Tæknivæðing starfa – Aukinn ójöfnuður, nema... Árni Múli Jónasson skrifar 8. september 2021 16:31 Um mitt ár 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um fjórðu iðnbyltinguna og var markmiðið með skipan nefndarinnar að „greina frá umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þessum breytingum“. Í skýrslu sem nefndin skilaði segir m.a.: „Nefnd um fjórðu iðnbyltinguna fékk aðstoð frá Hagstofu Íslands við að reikna út möguleg áhrif sjálfvirknivæðingar á grundvelli aðferðafræði OECD. Þær niðurstöður sýna að á Íslandi eru miklar líkur á að um 28% íslensks vinnumarkaðar verði fyrir verulegum breytingum eða að störf hverfi alveg vegna sjálfvirknivæðingar. Þetta eru um 54.000 einstaklingar á vinnumarkaði miðað við árið 2017 og svipar þessu hlutfalli til áætlaðra áhrifa tækniframfara annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig er því spáð að 58% starfa (rúmlega 113.000 einstaklingar) taki talsverðum breytingum vegna áhrifa tækni en aðeins 14% starfa (tæplega 27.000 einstaklingar) breytist lítið.“ Maður þarf ekki annað en að fara út í næsta stórmarkað til að sjá og finna að tæknivæðing starfa er þegar farin að hafa mjög mikil áhrif á störfin. Þeim fjölgar mjög hratt sem ákveða að afgreiða sig sjálfir í stað þess að láta starfsfólkið sjá um það. Og svona er tækniþróunin á mjög mörgum öðrum, sviðum, m.a. og ekki síst í sjávarútvegi og sú þróun er mjög hröð og mun verða það áfram. Eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna nýta þessa tækni til þess eins að draga úr launakostnaði og auka þannig arð sinn af rekstrinum og til að þurfa að deila enn minna af honum en áður með starfsfólkinu. Þannig fer, ef ekkert er að gert, meira og meira af gróðanum beint í vasa eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna. Stóra spurningin er því þessi: Ætlum við að að láta þann aukna arð sem tæknivæðing starfa getur skapað gera þá ríku enn þá ríkari? Eða. Ætlum við loksins að standa í lappirnar og standa saman og tryggja að þessi arður lendi fyrst og fremst hjá fólkinu í landinu og mest hjá því fólki sem þarf svo bráðnauðsynlega á honum að halda til að bregðast við breytingum sem tæknivæðingin mun valda á störfum þess. Ef þú vilt vera í liði með þeim, sem eru harðákveðnir í að gera allt sem gera þarf til að tæknivæðingin verði ekki til að auka enn þann skelfilega ójöfnuð og það ömurlega óréttlæti sem kapítalisminn hefur leitt yfir okkur, ættirðu að greiða Sósíalistaflokknum atkvæði þitt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Um mitt ár 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um fjórðu iðnbyltinguna og var markmiðið með skipan nefndarinnar að „greina frá umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þessum breytingum“. Í skýrslu sem nefndin skilaði segir m.a.: „Nefnd um fjórðu iðnbyltinguna fékk aðstoð frá Hagstofu Íslands við að reikna út möguleg áhrif sjálfvirknivæðingar á grundvelli aðferðafræði OECD. Þær niðurstöður sýna að á Íslandi eru miklar líkur á að um 28% íslensks vinnumarkaðar verði fyrir verulegum breytingum eða að störf hverfi alveg vegna sjálfvirknivæðingar. Þetta eru um 54.000 einstaklingar á vinnumarkaði miðað við árið 2017 og svipar þessu hlutfalli til áætlaðra áhrifa tækniframfara annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig er því spáð að 58% starfa (rúmlega 113.000 einstaklingar) taki talsverðum breytingum vegna áhrifa tækni en aðeins 14% starfa (tæplega 27.000 einstaklingar) breytist lítið.“ Maður þarf ekki annað en að fara út í næsta stórmarkað til að sjá og finna að tæknivæðing starfa er þegar farin að hafa mjög mikil áhrif á störfin. Þeim fjölgar mjög hratt sem ákveða að afgreiða sig sjálfir í stað þess að láta starfsfólkið sjá um það. Og svona er tækniþróunin á mjög mörgum öðrum, sviðum, m.a. og ekki síst í sjávarútvegi og sú þróun er mjög hröð og mun verða það áfram. Eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna nýta þessa tækni til þess eins að draga úr launakostnaði og auka þannig arð sinn af rekstrinum og til að þurfa að deila enn minna af honum en áður með starfsfólkinu. Þannig fer, ef ekkert er að gert, meira og meira af gróðanum beint í vasa eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna. Stóra spurningin er því þessi: Ætlum við að að láta þann aukna arð sem tæknivæðing starfa getur skapað gera þá ríku enn þá ríkari? Eða. Ætlum við loksins að standa í lappirnar og standa saman og tryggja að þessi arður lendi fyrst og fremst hjá fólkinu í landinu og mest hjá því fólki sem þarf svo bráðnauðsynlega á honum að halda til að bregðast við breytingum sem tæknivæðingin mun valda á störfum þess. Ef þú vilt vera í liði með þeim, sem eru harðákveðnir í að gera allt sem gera þarf til að tæknivæðingin verði ekki til að auka enn þann skelfilega ójöfnuð og það ömurlega óréttlæti sem kapítalisminn hefur leitt yfir okkur, ættirðu að greiða Sósíalistaflokknum atkvæði þitt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun