Fótbolti

Madrídingar halda í toppsætið eftir jafntefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Real Madrid er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Real Madrid er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Real Madrid og Osasuna gerðu í kvöld markalaust jafntefli þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stigið dugði Madrídingum til að endurheimta toppsæti deildarinnar.

Heimamenn í Real Madrid voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik, en náðu ekki að brjóta niður vörn gestanna. Staðan var því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Sömu sögu er að segja af seinni hálfleik, en heimamenn voru allt í allt tæplega 75 prósent með boltann. Þeir áttu þar að auki 18 skot gegn aðeins sex skotum gestanna. Þó tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og niðurstaðan því markalaust jafntefli.

Stigið lyftir Real Madrid aftur á topp spænsku deildarinnar með 21 stig eftir tíu leiki, jafn mörg stig og Sevilla, en Madrídingar eru með betri markatölu. Osasuna hefur leikið einum leik meira en Real Madrid, en liðið situr í sjötta sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×