar og fjarlægrar framtíðar, með náttúruna og velferð mannkyns alls staðar á jörðu í fyrirrúmi. Við stöndum á krossgötum og það verður sífellt erfiðara að snúa við blaðinu í umhverfismálum. Ef ekkert verður að gert blasa óviðráðanlegar loftslagshamfarir við. Loftslagsmál og náttúruvernd eru því algjört höfuðatriði í kosningunum fram undan. Óháð því hvar kjósendur standa að öðru leyti í litrófi stjórnmálanna er það skylda okkar að kjósa einhvern þeirra fimm flokka sem tilheyra umhverfisblokkinni. Atkvæði til hinna, þeirra flokka sem hafna stefnubreytingum í umhverfismálum eða láta sér fátt um finnast, er atkvæði gegn bjartari og lífvænlegri framtíð barnanna okkar. Með hverju atkvæði sem er greitt einhverjum af umhverfisflokkunum fimm eru skýr skilaboð send um að bregðast þurfi tafarlaust við loftslagsvánni. Um leið eru það skilaboð til yngri kynslóða um að þær skipti máli. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Snæbjörn Guðmundsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 9. ágúst síðastliðinn kom út drungaleg loftslagsskýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, lýsti henni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið; ef blaðinu yrði ekki strax snúið við væru milljarðar manna í bráðri hættu af völdum óafturkræfra loftslagsbreytinga. Stór orð en fyllilega réttlætanleg. Ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið kunnar í áratugi án þess að til nokkurra raunverulegra aðgerða hafi verið gripið. Á Íslandi hafa loftslags- og umhverfismál hingað til vart ratað á blað sem aðalatriði í kosningum. Sagan mun ekki fara fögrum orðum um þær kynslóðir sem kjósa að hunsa áfram þessi allra mikilvægustu mál okkar tíma. Við höfum enn tíma en núna er að renna upp síðasta augnablik mannkyns til að sveigja af óheillabraut loftslagshamfara, þaðan sem ekki verður aftur snúið. Sem betur fer eru nú flokkar á nánast öllu rófi íslenskra stjórnmála sem átta sig á því að loftslags- og umhverfismál varða grunnstoðir samfélagsins. Fyrir komandi kosningar ætti því fyrst og fremst að skipta flokkum eftir viðhorfi og stefnu í þessum málum. Aðrir hefðbundnir ásar stjórnmálanna, þar sem flokkum er til dæmis skipt til vinstri eða hægri, fylgja þar á eftir. Framtíðarhorfur í umhverfismálum eru einfaldlega svo uggvænlegar að án róttækra viðhorfsbreytinga og aðgerða þegar í stað munu hefðbundnir ásar stjórnmálanna hvort eð er litlu skipta þegar undirstöðum samfélagsins verður kippt undan okkur. Í þessu ljósi er það hlutverk okkar kjósenda að þrýsta strax á og gera umhverfis- og loftslagsmál að forgangsatriði í kosningunum sem fram undan eru. Eina leiðin til þess er að styðja opinberlega og kjósa flokka sem tekið hafa þessi mál upp á sína arma. Í einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á solin2021.is sést hvernig umhverfismál birtast í stefnuskrám flokkanna sem nú bjóða fram til Alþingis. Þá má á síðunni egkys.is kynnast áherslum stjórnmálaflokka í umhverfismálum og hvernig þeir nálgast náttúru- og loftslagsmál, meðal annars í svörum þeirra í Kosningavitanum. Greinar sem ritaðar hafa verið af frambjóðendum og viðtöl við þá gefa einnig býsna skýra mynd af því hvernig framboð til Alþingis skiptast skýrt og greinilega í tvær andstæðar blokkir í umhverfismálum. Annars vegar eru það flokkar sem eru framsýnir og þora að horfast í augu við það öngstræti sem blasir við mannkyninu, stöðu sem krefst algjörrar stefnubreytingar. Andstætt þessum flokkum eru hinir sem afneita vandamálinu, vinna jafnvel beinlínis gegn framtíð þeirra ungu og ófæddu kynslóða sem munu þurfa að takast á við nánast óyfirstíganleg vandamál ef ekki verður sveigt af braut nú þegar. Þegar litið er yfir sviðið með heildstæðum og raunsæjum hætti skiptast þeir tíu flokkar sem bjóða fram í komandi kosningum í tvo nánast andstæða hópa í umhverfis- og loftslagsmálum: * Framsýnu flokkarnir fimm, „umhverfisblokkin“ svokallaða: Píratar, Samfylkingin, Sósíalistaflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. * Afturhaldssömu flokkarnir fimm: Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er einfalt, trúverðugt og hlutlaust mat, byggt á stefnuskrám, framsetningu hvers flokks um sig og málflutningi frambjóðenda líkt og fyrr er rakið. Framsýnu flokkarnir fimm, sem eru þó margs konar og afar ólíkir innbyrðis hvað varðar mismunandi áherslur í umhverfismálum og önnur stefnumál, eiga það allir sameiginlegt að ræða endurtekið og opinskátt um umhverfismál, leggja áherslu á mikilvægi þeirra í stefnuskrám og hvetja til þess að fumlaust verði brugðist við loftslagsvánni. Afturhaldssömu flokkarnir ræða lítið eða helst ekki umhverfismál nema í besta falli til málamynda, gera lítið úr loftslagsvánni og leggja varla eða alls ekki til að framlög til loftslagsbaráttunnar verði aukin. Í huga greinarhöfundar er það skýlaus skylda núlifandi kynslóða að kjósa sér fulltrúa sem hugsa til nálægrar og fjarlægrar framtíðar, með náttúruna og velferð mannkyns alls staðar á jörðu í fyrirrúmi. Við stöndum á krossgötum og það verður sífellt erfiðara að snúa við blaðinu í umhverfismálum. Ef ekkert verður að gert blasa óviðráðanlegar loftslagshamfarir við. Loftslagsmál og náttúruvernd eru því algjört höfuðatriði í kosningunum fram undan. Óháð því hvar kjósendur standa að öðru leyti í litrófi stjórnmálanna er það skylda okkar að kjósa einhvern þeirra fimm flokka sem tilheyra umhverfisblokkinni. Atkvæði til hinna, þeirra flokka sem hafna stefnubreytingum í umhverfismálum eða láta sér fátt um finnast, er atkvæði gegn bjartari og lífvænlegri framtíð barnanna okkar. Með hverju atkvæði sem er greitt einhverjum af umhverfisflokkunum fimm eru skýr skilaboð send um að bregðast þurfi tafarlaust við loftslagsvánni. Um leið eru það skilaboð til yngri kynslóða um að þær skipti máli. Höfundur er jarðfræðingur.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun