Þjóðaröryggi Íslands Eldur Ólafsson skrifar 27. október 2021 11:31 Eitt það fyrsta sem við lærum í jarðfræðinni er hugmyndin um innræn og útræn öfl. Innræn öfl eru þau sem við Íslendingar þekkjum vel, hreyfing jarðskorpunnar, heitir reitir sem við sjáum helst í daglegu lífi sem jarðskjálfta og eldgos. Útræn öfl eru hins vegar veður, vatn, frost, snjór, flóð, þurrkar og annað í þeim dúr. Heiminum er mjög umhugað um útrænu öflin þessi dægrin og hvernig þau geta haft áhrif á lífsskilyrði okkar hér á jörð. Ekki snýst þetta bara um hlýnun, þetta snýst einnig um fótspor okkar mannanna og hvaða áhrif við höfum með okkar lifnaðarháttum á lífríkið og náttúruna eins og við þekkjum hana í dag. Hvað höfum við jarðarbúar gert er spurt, nú út af velsældinni sem við höfum lifað, með því að nýta auðlindir. Staðreyndin er sú að þannig höfum við náð að búa fleirum í heiminum betra líf. Með hugviti okkar höfum við nýtt auðlindir jarðar okkur til hagsbóta og því hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun. Velsældin hefur jafnvel gert það að verkum að við Íslendingar, líkt og hluti jarðarbúa berjumst við offitu en ekki hungur. Heimurinn er einnig tengdur með ferðalögum, fleira fólk rís til menntunar en nokkru sinni áður, barnadauði á heimsvísu hefur minnkað o.s.frv. Hvað getum við jarðarbúar gert? Það er lagt er til að við minnkum neyslu, m.a. mat, föt, tölvur, bíla, ferðalög o.s.frv. Við þurfum þá að færa okkur til lífshátta sem tíðkuðust fyrir um 50 árum síðan. Við þurfum að eignast færri börn, við þurfum að ferðast til vinnu á umhverfisvænan hátt, við þurfum að búa til okkar eigin matvæli, hreint eldsneyti og vera okkur sjálfum aflögufær. Hvað getum við Íslendingar gert? Orkuþörfin við að hita upp Reykjarvíkursvæðið með heitu vatni frá Nesjavöllum, Hellisheiði og úr jarðhitasvæðum í og nærri borginni er um það bil 1.000 MW. Með því að framleiða hreina orku höfum við sparað um og yfir 100 milljarða íslenskra króna á hverju ári miðað við að flytja inn olíu til að hita upp hús á Íslandi. Í dag flytjum við inn eldsneyti fyrir um það 100 milljarða íslenskra króna sem við notum á skip, bíla, tæki og flugvélar. Við getum framleitt hreint eldsneyti og notað þessa milljarða í önnur þjóðþrifaverkefni. Til að framleiða hreint eldsneyti í stað innfluttrar olíu til samgangna þurfum við um 1.000 MW af rafmagni, við þurfum vatn og mögulega koltvísýring og köfnunarefni til að framleiða annað hvort metanól eða ammóníak fyrir þá notkun sem þurfum. Samhliðs þessu getum við framleitt áburð, líkt og hér var gert áður fyrr. Við flytjum inn mat og landbúnaðarafurðir fyrir um það bil 50 milljarða á ári. Við höfum leiðir til að framleiða fisk, þörunga til að fæða fiskinn, grænmeti og annað í þeim dúr til að mæta prótein- og orkuþörf okkar. Við þurfum rafmagn, heitt og kalt vatn og nægjanlegt landrými til að gera þetta. Við höfum allar forsendur til að gera það sem hér að ofan er lýst. Jú, við þurfum að einbeita okkur að því að framleiða meira úr þeim jarðhitavirkjunum sem við eigum og auka framleiðslu þeirra til muna. Þær eru beintengdar innrænum öflum og því hefur hnattræn hlýnun ekki sömu áhrif á þær eins og bráðnum jökla og annað í þeim dúr. Jarðhitinn hefur fært okkur það að fara frá því að vera fátækasta þjóð í Evrópu yfir í að vera sú ríkasta. Jarðhitinn gefur okkur sjálfstæði, hann gefur okkur vaxtartækifæri. Jarðhitinn er fjölnýtanlegur, atvinnuskapandi, hann er endurnýjanlegur. Jarðhitinn notar minnst allra endurnýjanlega orkugjafa af landi undir sína starfsemi, hann hefur litla sjónmengun þegar tekið er tillit til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, vatns, vinds eða sólar. Og við þurfum samhliða þessu að nýta aðrar hreinar orkulindir landsins með skynsömum hætti. Jarðhitauppbyggingin er stór þáttur í þjóðaröryggi Íslands. Áform fráfarandi ríkisstjórnar og það sem lítur út fyrir að vera næsta ríkisstjórn er að leggja loftslagsmálum til 50-60ma. Ég tel mikilvægt að við nýtum það fé í jarðhitauppbyggingu og auðlindagarða byggða í kringum þá uppbyggingu til að stuðla að betri lífskjörum okkar Íslendinga, betra þjóðaröryggi og fleiri og betri tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Það er okkar mikilvægasta hlutverk og stærsta tækifæri. Höfundur er jarðfræðingur, stofnandi Orku Energy nú Arctic Energy og stofnandi og forstjóri AEX Gold ltd sem skráð er í Kanada og London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Orkumál Eldur Ólafsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eitt það fyrsta sem við lærum í jarðfræðinni er hugmyndin um innræn og útræn öfl. Innræn öfl eru þau sem við Íslendingar þekkjum vel, hreyfing jarðskorpunnar, heitir reitir sem við sjáum helst í daglegu lífi sem jarðskjálfta og eldgos. Útræn öfl eru hins vegar veður, vatn, frost, snjór, flóð, þurrkar og annað í þeim dúr. Heiminum er mjög umhugað um útrænu öflin þessi dægrin og hvernig þau geta haft áhrif á lífsskilyrði okkar hér á jörð. Ekki snýst þetta bara um hlýnun, þetta snýst einnig um fótspor okkar mannanna og hvaða áhrif við höfum með okkar lifnaðarháttum á lífríkið og náttúruna eins og við þekkjum hana í dag. Hvað höfum við jarðarbúar gert er spurt, nú út af velsældinni sem við höfum lifað, með því að nýta auðlindir. Staðreyndin er sú að þannig höfum við náð að búa fleirum í heiminum betra líf. Með hugviti okkar höfum við nýtt auðlindir jarðar okkur til hagsbóta og því hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun. Velsældin hefur jafnvel gert það að verkum að við Íslendingar, líkt og hluti jarðarbúa berjumst við offitu en ekki hungur. Heimurinn er einnig tengdur með ferðalögum, fleira fólk rís til menntunar en nokkru sinni áður, barnadauði á heimsvísu hefur minnkað o.s.frv. Hvað getum við jarðarbúar gert? Það er lagt er til að við minnkum neyslu, m.a. mat, föt, tölvur, bíla, ferðalög o.s.frv. Við þurfum þá að færa okkur til lífshátta sem tíðkuðust fyrir um 50 árum síðan. Við þurfum að eignast færri börn, við þurfum að ferðast til vinnu á umhverfisvænan hátt, við þurfum að búa til okkar eigin matvæli, hreint eldsneyti og vera okkur sjálfum aflögufær. Hvað getum við Íslendingar gert? Orkuþörfin við að hita upp Reykjarvíkursvæðið með heitu vatni frá Nesjavöllum, Hellisheiði og úr jarðhitasvæðum í og nærri borginni er um það bil 1.000 MW. Með því að framleiða hreina orku höfum við sparað um og yfir 100 milljarða íslenskra króna á hverju ári miðað við að flytja inn olíu til að hita upp hús á Íslandi. Í dag flytjum við inn eldsneyti fyrir um það 100 milljarða íslenskra króna sem við notum á skip, bíla, tæki og flugvélar. Við getum framleitt hreint eldsneyti og notað þessa milljarða í önnur þjóðþrifaverkefni. Til að framleiða hreint eldsneyti í stað innfluttrar olíu til samgangna þurfum við um 1.000 MW af rafmagni, við þurfum vatn og mögulega koltvísýring og köfnunarefni til að framleiða annað hvort metanól eða ammóníak fyrir þá notkun sem þurfum. Samhliðs þessu getum við framleitt áburð, líkt og hér var gert áður fyrr. Við flytjum inn mat og landbúnaðarafurðir fyrir um það bil 50 milljarða á ári. Við höfum leiðir til að framleiða fisk, þörunga til að fæða fiskinn, grænmeti og annað í þeim dúr til að mæta prótein- og orkuþörf okkar. Við þurfum rafmagn, heitt og kalt vatn og nægjanlegt landrými til að gera þetta. Við höfum allar forsendur til að gera það sem hér að ofan er lýst. Jú, við þurfum að einbeita okkur að því að framleiða meira úr þeim jarðhitavirkjunum sem við eigum og auka framleiðslu þeirra til muna. Þær eru beintengdar innrænum öflum og því hefur hnattræn hlýnun ekki sömu áhrif á þær eins og bráðnum jökla og annað í þeim dúr. Jarðhitinn hefur fært okkur það að fara frá því að vera fátækasta þjóð í Evrópu yfir í að vera sú ríkasta. Jarðhitinn gefur okkur sjálfstæði, hann gefur okkur vaxtartækifæri. Jarðhitinn er fjölnýtanlegur, atvinnuskapandi, hann er endurnýjanlegur. Jarðhitinn notar minnst allra endurnýjanlega orkugjafa af landi undir sína starfsemi, hann hefur litla sjónmengun þegar tekið er tillit til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, vatns, vinds eða sólar. Og við þurfum samhliða þessu að nýta aðrar hreinar orkulindir landsins með skynsömum hætti. Jarðhitauppbyggingin er stór þáttur í þjóðaröryggi Íslands. Áform fráfarandi ríkisstjórnar og það sem lítur út fyrir að vera næsta ríkisstjórn er að leggja loftslagsmálum til 50-60ma. Ég tel mikilvægt að við nýtum það fé í jarðhitauppbyggingu og auðlindagarða byggða í kringum þá uppbyggingu til að stuðla að betri lífskjörum okkar Íslendinga, betra þjóðaröryggi og fleiri og betri tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Það er okkar mikilvægasta hlutverk og stærsta tækifæri. Höfundur er jarðfræðingur, stofnandi Orku Energy nú Arctic Energy og stofnandi og forstjóri AEX Gold ltd sem skráð er í Kanada og London.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun